Ingvar: Hef aldrei lent undir í samkeppni Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. nóvember 2014 10:39 Ingvar Jónsson í leik gegn pólska stórliðinu Lech Poznan í sumar. vísir/afp „Aðdragandinn hefur verið nokkuð hraður, ég heyrði bara fyrst af áhuga Start fyrir 7-10 dögum síðan,“ segir markvörðurinn Ingvar Jónsson við Vísi sem er búinn að semja við norska úrvalsdeildarliðið Start til þriggja ára. „Þeir hafa verið í leit að markverði og skoðað mig undanfarnar vikur og séð einhverja leiki. Þeir voru bara mjög áhugasamir.“ Start kom upp úr 1. deildinni fyrir tveimur árum og hefur haldið sæti sínu í úrvalsdeildinni tvö tímabil í röð. Félagið er nokkuð stórt og ætlar sér stærri hluti. „Þetta er alveg frábært félag - algjört draumafélag. Það er með ágætis sögu og hefur allt til að ná lengra. Þetta er alveg frábært næsta skref fyrir mig,“ segir Ingvar. „Ég hef ekkert hitt þá en heyrði í þjálfaranum fyrst í morgun og spjallaði við hann. Ég veit ekki alveg hvert næsta skref er, en ég er mjög spenntur.“Ingvar kveður Stjörnuna.vísir/vilhelmIngvar hafnaði tilboði frá sænska liðinu Åtvidaberg á dögunum og fleiri lið hafa verið á höttunum eftir honum. „Fleiri lið voru inn í myndinni eins og Åtvidaberg. Málið er bara að þjálfarinn þar hætti á dögunum. Svo var annað lið úr efstu deild í Noregi sem hafði áhgua, en mér fannst Start mun meira heillandi,“ segir Ingvar sem hefur spjallað við Matthías Vilhjálmsson um félagið undanfarna daga. „Ég hef verið í fínu sambandi við Matta og hann hefur ekkert nema góða hluti um félagið að segja. Mágur minn, Haraldur Guðmundsson, spilaði líka þarna og ber lofi á félagið. Svo spilar Robert Sandnes, fyrrverandi liðsfélagi minn úr Stjörnunni, með Start og ég þekki Guðmund Kristjánsson ágætlega. Maður þekkir því nokkra þarna.“ Markvörður Start á eitt ár eftir af samningi sínum og ætlar Ingvar að slá hann úr liðinu og tryggja sér byrjunarliðssætið. „Stefnan er að vera númer eitt. Ég er að fara í samkeppni, en ég hef aldrei verið undir í samkeppni á mínum meistaraflokksferli,“ segir Ingvar sem er að upplifa draum sinn að rætast. „Maður hefur hugsað um hversu gaman það væri að hafa atvinnu af því að spila fótbolta síðan maður var lítill krakki. Ég er enn að meðtaka að þetta er að gerast núna. Þetta er bara fullkominn endir á tímabilinu með Stjörnunni eftir fullkominn lokaleik,“ segir Ingvar Jónsson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ingvar Jónsson samdi við Start Besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í knattspyrnu heldur í atvinnumennsku til Noregs. 28. nóvember 2014 10:15 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Aðdragandinn hefur verið nokkuð hraður, ég heyrði bara fyrst af áhuga Start fyrir 7-10 dögum síðan,“ segir markvörðurinn Ingvar Jónsson við Vísi sem er búinn að semja við norska úrvalsdeildarliðið Start til þriggja ára. „Þeir hafa verið í leit að markverði og skoðað mig undanfarnar vikur og séð einhverja leiki. Þeir voru bara mjög áhugasamir.“ Start kom upp úr 1. deildinni fyrir tveimur árum og hefur haldið sæti sínu í úrvalsdeildinni tvö tímabil í röð. Félagið er nokkuð stórt og ætlar sér stærri hluti. „Þetta er alveg frábært félag - algjört draumafélag. Það er með ágætis sögu og hefur allt til að ná lengra. Þetta er alveg frábært næsta skref fyrir mig,“ segir Ingvar. „Ég hef ekkert hitt þá en heyrði í þjálfaranum fyrst í morgun og spjallaði við hann. Ég veit ekki alveg hvert næsta skref er, en ég er mjög spenntur.“Ingvar kveður Stjörnuna.vísir/vilhelmIngvar hafnaði tilboði frá sænska liðinu Åtvidaberg á dögunum og fleiri lið hafa verið á höttunum eftir honum. „Fleiri lið voru inn í myndinni eins og Åtvidaberg. Málið er bara að þjálfarinn þar hætti á dögunum. Svo var annað lið úr efstu deild í Noregi sem hafði áhgua, en mér fannst Start mun meira heillandi,“ segir Ingvar sem hefur spjallað við Matthías Vilhjálmsson um félagið undanfarna daga. „Ég hef verið í fínu sambandi við Matta og hann hefur ekkert nema góða hluti um félagið að segja. Mágur minn, Haraldur Guðmundsson, spilaði líka þarna og ber lofi á félagið. Svo spilar Robert Sandnes, fyrrverandi liðsfélagi minn úr Stjörnunni, með Start og ég þekki Guðmund Kristjánsson ágætlega. Maður þekkir því nokkra þarna.“ Markvörður Start á eitt ár eftir af samningi sínum og ætlar Ingvar að slá hann úr liðinu og tryggja sér byrjunarliðssætið. „Stefnan er að vera númer eitt. Ég er að fara í samkeppni, en ég hef aldrei verið undir í samkeppni á mínum meistaraflokksferli,“ segir Ingvar sem er að upplifa draum sinn að rætast. „Maður hefur hugsað um hversu gaman það væri að hafa atvinnu af því að spila fótbolta síðan maður var lítill krakki. Ég er enn að meðtaka að þetta er að gerast núna. Þetta er bara fullkominn endir á tímabilinu með Stjörnunni eftir fullkominn lokaleik,“ segir Ingvar Jónsson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ingvar Jónsson samdi við Start Besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í knattspyrnu heldur í atvinnumennsku til Noregs. 28. nóvember 2014 10:15 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Ingvar Jónsson samdi við Start Besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í knattspyrnu heldur í atvinnumennsku til Noregs. 28. nóvember 2014 10:15