„Hann gæti orðið borgarstjóri í Reykjavík ef hann vildi," sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu um samstarfsmann sinn, Lars Lagerbäck, í viðtali við sænska ríkissjónvarpið.
Hann er þá spurður um hversu vinsæll Lagerbäck sé á Íslandi. Þjálfarinn er mjög vinsæll á Íslandi eftir að hafa unnið frábært starf með íslenska landsliðinu.
SVT fylgdi Lars til Íslands á dögunum og gerði um hann innslag sem má sjá hér. Árangur Íslands undir stjórn Lagerbäck hefur eðlilega vakið mikla athygli í Svíþjóð enda er Ísland orðin besta fótboltaþjóðin á Norðurlöndunum.
Meðal annars er farið með Lars niður í bæ þar sem kemur vel í ljós hversu vinsæll hann er þegar maður á Austurvelli knúsar Lars og segist elska hann. Stórkostleg sena.
Lagerbäck fékk knús á Austurvelli

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti



Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti




