Keflavík kjöldróg KR | Annar sigur Hamarskvenna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. nóvember 2014 18:39 Tyson-Thomas fór á kostum í DHL-höllinni í dag. Vísir/vilhelm Þrír leikir fóru fram í Domino's deild kvenna í körfubolta í dag. Snæfell vann góðan útisigur á Val, 79-88, eins og lesa má um hér. Carmen Tyson-Thomas fór á kostum þegar Keflavík vann öruggan sigur á KR í DHL-höllinni. Hún skoraði alls 35 stig, tók 15 fráköst og stal boltanum fjórum sinnum. Keflavíkurkonur tóku völdin strax í byrjun leiks og leiddu með 22 stigum eftir fyrsta leikhluta, 10-32. Munurinn jókst í öðrum leikhluta og Keflavík leiddi með 32 stigum að honum loknum, 22-54. KR-konur bitu aðeins frá sér í seinni hálfleik, en þegar yfir lauk var munurinn 29 stig, 58-87. Tyson-Thomas var sem áður sagði atkvæðamest hjá Keflavík, en annars dreifðist stigaskorið vel. Keflavík hafði gríðarlega yfirburði undir körfunni í leiknum, en liðið tók 30 fleiri fráköst en KR (36-66). Björg Guðrún Einarsdóttir stóð upp úr í liði KR með 23 stig, átta fráköst og fimm stolna bolta. Með sigrinum komst Keflavík aftur í toppsæti deildarinnar en liðið hefur unnið níu af tíu deildarleikjum sínum á tímabilinu. KR er hins vegar í 7. og næstneðsta sæti með aðeins tvö stig.Tölfræði leiksins:KR-Keflavík 58-87 (10-32, 12-22, 16-19, 20-14)KR: Björg Guðrún Einarsdóttir 23/8 fráköst/5 stolnir, Simone Jaqueline Holmes 15/4 fráköst/3 varin skot, Bergþóra Holton Tómasdóttir 14, Perla Jóhannsdóttir 3, Sólrún Sæmundsdóttir 2/4 fráköst, Sara Mjöll Magnúsdóttir 1/8 fráköst/5 varin skot, Þórkatla Dagný Þórarinsdóttir 0, Anna María Ævarsdóttir 0, Elín Þóra Helgadóttir 0, Gunnhildur Bára Atladóttir 0, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 0/7 fráköst, Aníta Eva Viðarsdóttir 0.Keflavík: Carmen Tyson-Thomas 35/15 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 11, Sara Rún Hinriksdóttir 10/9 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 10/8 fráköst/5 stolnir, Bríet Sif Hinriksdóttir 8, Marín Laufey Davíðsdóttir 6/16 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 4/7 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 3/4 fráköst, Lovísa Falsdóttir 0, Hallveig Jónsdóttir 0, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 0, Elfa Falsdottir 0. Hamar krækti í sinn annan sigur í vetur þegar liðið lagði Breiðablik að velli í Smáranum, 50-66. Blikakonur áttu í mestu vandræðum í sókninni í dag og til marks um það skoraði liðið aðeins sex stig í 2. og 4. leikhluta. Heimakonur leiddu þó, 20-12, eftir 1. leikhluta en eftir hann tóku Hvergerðingar völdin og tryggðu sér mikilvægan sigur í botnbaráttunni. Sydnei Moss fór fyrir Hamarskonum með 25 stig, tólf fráköst og sex stolna bolta. Arielle Wideman og Jóhanna Björk Sveinsdóttir skoruðu 14 stig hvor fyrir Breiðablik sem er í 8. og neðsta sæti deildarinnar með tvö stig, jafnmörg og KR.Tölfræði leiksins:Breiðablik-Hamar 50-66 (20-12, 6-16, 18-22, 6-16)Breiðablik: Arielle Wideman 14/8 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 14/10 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 8/13 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 5/4 fráköst, Kristbjörg Pálsdóttir 3/5 fráköst, Ingunn Erla Kristjánsdóttir 2/4 fráköst, Berglind Karen Ingvarsdóttir 2/5 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 2, Aníta Rún Árnadóttir 0, Elín Kara Karlsdóttir 0, Hlín Sveinsdóttir 0, Alexandra Sif Herleifsdóttir 0.Hamar: Sydnei Moss 25/12 fráköst/6 stolnir, Þórunn Bjarnadóttir 11, Kristrún Rut Antonsdóttir 9/4 fráköst/5 stoðsendingar, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 8/9 fráköst/4 varin skot, Heiða B. Valdimarsdóttir 6/6 fráköst, Sóley Guðgeirsdóttir 5/10 fráköst, Helga Vala Ingvarsdóttir 2, Vilborg Óttarsdóttir 0, Jóna Sigríður Ólafsdóttir 0, Jóhanna Herdís Sævarsdóttir 0, Erika Mjöll Jónsdóttir 0. Dominos-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í Domino's deild kvenna í körfubolta í dag. Snæfell vann góðan útisigur á Val, 79-88, eins og lesa má um hér. Carmen Tyson-Thomas fór á kostum þegar Keflavík vann öruggan sigur á KR í DHL-höllinni. Hún skoraði alls 35 stig, tók 15 fráköst og stal boltanum fjórum sinnum. Keflavíkurkonur tóku völdin strax í byrjun leiks og leiddu með 22 stigum eftir fyrsta leikhluta, 10-32. Munurinn jókst í öðrum leikhluta og Keflavík leiddi með 32 stigum að honum loknum, 22-54. KR-konur bitu aðeins frá sér í seinni hálfleik, en þegar yfir lauk var munurinn 29 stig, 58-87. Tyson-Thomas var sem áður sagði atkvæðamest hjá Keflavík, en annars dreifðist stigaskorið vel. Keflavík hafði gríðarlega yfirburði undir körfunni í leiknum, en liðið tók 30 fleiri fráköst en KR (36-66). Björg Guðrún Einarsdóttir stóð upp úr í liði KR með 23 stig, átta fráköst og fimm stolna bolta. Með sigrinum komst Keflavík aftur í toppsæti deildarinnar en liðið hefur unnið níu af tíu deildarleikjum sínum á tímabilinu. KR er hins vegar í 7. og næstneðsta sæti með aðeins tvö stig.Tölfræði leiksins:KR-Keflavík 58-87 (10-32, 12-22, 16-19, 20-14)KR: Björg Guðrún Einarsdóttir 23/8 fráköst/5 stolnir, Simone Jaqueline Holmes 15/4 fráköst/3 varin skot, Bergþóra Holton Tómasdóttir 14, Perla Jóhannsdóttir 3, Sólrún Sæmundsdóttir 2/4 fráköst, Sara Mjöll Magnúsdóttir 1/8 fráköst/5 varin skot, Þórkatla Dagný Þórarinsdóttir 0, Anna María Ævarsdóttir 0, Elín Þóra Helgadóttir 0, Gunnhildur Bára Atladóttir 0, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 0/7 fráköst, Aníta Eva Viðarsdóttir 0.Keflavík: Carmen Tyson-Thomas 35/15 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 11, Sara Rún Hinriksdóttir 10/9 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 10/8 fráköst/5 stolnir, Bríet Sif Hinriksdóttir 8, Marín Laufey Davíðsdóttir 6/16 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 4/7 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 3/4 fráköst, Lovísa Falsdóttir 0, Hallveig Jónsdóttir 0, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 0, Elfa Falsdottir 0. Hamar krækti í sinn annan sigur í vetur þegar liðið lagði Breiðablik að velli í Smáranum, 50-66. Blikakonur áttu í mestu vandræðum í sókninni í dag og til marks um það skoraði liðið aðeins sex stig í 2. og 4. leikhluta. Heimakonur leiddu þó, 20-12, eftir 1. leikhluta en eftir hann tóku Hvergerðingar völdin og tryggðu sér mikilvægan sigur í botnbaráttunni. Sydnei Moss fór fyrir Hamarskonum með 25 stig, tólf fráköst og sex stolna bolta. Arielle Wideman og Jóhanna Björk Sveinsdóttir skoruðu 14 stig hvor fyrir Breiðablik sem er í 8. og neðsta sæti deildarinnar með tvö stig, jafnmörg og KR.Tölfræði leiksins:Breiðablik-Hamar 50-66 (20-12, 6-16, 18-22, 6-16)Breiðablik: Arielle Wideman 14/8 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 14/10 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 8/13 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 5/4 fráköst, Kristbjörg Pálsdóttir 3/5 fráköst, Ingunn Erla Kristjánsdóttir 2/4 fráköst, Berglind Karen Ingvarsdóttir 2/5 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 2, Aníta Rún Árnadóttir 0, Elín Kara Karlsdóttir 0, Hlín Sveinsdóttir 0, Alexandra Sif Herleifsdóttir 0.Hamar: Sydnei Moss 25/12 fráköst/6 stolnir, Þórunn Bjarnadóttir 11, Kristrún Rut Antonsdóttir 9/4 fráköst/5 stoðsendingar, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 8/9 fráköst/4 varin skot, Heiða B. Valdimarsdóttir 6/6 fráköst, Sóley Guðgeirsdóttir 5/10 fráköst, Helga Vala Ingvarsdóttir 2, Vilborg Óttarsdóttir 0, Jóna Sigríður Ólafsdóttir 0, Jóhanna Herdís Sævarsdóttir 0, Erika Mjöll Jónsdóttir 0.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sjá meira