Bíó og sjónvarp

Ísland í rússneskum spennutrylli

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Búið er að frumsýna stiklu úr rússneska vísindatryllinum Calculator.

Myndin var tekin upp hér á landi í fyrrasumar, í grennd við Vík í Mýrdal. Unified Media Group framleiðir myndina en það var íslenska framleiðslufyrirtækið Sagafilm sem aðstoðaði tökuliðið hér á landi.

Meðal leikara í myndinni er fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Vinnie Jones. Fréttablaðið náði tali af Vinnie í fyrra. Bar hann Sagafilm góða söguna.

„Sigurgeir Þórðarson hjá Sagafilm er mjög reyndur framleiðandi og tökuliðið er ástríðufullt. Ég miðla líka reynslu minni til þeirra og allir hér bera mikla virðingu fyrir verkefninu,“ sagði Vinnie og bætti við að hann nyti sín á tökustað.

„Í Hollywood ertu bara númer í svona stórum myndum og það snýst allt um stórstjörnurnar. Mér finnst skemmtilegra að leika í myndum eins og Calculator þar sem maður myndar persónulega tengingu við alla í tökuliðinu. Ég leik líka nær eingöngu í hasarmyndum og þessi mynd er svoleiðis. Ég fíla það,“ bætti Vinnie við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×