Körfubolti

Kóngarnir fyrstir til að fella Chicago á útivelli | Myndbönd

Tómas Þór Þórðarson skrifar
DeMarcus Cousins héldu engin bönd í nótt.
DeMarcus Cousins héldu engin bönd í nótt. vísir/getty
Chicago Bulls tapaði fyrsta leiknum sínum á útivelli í nótt þegar liðið laut í gras gegn Sacramento Kings, 103-88, en Bulls vann fyrstu sex útileiki sína á leiktíðinni.

Chicago vann fyrsta leikhlutann með sjö stigum, 29-22, en Kóngarnir voru fljótir að svara; unnu annan leikhlutann 30-18 og höfðu betur í hálfleik, 52-47. Sacramento lét forystuna aldrei af henti og innbyrti sjöunda sigur tímabilsins.

DeMarcus Cousins heldur áfram að spila frábærleg fyrir Sacramento, en hann bauð upp á tröllatvennu í nótt og skoraði 22 stig og tók 14 fráköst. Rudy Gay spilaði einnig mjög vel og skoraði 17 stig og tók 7 fráköst.

Pau Gasol er enn frá vegna meiðsla hjá Chicago líkt og Derrick Rose, en Jimmy Butler var stigahæstur gestanna með 23 stig. Joakim Noah varð undir í baráttunni gegn Cousins og skoraði 10 stig og tók 11 fráköst.

Los Angeles Clippers átti svo ekki í miklum vandræðum með að vinna Miami Heat á útivelli í hinum leik næturinnar, en Los Angeles-liðið hafði betur, 110-93.

Chris Paul og Blake Griffin skoruðu báðir 26 stig fyrir gestina, en Griffin bætti við 7 fráköstum og Paul 12 stoðsendingum. Chris Bosh var lang atkvæðamestur í liði Miami með 28 stig og 7 fráköst, en Dwayne Wade spilaði ekki leikinn.

Úrslit næturinnar:

Miami Heat - Los Angeles Clippers 93-110

Sacramento Kings - Chicago Bulls 88-193

Staðan í deildinni.

Stórleikur Chris Paul: Hlustaðu á Crish Bosh í leiknum gegn Clippers:
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×