Þorvaldur Örlygsson knattspyrnuþjálfari hefur verið ráðinn þjálfari U-19 ára landsliðs Íslands í fótbolta til tveggja ára.
Þorvaldur er margreyndur landsliðsmaður og atvinnumaður í fótbolta en hann lék með KA og Fram á Íslandi og Nottingham Forest, Stoke City og Oldham Athletic á Englandi.
Þorvaldur þjálfaði HK í Kópavogi í sumar en hann hefur að auki þjálfað Fram, KA, Fjarðarbyggð og ÍA. Hann gat sér að auki gott orð sem sérfræðingu í Pepsí-mörkunum á Stöð 2 Sport í sumar.
Þorvaldur tekur við starfinu af Kristin Rúnari Jónssyni nýráðnum þjálfara Fram.
