„Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Sindri Sverrisson skrifar 1. apríl 2025 07:33 Glódís Perla Viggódsóttir þarf tíma núna til að jafna sig af fyrstu alvöru meiðslum sínum. Getty/Alex Nicodim „Þetta er alveg nýtt fyrir mér en ég hef reynt að horfa á þetta sem lærdóm,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins og Þýskalandsmeistara Bayern München. Í fyrsta sinn á ferlinum glímir hún við meiðsli sem auk þess eru snúin og bataferlið óljóst. Hún vonast þó til að EM í sumar sé ekki í hættu. Öllum er ljóst hvílíkt áfall það er fyrir Ísland að vera án Glódísar í komandi landsleikjum, gegn Noregi á föstudag og Sviss næsta þriðjudag. Það var sömuleiðis áfall fyrir Bayern að vera án Glódísar í einvíginu við Lyon og falla úr keppni í Meistaradeild Evrópu. Fyrir hana sjálfa hlýtur það svo einnig að vera áfall að geta í fyrsta sinn á ferlinum ekki verið með á æfingum. Geta ekki gert það sem henni finnst skemmtilegast nema finna fyrir óbærilegum verkjum í hné. Versnaði rosalega í síðustu landsliðsferð „Ég er með beinmar í hnénu en samt á lærisbeininu. Ég er búin að finna fyrir þessu í svolítinn tíma en svo versnaði þetta rosalega í síðustu landsliðsferð [í lok febrúar]. Þegar ég kom heim úr þeirri ferð gerðist svo eitthvað á æfingu þannig að mér varð svo illt að ég gat ekki haldið áfram að æfa. Síðan þá er ég búin að vera í brasi með þetta,“ segir Glódís við Vísi. Í myndatöku hafi komið í ljós mjög stórt beinmar í hnénu. Slíkt sé afar óvenjulegt þegar ekki hafi orðið neitt sérstakt slys. Glódís Perla Viggósdóttir hefur aldrei misst af leikjum vegna meiðsla og harkað allt af sér en nú þarf hnéð hennar algjöra hvíld.Getty/Daniel Löb Píndi sig í gegnum lykilleiki á verkjalyfjum „Læknarnir telja að þetta sé því búið að ágerast yfir mjög langan tíma. Svo hefur eitthvað gerst sem ýtti þessu yfir þannig hjalla að þetta varð allt of vont og ekki hægt að leiða þetta hjá sér lengur. Ég hef í raun ekki æft fótbolta síðasta mánuðinn. Ég finn verk við öll högg fyrir hnéið. Verk í hverju skrefi þegar ég er að hlaupa. Þegar þetta varð svona slæmt vorum við akkúrat að fara í mestu lykilleiki tímabilsins svo við ákváðum að reyna á það hvort ég gæti spilað leikina ef ég æfði ekki neitt. Ég náði að spila 55 mínútur gegn Wolfsburg [14. mars], á verkjalyfjum, og sú ákvörðun var tekin bara um morguninn á leikdegi. Eftir það kom risabakslag og ég gat ekki verið með á æfingum í tvær vikur. Svo reyndum við þetta aftur og ég náði að spila við Leverkusen [í fyrradag] en það hefur sömu afleiðingar og síðast,“ segir Glódís. Glódís Perla Viggósdóttir með meistaraskjöldinn sem Bayern München vann síðasta vor. Hún píndi sig í gegnum mikilvæga leiki til að koma liðinu í dauðafæri á að endurtaka leikinn nú í vor.Getty/Uwe Anspach Hún hefur því fórnað sér eins og hún getur og gert að verkum að þýski meistaratitillinn og bikarmeistaratitillinn eru í augsýn. Núna þarf hún hins vegar algjöra hvíld og hana fær hún í landsleikjahléinu. Hefði þurft ofurlyf til að mæta Noregi og Sviss „Ég hefði ekki getað spilað þessa landsleiki [við Noreg og Sviss 4. og 8. apríl]. Það hefði þurft eitthvað ofurlyf til þess. Ég gat ekki skokkað eftir Wolfsburg-leikinn. Þetta er ekki auðvelt val en því miður er þetta staðan. Ég missti líka af leikjunum við Lyon í Meistaradeildinni, draumaleikjum fyrir alla, og það var alveg ömurlegt. Við duttum út þar en höfum náð að koma okkur í frábæra stöðu í deild og bikar Það eina sem ég get gert í þessu er að hvíla hnéð. Ég mun ekki æfa næstu marga daga. En þetta eru skrýtin meiðsli og ég veit ekkert um tímann sem þetta tekur. Ég veit bara að þetta er mjög vont og það tekur mjög langan tíma fyrir beinmar að lagast.“ Segir EM ekki vera í hættu Glódís, sem spilað hefur 134 A-landsleiki og er aðeins ellefu leikjum frá meti Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, er staðráðin í að fara á sitt fjórða stórmót í júlí. En er Evrópumótið í Sviss í hættu? „Nei. Ég ætla að segja nei. Ég stefni nú á að þetta verði búið fyrir það. En þetta eru þannig meiðsli að maður veit ekkert. Síðustu fjórar vikur hef ég bara tekið dag fyrir dag,“ segir Glódís sem fagnar þrítugsafmæli rétt fyrir EM. Glódís er fyrirliði landsliðsins og besti leikmaður þess en segir liðið vel geta spjarað sig án hennar í komandi leikjum.Getty/Alex Nicodim „Ótrúlega erfitt og sárt“ Glódís viðurkennir að það sé vissulega áskorun að vera í þessum sporum – að missa í fyrsta sinn af leikjum vegna meiðsla. „Þetta er alveg nýtt fyrir mér – að geta ekki verið inni á vellinum og gert það sem ég er vön að gera. Hjálpað liðinu. En ég hef reynt að horfa á þetta sem lærdóm. Að ég muni vaxa út frá þessu og öðlast betri skilning á þessari hlið á íþróttum líka. En það var ótrúlega erfitt og sárt að sitja og horfa á leikina, sérstaklega í Meistaradeildinni. Það verður líka mjög sárt að horfa á landsleikina í sjónvarpinu.“ Hún hefur síðustu vikur verið í góðu sambandi við Þorstein Halldórsson landsliðsþjálfara og treystir á liðsfélaga sína í landsliðinu til að ná góðum úrslitum í komandi leikjum, til að Ísland haldi sér í A-deild Þjóðadeildarinnar. Leikina, sem fram fara á Þróttarvelli, horfir Glódís á heima í München. „Ég var í mjög góðu sambandi við Steina og hann var líka í mjög góðu sambandi við Bayern, allan síðasta mánuð. Steini er búinn að vera alveg frábær. Mikill stuðningur í honum. Auðvitað er þetta ótrúlega erfið ákvörðun að taka og mig langar auðvitað að geta verið með landsliðinu en reynslan síðasta mánuðinn segir að það tekur mig tvær vikur að jafna mig eftir leiki, og því miður eru fjórir og átta dagar í leiki. Þetta er of stuttur tími Ég veit að stelpurnar munu standa sig gríðarlega vel í þessu verkefni og hundrað prósent verða okkur til sóma. Við erum með frábæran hóp og það kemur maður í manns stað.“ Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Þýski boltinn Tengdar fréttir Glódís ekki með í landsleikjunum Í fyrsta sinn frá því hún byrjaði að spila með íslenska landsliðinu 2012 missir Glódís Perla Viggósdóttir af landsleikjum vegna meiðsla. 31. mars 2025 10:37 Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Hún á við meiðsli að stríða og er bara ekki klár í þessa landsleiki,“ segir Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, um Glódísi Perlu Viggósdóttur sem missir af leikjunum mikilvægu við Noreg og Sviss í Þjóðadeildinni. 31. mars 2025 11:31 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Segir hitann á HM hættulegan Í beinni: Portúgal - Belgía | Lokaleikurinn hjá Belgunum hennar Betu Í beinni: Ítalía - Spánn | Spánverjar vilja vinna riðilinn Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? Sjá meira
Öllum er ljóst hvílíkt áfall það er fyrir Ísland að vera án Glódísar í komandi landsleikjum, gegn Noregi á föstudag og Sviss næsta þriðjudag. Það var sömuleiðis áfall fyrir Bayern að vera án Glódísar í einvíginu við Lyon og falla úr keppni í Meistaradeild Evrópu. Fyrir hana sjálfa hlýtur það svo einnig að vera áfall að geta í fyrsta sinn á ferlinum ekki verið með á æfingum. Geta ekki gert það sem henni finnst skemmtilegast nema finna fyrir óbærilegum verkjum í hné. Versnaði rosalega í síðustu landsliðsferð „Ég er með beinmar í hnénu en samt á lærisbeininu. Ég er búin að finna fyrir þessu í svolítinn tíma en svo versnaði þetta rosalega í síðustu landsliðsferð [í lok febrúar]. Þegar ég kom heim úr þeirri ferð gerðist svo eitthvað á æfingu þannig að mér varð svo illt að ég gat ekki haldið áfram að æfa. Síðan þá er ég búin að vera í brasi með þetta,“ segir Glódís við Vísi. Í myndatöku hafi komið í ljós mjög stórt beinmar í hnénu. Slíkt sé afar óvenjulegt þegar ekki hafi orðið neitt sérstakt slys. Glódís Perla Viggósdóttir hefur aldrei misst af leikjum vegna meiðsla og harkað allt af sér en nú þarf hnéð hennar algjöra hvíld.Getty/Daniel Löb Píndi sig í gegnum lykilleiki á verkjalyfjum „Læknarnir telja að þetta sé því búið að ágerast yfir mjög langan tíma. Svo hefur eitthvað gerst sem ýtti þessu yfir þannig hjalla að þetta varð allt of vont og ekki hægt að leiða þetta hjá sér lengur. Ég hef í raun ekki æft fótbolta síðasta mánuðinn. Ég finn verk við öll högg fyrir hnéið. Verk í hverju skrefi þegar ég er að hlaupa. Þegar þetta varð svona slæmt vorum við akkúrat að fara í mestu lykilleiki tímabilsins svo við ákváðum að reyna á það hvort ég gæti spilað leikina ef ég æfði ekki neitt. Ég náði að spila 55 mínútur gegn Wolfsburg [14. mars], á verkjalyfjum, og sú ákvörðun var tekin bara um morguninn á leikdegi. Eftir það kom risabakslag og ég gat ekki verið með á æfingum í tvær vikur. Svo reyndum við þetta aftur og ég náði að spila við Leverkusen [í fyrradag] en það hefur sömu afleiðingar og síðast,“ segir Glódís. Glódís Perla Viggósdóttir með meistaraskjöldinn sem Bayern München vann síðasta vor. Hún píndi sig í gegnum mikilvæga leiki til að koma liðinu í dauðafæri á að endurtaka leikinn nú í vor.Getty/Uwe Anspach Hún hefur því fórnað sér eins og hún getur og gert að verkum að þýski meistaratitillinn og bikarmeistaratitillinn eru í augsýn. Núna þarf hún hins vegar algjöra hvíld og hana fær hún í landsleikjahléinu. Hefði þurft ofurlyf til að mæta Noregi og Sviss „Ég hefði ekki getað spilað þessa landsleiki [við Noreg og Sviss 4. og 8. apríl]. Það hefði þurft eitthvað ofurlyf til þess. Ég gat ekki skokkað eftir Wolfsburg-leikinn. Þetta er ekki auðvelt val en því miður er þetta staðan. Ég missti líka af leikjunum við Lyon í Meistaradeildinni, draumaleikjum fyrir alla, og það var alveg ömurlegt. Við duttum út þar en höfum náð að koma okkur í frábæra stöðu í deild og bikar Það eina sem ég get gert í þessu er að hvíla hnéð. Ég mun ekki æfa næstu marga daga. En þetta eru skrýtin meiðsli og ég veit ekkert um tímann sem þetta tekur. Ég veit bara að þetta er mjög vont og það tekur mjög langan tíma fyrir beinmar að lagast.“ Segir EM ekki vera í hættu Glódís, sem spilað hefur 134 A-landsleiki og er aðeins ellefu leikjum frá meti Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, er staðráðin í að fara á sitt fjórða stórmót í júlí. En er Evrópumótið í Sviss í hættu? „Nei. Ég ætla að segja nei. Ég stefni nú á að þetta verði búið fyrir það. En þetta eru þannig meiðsli að maður veit ekkert. Síðustu fjórar vikur hef ég bara tekið dag fyrir dag,“ segir Glódís sem fagnar þrítugsafmæli rétt fyrir EM. Glódís er fyrirliði landsliðsins og besti leikmaður þess en segir liðið vel geta spjarað sig án hennar í komandi leikjum.Getty/Alex Nicodim „Ótrúlega erfitt og sárt“ Glódís viðurkennir að það sé vissulega áskorun að vera í þessum sporum – að missa í fyrsta sinn af leikjum vegna meiðsla. „Þetta er alveg nýtt fyrir mér – að geta ekki verið inni á vellinum og gert það sem ég er vön að gera. Hjálpað liðinu. En ég hef reynt að horfa á þetta sem lærdóm. Að ég muni vaxa út frá þessu og öðlast betri skilning á þessari hlið á íþróttum líka. En það var ótrúlega erfitt og sárt að sitja og horfa á leikina, sérstaklega í Meistaradeildinni. Það verður líka mjög sárt að horfa á landsleikina í sjónvarpinu.“ Hún hefur síðustu vikur verið í góðu sambandi við Þorstein Halldórsson landsliðsþjálfara og treystir á liðsfélaga sína í landsliðinu til að ná góðum úrslitum í komandi leikjum, til að Ísland haldi sér í A-deild Þjóðadeildarinnar. Leikina, sem fram fara á Þróttarvelli, horfir Glódís á heima í München. „Ég var í mjög góðu sambandi við Steina og hann var líka í mjög góðu sambandi við Bayern, allan síðasta mánuð. Steini er búinn að vera alveg frábær. Mikill stuðningur í honum. Auðvitað er þetta ótrúlega erfið ákvörðun að taka og mig langar auðvitað að geta verið með landsliðinu en reynslan síðasta mánuðinn segir að það tekur mig tvær vikur að jafna mig eftir leiki, og því miður eru fjórir og átta dagar í leiki. Þetta er of stuttur tími Ég veit að stelpurnar munu standa sig gríðarlega vel í þessu verkefni og hundrað prósent verða okkur til sóma. Við erum með frábæran hóp og það kemur maður í manns stað.“
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Þýski boltinn Tengdar fréttir Glódís ekki með í landsleikjunum Í fyrsta sinn frá því hún byrjaði að spila með íslenska landsliðinu 2012 missir Glódís Perla Viggósdóttir af landsleikjum vegna meiðsla. 31. mars 2025 10:37 Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Hún á við meiðsli að stríða og er bara ekki klár í þessa landsleiki,“ segir Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, um Glódísi Perlu Viggósdóttur sem missir af leikjunum mikilvægu við Noreg og Sviss í Þjóðadeildinni. 31. mars 2025 11:31 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Segir hitann á HM hættulegan Í beinni: Portúgal - Belgía | Lokaleikurinn hjá Belgunum hennar Betu Í beinni: Ítalía - Spánn | Spánverjar vilja vinna riðilinn Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? Sjá meira
Glódís ekki með í landsleikjunum Í fyrsta sinn frá því hún byrjaði að spila með íslenska landsliðinu 2012 missir Glódís Perla Viggósdóttir af landsleikjum vegna meiðsla. 31. mars 2025 10:37
Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Hún á við meiðsli að stríða og er bara ekki klár í þessa landsleiki,“ segir Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, um Glódísi Perlu Viggósdóttur sem missir af leikjunum mikilvægu við Noreg og Sviss í Þjóðadeildinni. 31. mars 2025 11:31