UEFA komið með upp í kok af hneykslismálum FIFA Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. desember 2014 09:45 Vísir/Getty Gianni Infantino, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, segir að þar á bæ hafi menn fengið nóg af allri þeirri neikvæðu umræðu sem verið hefur í tengslum við Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA. Infantino sagði að málefni FIFA hafi verið stuttlega rætt á fundi framkvæmdarstjórnar sambandsins á dögunum. „En við skulum ekki gleyma því að þetta er UEFA og við verðum að einbeita okkur að málefnum UEFA,“ sagði Infantino. „Við verðum að sjá til þess að sambandið okkar sé rekið eins fagmannlega og lýðræðislega og kostur er á,“ sagði hann enn fremur. „En hér hafa allir þá tilfinningu ... að þeir hafi fengið upp í kok eftir allar þessar fréttir,“ sagði hann. „Við verðum að einbeita okkur að fótboltanum og það er það sem við erum að gera. En um leið verðum við að sjá til þess að afstaða Evrópu í þessum málum sé skýr og að allir séu sammála um hana.“ Undanfarin fjögur ár hefur mikið verið fjallað um ákvörðun FIFA að halda HM 2018 í Rússlandi og svo í Katar árið 2022. Meðlimir framkvæmdastjórarninnar hafa verið sakaðir um mútuþægni sem og margir hátt settir aðilar innan sambandsins. Nýleg skýrsla sem unnin var af siðanefnd FIFA sýndi að ýmislegt misjafnt átti sér stað í umsóknarferlinu fyrir keppnirnar tvær en engu að síður þótti ekki ástæða til að kjósa aftur. FIFA hefur aðeins birt útdrátt úr skýrslunni. „Það virðist alltaf vera eitthvað nýtt á hverjum degi,“ sagði Infantino. „Það væri vissulega betra að fá þessi mál endanlega á hreint, eins og forseti UEFA [Michel Platini] hefur sagt.“ FIFA Fótbolti Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Sjá meira
Gianni Infantino, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, segir að þar á bæ hafi menn fengið nóg af allri þeirri neikvæðu umræðu sem verið hefur í tengslum við Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA. Infantino sagði að málefni FIFA hafi verið stuttlega rætt á fundi framkvæmdarstjórnar sambandsins á dögunum. „En við skulum ekki gleyma því að þetta er UEFA og við verðum að einbeita okkur að málefnum UEFA,“ sagði Infantino. „Við verðum að sjá til þess að sambandið okkar sé rekið eins fagmannlega og lýðræðislega og kostur er á,“ sagði hann enn fremur. „En hér hafa allir þá tilfinningu ... að þeir hafi fengið upp í kok eftir allar þessar fréttir,“ sagði hann. „Við verðum að einbeita okkur að fótboltanum og það er það sem við erum að gera. En um leið verðum við að sjá til þess að afstaða Evrópu í þessum málum sé skýr og að allir séu sammála um hana.“ Undanfarin fjögur ár hefur mikið verið fjallað um ákvörðun FIFA að halda HM 2018 í Rússlandi og svo í Katar árið 2022. Meðlimir framkvæmdastjórarninnar hafa verið sakaðir um mútuþægni sem og margir hátt settir aðilar innan sambandsins. Nýleg skýrsla sem unnin var af siðanefnd FIFA sýndi að ýmislegt misjafnt átti sér stað í umsóknarferlinu fyrir keppnirnar tvær en engu að síður þótti ekki ástæða til að kjósa aftur. FIFA hefur aðeins birt útdrátt úr skýrslunni. „Það virðist alltaf vera eitthvað nýtt á hverjum degi,“ sagði Infantino. „Það væri vissulega betra að fá þessi mál endanlega á hreint, eins og forseti UEFA [Michel Platini] hefur sagt.“
FIFA Fótbolti Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Sjá meira