Norðurkóresk stjórnvöld segjast ekki hafa átt þátt í innbroti á tölvuþjóna Sony nýverið en að innbrotið gæti hafa verið réttmætt aðgerð stuðningsmanna Norður-Kóreu. Innbrotið átti sér stað í lok nóvembermánaðar og leiddi til leka á tugi þúsunda viðkvæmra skjala á netið. New York Times fjallar um málið.
Rannsókn á innbrotinu beinist meðal annars að Norður-Kóreu án þess að aðrir hafi verið útilokaðir, samkvæmt Reuters. Kóði sem fannst á tölvukerfum Sony eftir árásina er sagður svipa til kóða sem notaður var í árásum á suðurkóreska aðila á síðasta ári.
Mótmæli norðurkóreskra stjórnvalda við kvikmyndinni The Interview hafa einnig verið tengd við árásina en stjórnvöld þar í Pyongyang hafa harðlega gagnrýnt framleiðslu og fyrirhugaða sýningu hennar. Söguþráður myndarinnar snýst um tilraun Bandaríkjamanna til að drepa Kim Jong-Un.
Hafna aðild að árásinni á Sony
Aðalsteinn Kjartansson skrifar
