Keflvíkingar eru komnir upp í þriðja sæti Dominos-deildar karla í körfubolta eftir leiki kvöldsins í sjöundu umferðinni og það þrátt fyrir að Keflavíkurliðið hafi steinlegið með 23 stigum á Króknum í kvöld.
Keflvíkingar fóru laskaðir norður enda vantaði marga lykilmenn í liðið þar á meðal reynsluboltanna Damon Johnson og Gunnar Einarsson. Keflavíkurliðið átti fá svör við frísku liði Stólanna sem hefur slegið í gegn á endurkomuári sínu í úrvalsdeildina.
Keflvíkingar eru að sjálfsögðu enn með átta stig eins og fyrir leikinn en þar sem að fjögur lið eru nú jöfn með átta stig þá fer þetta að snúast um innbyrðisárangur milli þessara fjögurra liða.
Njarðvíkingar og Stjörnumenn unnu sína leiki í kvöld og komust upp að hlið Hauka (eiga leik inni á móti toppliði KR) og Keflvíkinga. Keflvíkingar njóta nú góðs af því að hafa unnið góða sigra á Stjörnunni og Njarðvík í vetur.
Keflavíkurliðið er því með bestan árangur úr innbyrðisleikjum liðanna fjögurra sem eru með átta stig í töflunni og fóru Keflvíkingar því úr fjórða sæti upp í það þriðja þrátt fyrir að fá skell fyrir norðan.
Staða liða fyrir leikinn:
1. KR 6 6 0 587-484 12
2. Tindastóll 6 5 1 560-506 10
3. Haukar 6 4 2 559-507 8
4. Keflavík 6 4 2 468-465 8
5. Stjarnan 6 3 3 527-506 6
6. Snæfell 6 3 3 524-522 6
7. Njarðvík 6 3 3 504-493 6
8. Þór Þ. 6 3 3 551-548 6
9. Grindavík 6 2 4 498-563 4
10. ÍR 6 1 5 487-522 2
11. Fjölnir 6 1 5 495-570 2
12. Skallagrímur 6 1 5 495-569 2
Staða liða eftir leikinn:
1. KR 6 6 0 587-484 12
2. Tindastóll 7 6 1 657-580 12
3. Keflavík 7 4 3 542-562 8
4. Stjarnan 7 4 3 620-582 8
5. Haukar 6 4 2 559-507 8
6. Njarðvík 7 4 3 602-576 8
7. Snæfell 7 3 4 607-620 6
8. Þór Þ. 6 3 3 551-548 6
9. ÍR 7 2 5 577-607 4
10. Grindavík 7 2 5 583-653 4
11. Fjölnir 7 1 6 571-663 2
12. Skallagrímur 6 1 5 495-569 2
Keflvíkingar töpuðu með 23 stigum en hækkuðu sig samt um eitt sæti

Tengdar fréttir

Stólarnir unnu Keflvíkinga með 23 stigum á Króknum
Tindastóll komst upp að hlið KR-inga á toppi Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld þegar liðið vann 23 stiga sigur á Keflavík á Króknum í kvöld, 97-74.

Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Grindavík 90-85 | ÍR-ingar risu upp frá dauðum
ÍR-ingar unnu hreint magnaðan sigur á Grindavík, 90-85, í ótrúlegum leik í Seljaskóla. Heimamenn voru heilum 18 stigum undir fyrir loka leikhlutann en náðu á einhvern ótrúlegan hátt að vinna leikinn.

Þessir skoruðu stigin í körfuboltaleikjum kvöldsins
Njarðvík, Tindastóll, Stjarnan og ÍR unnu öll leiki sína í sjöundu umferð Dominos-deildar karla í kvöld en ÍR-ingar snéru nánast töpuðum leik í sigur með magnaðri frammistöðu í lokaleikhlutanum.

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Snæfell 98-83 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Snæfells
Njarðvík og Snæfell hafa sætaskipti eftir sigur Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni.