Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Snæfell | Toppsætið í eigu Snæfellinga Árni Jóhannsson í TM-höllinni skrifar 3. desember 2014 18:30 Snæfellingar unnu toppslaginn á móti Keflavík í Keflavík fyrr í kvöld. Leikurinn var í járnum allan tímann en Keflavík hafði forystu fyrstu þrjá leikhlutanna en stelpurnar úr Stykkishólmi voru sterkari aðilinn í seinasta leikhlutanum og náðu sterkum sigri á útivelli. Lokatölur 71-76 og Snæfellingar einar á toppi deildarinnar. Keflvíkingar byrjuðu leik liðanna betur í kvöld og komust í 8-0 áður en Snæfellingar náðu að komast á blað. Snæfell náði þá 0-7 sprett og þar með náðu þær að minnka muninn úr átta stigum í eitt. Liðin skiptust þá á að skora en það leið langur tími milli karfa en nýting liðanna var ansi döpur í fyrri hálfleik öllum, varnarleikurinn var hinsvegar í fínu lagi. Keflvíkingar náðu að halda gestunum einu til þremur stigum fyrir aftan sig en Snæfellingar leiddu þó þegar fyrsta fjórðung þar sem þær skoruðu körfu rétt áður en flautan gall. Það var sama sagan í öðrum leikhluta, það er að segja vörnin var í fyrirrúmi og Keflvíkingar náðu að halda Snæfellingum fyrir aftan sig á meðan liðin skiptust á að skora körfur. Keflvíkingar náðu mest fimm stigum í forskot en Snæfellingar náðu einu sinni forskotinu í öðrum fjórðung. Þegar annar leikhluti leið voru Keflvíkingar með þriggja stiga forystu, 33-30 og allt í járnum fyrir seinni hálfleik. Seinni hálfleikur þróaðist á svipaðann máta og sá fyrri þar sem liðin voru að hitta illa en að spila fína vörn á köflum. Keflvíkingar höfðu þó undirtökin og náðu að komast mest í níu stiga forskot þegar skammt var eftir af þriðja fjórðung. Gestirnir náðu þó að laga forskotið aðeins með því að skora flautukörfu þegar leikhlutanum lauk og staða 50-44 fyrir lokaátökin. Snæfellingar voru síðan sterkari aðilinn í lokafjórðungnum en þær voru búnar að éta upp sex stiga forskot heimamanna þegar þrjár mínútur voru liðnar af fjórða leikhluta og komnar yfir skömmu seinna. Þær bættu jafnt og þétt við forskotið og voru komnar sjö sigum yfir þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Þær spiluðu skynsaman körfubolta það sem lifði af leiknum og Keflvíkingar komust ekki nær þeim en fimm stigum. Lokatölur urðu 71-76 Snæfellingum í vil og þær því einar á toppi Dominos-deildarinnar með 20 stig. Keflvíkingar þurfa samt ekki að örvænta því þær eru í öðru sæti með 18 stig en þurfa jafnvel að vera ákveðnari í lok leikja til að loka þeim. Stigahæstar voru þær Carmen Tyson-Thomas, Keflavík með 19 stig og Kristen McCarthy hjá gestunum með 32 stig.Sara Rún Hinriksdóttir: Spiluðum ekki nógu vel til að vera yfir „Mér fannst við ekki tapa þessu á varnarleiknum allavega, við áttum fína spretti þar“, sagði Sara Rún Hinriksdóttir þegar blaðamaður spurði hvar leikurinn hefði tapast í kvöld. Hún hélt áfram: „Þetta var kannski eitthvað í hausnum á okkur sem var ekki á réttum stað í lok leiks. Við vorum yfir en áttuðum okkur kannski ekki á því af því að við spiluðum ekki nógu vel til að vera yfir.“ „Það er svekkjandi að hafa tapað þessum leik þar sem við vorum á heimavelli og ættum að geta spilað það vel að ná sigri á heimavelli. Við spilum oft vel á heimavelli og áttum að gera það í kvöld og vinna þennan leik“, sagði Sara að lokum.Hildur Sigurðardóttir: Við ætlum náttúrulega að halda toppsætinu leiðtogi Snæfellinga var spurð að því hvað hafi breyst fyrir seinasta leikhlutann og skilað sigri í hús: „Við þjöppuðum okkur betur saman og verið ákveðnari í okkar aðgerðum og hitta aðeins betur, ég var til dæmis ekkert að hitta í fyrri hálfleik. Þetta fór að detta í seinni hálfleik og við misstum þær aldrei of langt frá okkur og þetta var í rauninni mjög jafn leikur allan tímann.“ Skotnýting beggja liða var ekki til fyrirmyndar og var Hildur spurð að því hvort hún hefði skýringu á því: „Þetta var nú ekki stress þó að þetta hafi verið toppslagur, það er nóg eftir af deildinni. Við höfum ekki hitað nógu vel upp því þetta batnaði í seinni hálfleik. Fyrstu mínúturnar í leiknum eru liðin náttúrulega að reyna að finna sig í leiknum.“ Hildur var spurð út í framhaldið í deildinni en Snæfellingar eiga einir toppsætið í deildinni eftir kvöldið: „Við ætlum náttúrulega að halda toppsætinu, það eru held ég þrír leikir fram að jólum og við verðum að vinna þá til að vera á toppnum yfir jólin sem væri virkilega skemmtilegt. Ég veit samt að þetta verður hörku barátta og Keflvíkingar gefa ekkert eftir og bæði þessi lið verða í baráttunni um hverjir enda á toppnum.“4. leikhluti | 71-76: Leik lokið!! Keflvíkingar brutu á Snæfellingum til að lengja leikinn en gestirnir voru sterkir á vítalínunni og sigldu sigrinum í höfn.4. leikhluti | 65-71: Leikhlé tekið þegar 54 sek lifa af leiknum.4. leikhluti | 65-71: Mínúta eftir og Snæfellingar virðast ætla að halda þetta út. Þær ná allavega að skora körfur til að halda Keflvíkingum fyrir aftan sig.4. leikhluti | 62-67: Sandra Lind Þrastardóttir er að hitta vel af vítalínunni og halda Keflavík inn í leiknum. 1:40 eftir.4. leikhluti | 60-67: Snæfellingar komust í 9 stiga forskot en Keflvíkingar draga það aftur niður í sjö stig með tveimur vítaskotum, vinna síðan boltann en ná ekki að nýta það. 2:20 eftir.4. leikhluti | 58-65: Varnarleikur gestanna er orðinn mjög ákafur, Keflvíkingar rata ekki að körfunni þessa stundina. Snæfellingar eru komnar í sjö stiga forskot, ristaþristur sem var að detta þegar 3:25 eru eftir.4. leikhluti | 56-62: Snæfellskonur bæta við forskotið og heimamenn sjá sig neyddar til að taka leikhlé þegar 4:47 eru til leiksloka.4. leikhluti | 56-60: Aftur tapa Keflvíkingar boltanum og Snæfellingar ná sér í tvö vítaskot sem fara bæði ofan í. Snæfellingar eru búnar að ná sinni stærstu forystu hingað til. 5:15 eftir.4. leikhluti | 56-56: Keflvíkingar töpuðu boltanum og Snæfellingar komust yfir en Keflvíkingar jöfnuðu með því að setja niður tvö vítaskot. 6:15 eftir.4. leikhluti | 54-54: Leikurinn er orðinn jafn Hildur Sigurðard. náði sóknarfrákasti og lagði boltann í körfuna. 6:55 eftir.4. leikhluti | 54-52: Keflvíkingar taka leikhlé þegar 7:11 eru eftir, það er spenna í þessum leik enda munurinn ekki nema tvö stig. Bæði lið munu væntanlega selja sig dýrt á lokamínútunum.4. leikhluti | 52-50: Bæði lið hafa skipst á körfum en Snæfellingar hafa náð að minnka muninn niður í tvö stig. 8:12 eftir.4. leikhluti | 50-46: Lokafjórðungurinn er hafinn og Snæfellingar byrja á því að komast á línuna. Bæði vítaskot Kristen McCarthy rata ofan í og munurinn er minnkaður niður í fjögur stig. 9:48 eftir.3. leikhluti | 50-44: Þriðja leikhluta er lokið, heimamenn hafa undirtökin en Snæfellingar náðu að laga stöðuna úr níu stiga forskoti niður í sex með þriggja stiga körfu þegar lokaflautið gall. Sex stiga forskot heimakvenna og það er spenna í þessum leik.3. leikhluti | 48-41: Keflavík verið betri undanfarin andartök og náðu mest 9 stiga forskoti en það var snöggt minnkað niður í sjö og það eru 50 sek eftir.3. leikhluti | 46-39: Keflvíkingar komust á 7-0 sprett áður en Snæfellskonur tóku við sér og skoruðu þrjú stig í röð, tvö utan af velli og eitt af vítalínunni. Keflvíkingar svöruðu því með körfu á móti. 1:48 eftir.3. leikhluti | 42-36: Leikhlé tekið þegar 3:40 eru eftir, Keflvíkingar náðu að bæta við tveimur stigum og leiða með sex stigum.3. leikhluti | 40-36: Gott spil heimamanna skilar þeim körfu og vítaskoti að auki sem er nýtt. Fjögurra stiga forskot þegar 4:17 eru eftir af þriðja fjórðung.3. leikhluti | 37-36: Ansi mikið um mistök á báða bóga þessa stundina. Keflvíkingar eru með eitt stig í forskot. 5 mín. eftir.3. leikhluti | 35-35: Keflvíkingar ná loksins körfu þegar tæpar þrjár mínútur eru liðnar en Snæfellingar svara um leið með þriggja stiga körfu og jafna metin. 6:45 eftir.3. leikhluti | 33-32: Snæfellingar fyrri á blað í seinni hálfleik en skot beggja liða vilja bara ekki ofan í körfuna. 7:54 eftir.3. leikhluti | 33-30: Seinni hálfleikur er hafinn. Keflvíkingar byrjuðu en hvorugt lið hefur náð að skora. 9:12 eftir.2. leikhluti | 33-30: Það er kominn hálfleikur í Keflavík og heimakonur hafa þrjú stig í forskot. Bæði lið hljóta að vera óánægð með sóknarleik sinn en stigaskorið er ekki mikið eftir 20 mínútur af körfubolta. Varnarleikur liðanna er hinsvegar í fínu lagi.2. leikhluti | 31-28: Liðin skiptast á körfum og 45 sek. eftir.2. leikhluti | 29-26: Keflvíkingar skora fjögur stig í röð og ná þar með þriggja stiga forskoti þegar 1:57 eru til hálfleiks.2. leikhluti | 25-26: Snæfellingar taka forskotið með því að nýta bæði vítin sem þær áttu inni. 3:20 eftir.2. leikhluti | 25-24: Snæfellingar koma beittari úr leikhléinu og minnka muninn í eitt stig og stela síðan boltanum um leið og ná sér í villu. Siggi Ingimundar fljótur að taka leikhlé. 3:28 eftir.2. leikhluti | 25-20: Snæfell tekur leikhlé þegar 4:41 eru eftir en Keflvíkingar eru komnir með fimm stiga forskot. Nýting liðanna er enn ekki nógu góð.2. leikhluti | 23-20: Loksins karfa utan af velli frá Snæfell, Hildur Sigurðardóttir setti niður þrist eftir rúmar fjórar mínútur en Thomas svaraði í sömu mynt áður en Birna Valgarðs bætti við öðrum. 5:32 eftir.2. leikhluti | 17-17: Varnarleikur hefur verið í fyrirrúmi hjá liðunum undanfarin andartök, varin skot og stolnir boltar. Keflvíkingar hafa þó náð að jafna metin. 7:43 eftir.2. leikhluti | 15-17: Annar fjórðungur byrjaður. Keflvíkingar áttu fyrstu sókn sem geigaði þannig að Snæfellingar brunuðu upp náðu sér í villu en nýttu bara eitt víti. 9:43 eftir.1. leikhluti | 15-16: Fyrsta fjórðung er lokið. Bæði lið hafa spilað fínan varnarleik en sóknarleikurinn lætur á sér standa eins og sést á skotnýtingu liðanna. Snæfellingar náðu forskotinu með því að skora körfu rétt áður en klukkan gall, heimamenn höfðu haft undirtökin fram að því.1. leikhluti | 15-13: Góð vörn og spilamennska í sókn skilar Keflvíkingum auðveldum körfum en Snæfellingar ná að svara að bragði með góðri vörn og svo spili í sókninni. Munurinn helst tvö stig fyrir heimamenn. 1:37 eftir.1. leikhluti | 11-9: Birna Valgarðs. svaraði sprettinum með þriggja stiga körfu en Snæfellingar fljótir að svar því. Tveggja stiga forskot heimamanna. 4:00 eftir.1. leikhluti | 8-7: Nú eru það Snæfellskonur sem eru á spretti og hafa minnkað muninn í eitt stig. 4:24 eftir.1. leikhluti | 8-5: Skotnýting liðanna er við frostmark í byrjun. Leikhlé tekið af Keflvíkingum þegar 5:01 eru eftir af fjórðungnum.1. leikhluti | 8-3: Keflvíkingar náðu 8-0 spretti áður en gestirnir komust á blað og þá dugði ekkert minna en þristur til. 6:35 eftir.1. leikhluti | 5-0: Jæja við erum komin af stað aftur, vonum að þetta haldi út leikinn. 7:23 eftir.1. leikhluti | 5-0: Starfsmaður af ritaraborðinu er kominn upp í stillans til að skrúfa klukkuna í sundur og sjá hvort draslið vilji ekki fara í gang. Þetta gæti tekið smá tíma hérna en við erum pollslakir hérna í Keflavík.1. leikhluti | 5-0: Dómaraleikhlé tekið útaf því að skotklukkan fyrir ofan aðra klukkuna er í ólagi. Skotin hjá báðum liðum vilja ekki ofan í en þau eru samt tregari hjá gestunum. 7:23 eftir.1. leikhluti | 3-0: Keflvíkingar skora fyrstu stigin í leiknum 2 utan af velli og eitt af vítalínunni. 8:50 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er hafinn og það eru gestirnir sem fá fyrstu sókn. 9:58 eftir.Fyrir leik: Tölfræðidrottningar liðanna eru erlendu leikmennirnir í liðunum. Carmen Tyson-Thomas leiðir Keflvíkinga bæði í stigaskori, 25,3 stig að meðaltali og fráköstum, 12,4 fráköst að meðaltali. Ingunn Embla Kristínardóttir sendir þá flesta stoðsendingar fyrir Keflavík eða 2,8 stoðsendingar að meðaltali. Kristen Denise McCarthy skorar flest stig að meðaltali fyrir Snæfellinga eða 24,1 stig og hirðir flestu fráköstin eða 12,6 fráköst. Reynsluboltinn Hildur Sigurðardóttir sendir flestar stoðsendingar fyrir Snæfellinga eða 5,3 stoðsendingar að meðaltali í leik.Fyrir leik: Liðin eru á svipuðum slóðum og þau enduðu á í töflunni á seinasta tímabili. Snæfellingar urðu deildarmeistarar á meðan Keflvíkingar enduðu í þriðja sæti deildarinnar. Það má fastlega búast við því að bæði liðin sigli inn í úrslitakeppnina í lok leiktíðar en það er náttúrulega fullsnemmt að vera að spá í því núna á aðventunni.Fyrir leik: Þetta er sannkallaður toppslagur en liðin eru í fyrsta og öðru sæti deildarinnar, bæði með 18 stig en það þýðir að hvort lið um sig hefur einungis tapað einum leik af fyrstu 10. Því ætlumst við til þess að hér fari fram hörkuleikur.Fyrir leik: Velkomin til leiks hér á Vísi en hér munum við fylgjast með leik Keflavíkur og Snæfells í toppslag Domino's-deildar kvenna. Dominos-deild kvenna Mest lesið Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Enski boltinn „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Sjá meira
Snæfellingar unnu toppslaginn á móti Keflavík í Keflavík fyrr í kvöld. Leikurinn var í járnum allan tímann en Keflavík hafði forystu fyrstu þrjá leikhlutanna en stelpurnar úr Stykkishólmi voru sterkari aðilinn í seinasta leikhlutanum og náðu sterkum sigri á útivelli. Lokatölur 71-76 og Snæfellingar einar á toppi deildarinnar. Keflvíkingar byrjuðu leik liðanna betur í kvöld og komust í 8-0 áður en Snæfellingar náðu að komast á blað. Snæfell náði þá 0-7 sprett og þar með náðu þær að minnka muninn úr átta stigum í eitt. Liðin skiptust þá á að skora en það leið langur tími milli karfa en nýting liðanna var ansi döpur í fyrri hálfleik öllum, varnarleikurinn var hinsvegar í fínu lagi. Keflvíkingar náðu að halda gestunum einu til þremur stigum fyrir aftan sig en Snæfellingar leiddu þó þegar fyrsta fjórðung þar sem þær skoruðu körfu rétt áður en flautan gall. Það var sama sagan í öðrum leikhluta, það er að segja vörnin var í fyrirrúmi og Keflvíkingar náðu að halda Snæfellingum fyrir aftan sig á meðan liðin skiptust á að skora körfur. Keflvíkingar náðu mest fimm stigum í forskot en Snæfellingar náðu einu sinni forskotinu í öðrum fjórðung. Þegar annar leikhluti leið voru Keflvíkingar með þriggja stiga forystu, 33-30 og allt í járnum fyrir seinni hálfleik. Seinni hálfleikur þróaðist á svipaðann máta og sá fyrri þar sem liðin voru að hitta illa en að spila fína vörn á köflum. Keflvíkingar höfðu þó undirtökin og náðu að komast mest í níu stiga forskot þegar skammt var eftir af þriðja fjórðung. Gestirnir náðu þó að laga forskotið aðeins með því að skora flautukörfu þegar leikhlutanum lauk og staða 50-44 fyrir lokaátökin. Snæfellingar voru síðan sterkari aðilinn í lokafjórðungnum en þær voru búnar að éta upp sex stiga forskot heimamanna þegar þrjár mínútur voru liðnar af fjórða leikhluta og komnar yfir skömmu seinna. Þær bættu jafnt og þétt við forskotið og voru komnar sjö sigum yfir þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Þær spiluðu skynsaman körfubolta það sem lifði af leiknum og Keflvíkingar komust ekki nær þeim en fimm stigum. Lokatölur urðu 71-76 Snæfellingum í vil og þær því einar á toppi Dominos-deildarinnar með 20 stig. Keflvíkingar þurfa samt ekki að örvænta því þær eru í öðru sæti með 18 stig en þurfa jafnvel að vera ákveðnari í lok leikja til að loka þeim. Stigahæstar voru þær Carmen Tyson-Thomas, Keflavík með 19 stig og Kristen McCarthy hjá gestunum með 32 stig.Sara Rún Hinriksdóttir: Spiluðum ekki nógu vel til að vera yfir „Mér fannst við ekki tapa þessu á varnarleiknum allavega, við áttum fína spretti þar“, sagði Sara Rún Hinriksdóttir þegar blaðamaður spurði hvar leikurinn hefði tapast í kvöld. Hún hélt áfram: „Þetta var kannski eitthvað í hausnum á okkur sem var ekki á réttum stað í lok leiks. Við vorum yfir en áttuðum okkur kannski ekki á því af því að við spiluðum ekki nógu vel til að vera yfir.“ „Það er svekkjandi að hafa tapað þessum leik þar sem við vorum á heimavelli og ættum að geta spilað það vel að ná sigri á heimavelli. Við spilum oft vel á heimavelli og áttum að gera það í kvöld og vinna þennan leik“, sagði Sara að lokum.Hildur Sigurðardóttir: Við ætlum náttúrulega að halda toppsætinu leiðtogi Snæfellinga var spurð að því hvað hafi breyst fyrir seinasta leikhlutann og skilað sigri í hús: „Við þjöppuðum okkur betur saman og verið ákveðnari í okkar aðgerðum og hitta aðeins betur, ég var til dæmis ekkert að hitta í fyrri hálfleik. Þetta fór að detta í seinni hálfleik og við misstum þær aldrei of langt frá okkur og þetta var í rauninni mjög jafn leikur allan tímann.“ Skotnýting beggja liða var ekki til fyrirmyndar og var Hildur spurð að því hvort hún hefði skýringu á því: „Þetta var nú ekki stress þó að þetta hafi verið toppslagur, það er nóg eftir af deildinni. Við höfum ekki hitað nógu vel upp því þetta batnaði í seinni hálfleik. Fyrstu mínúturnar í leiknum eru liðin náttúrulega að reyna að finna sig í leiknum.“ Hildur var spurð út í framhaldið í deildinni en Snæfellingar eiga einir toppsætið í deildinni eftir kvöldið: „Við ætlum náttúrulega að halda toppsætinu, það eru held ég þrír leikir fram að jólum og við verðum að vinna þá til að vera á toppnum yfir jólin sem væri virkilega skemmtilegt. Ég veit samt að þetta verður hörku barátta og Keflvíkingar gefa ekkert eftir og bæði þessi lið verða í baráttunni um hverjir enda á toppnum.“4. leikhluti | 71-76: Leik lokið!! Keflvíkingar brutu á Snæfellingum til að lengja leikinn en gestirnir voru sterkir á vítalínunni og sigldu sigrinum í höfn.4. leikhluti | 65-71: Leikhlé tekið þegar 54 sek lifa af leiknum.4. leikhluti | 65-71: Mínúta eftir og Snæfellingar virðast ætla að halda þetta út. Þær ná allavega að skora körfur til að halda Keflvíkingum fyrir aftan sig.4. leikhluti | 62-67: Sandra Lind Þrastardóttir er að hitta vel af vítalínunni og halda Keflavík inn í leiknum. 1:40 eftir.4. leikhluti | 60-67: Snæfellingar komust í 9 stiga forskot en Keflvíkingar draga það aftur niður í sjö stig með tveimur vítaskotum, vinna síðan boltann en ná ekki að nýta það. 2:20 eftir.4. leikhluti | 58-65: Varnarleikur gestanna er orðinn mjög ákafur, Keflvíkingar rata ekki að körfunni þessa stundina. Snæfellingar eru komnar í sjö stiga forskot, ristaþristur sem var að detta þegar 3:25 eru eftir.4. leikhluti | 56-62: Snæfellskonur bæta við forskotið og heimamenn sjá sig neyddar til að taka leikhlé þegar 4:47 eru til leiksloka.4. leikhluti | 56-60: Aftur tapa Keflvíkingar boltanum og Snæfellingar ná sér í tvö vítaskot sem fara bæði ofan í. Snæfellingar eru búnar að ná sinni stærstu forystu hingað til. 5:15 eftir.4. leikhluti | 56-56: Keflvíkingar töpuðu boltanum og Snæfellingar komust yfir en Keflvíkingar jöfnuðu með því að setja niður tvö vítaskot. 6:15 eftir.4. leikhluti | 54-54: Leikurinn er orðinn jafn Hildur Sigurðard. náði sóknarfrákasti og lagði boltann í körfuna. 6:55 eftir.4. leikhluti | 54-52: Keflvíkingar taka leikhlé þegar 7:11 eru eftir, það er spenna í þessum leik enda munurinn ekki nema tvö stig. Bæði lið munu væntanlega selja sig dýrt á lokamínútunum.4. leikhluti | 52-50: Bæði lið hafa skipst á körfum en Snæfellingar hafa náð að minnka muninn niður í tvö stig. 8:12 eftir.4. leikhluti | 50-46: Lokafjórðungurinn er hafinn og Snæfellingar byrja á því að komast á línuna. Bæði vítaskot Kristen McCarthy rata ofan í og munurinn er minnkaður niður í fjögur stig. 9:48 eftir.3. leikhluti | 50-44: Þriðja leikhluta er lokið, heimamenn hafa undirtökin en Snæfellingar náðu að laga stöðuna úr níu stiga forskoti niður í sex með þriggja stiga körfu þegar lokaflautið gall. Sex stiga forskot heimakvenna og það er spenna í þessum leik.3. leikhluti | 48-41: Keflavík verið betri undanfarin andartök og náðu mest 9 stiga forskoti en það var snöggt minnkað niður í sjö og það eru 50 sek eftir.3. leikhluti | 46-39: Keflvíkingar komust á 7-0 sprett áður en Snæfellskonur tóku við sér og skoruðu þrjú stig í röð, tvö utan af velli og eitt af vítalínunni. Keflvíkingar svöruðu því með körfu á móti. 1:48 eftir.3. leikhluti | 42-36: Leikhlé tekið þegar 3:40 eru eftir, Keflvíkingar náðu að bæta við tveimur stigum og leiða með sex stigum.3. leikhluti | 40-36: Gott spil heimamanna skilar þeim körfu og vítaskoti að auki sem er nýtt. Fjögurra stiga forskot þegar 4:17 eru eftir af þriðja fjórðung.3. leikhluti | 37-36: Ansi mikið um mistök á báða bóga þessa stundina. Keflvíkingar eru með eitt stig í forskot. 5 mín. eftir.3. leikhluti | 35-35: Keflvíkingar ná loksins körfu þegar tæpar þrjár mínútur eru liðnar en Snæfellingar svara um leið með þriggja stiga körfu og jafna metin. 6:45 eftir.3. leikhluti | 33-32: Snæfellingar fyrri á blað í seinni hálfleik en skot beggja liða vilja bara ekki ofan í körfuna. 7:54 eftir.3. leikhluti | 33-30: Seinni hálfleikur er hafinn. Keflvíkingar byrjuðu en hvorugt lið hefur náð að skora. 9:12 eftir.2. leikhluti | 33-30: Það er kominn hálfleikur í Keflavík og heimakonur hafa þrjú stig í forskot. Bæði lið hljóta að vera óánægð með sóknarleik sinn en stigaskorið er ekki mikið eftir 20 mínútur af körfubolta. Varnarleikur liðanna er hinsvegar í fínu lagi.2. leikhluti | 31-28: Liðin skiptast á körfum og 45 sek. eftir.2. leikhluti | 29-26: Keflvíkingar skora fjögur stig í röð og ná þar með þriggja stiga forskoti þegar 1:57 eru til hálfleiks.2. leikhluti | 25-26: Snæfellingar taka forskotið með því að nýta bæði vítin sem þær áttu inni. 3:20 eftir.2. leikhluti | 25-24: Snæfellingar koma beittari úr leikhléinu og minnka muninn í eitt stig og stela síðan boltanum um leið og ná sér í villu. Siggi Ingimundar fljótur að taka leikhlé. 3:28 eftir.2. leikhluti | 25-20: Snæfell tekur leikhlé þegar 4:41 eru eftir en Keflvíkingar eru komnir með fimm stiga forskot. Nýting liðanna er enn ekki nógu góð.2. leikhluti | 23-20: Loksins karfa utan af velli frá Snæfell, Hildur Sigurðardóttir setti niður þrist eftir rúmar fjórar mínútur en Thomas svaraði í sömu mynt áður en Birna Valgarðs bætti við öðrum. 5:32 eftir.2. leikhluti | 17-17: Varnarleikur hefur verið í fyrirrúmi hjá liðunum undanfarin andartök, varin skot og stolnir boltar. Keflvíkingar hafa þó náð að jafna metin. 7:43 eftir.2. leikhluti | 15-17: Annar fjórðungur byrjaður. Keflvíkingar áttu fyrstu sókn sem geigaði þannig að Snæfellingar brunuðu upp náðu sér í villu en nýttu bara eitt víti. 9:43 eftir.1. leikhluti | 15-16: Fyrsta fjórðung er lokið. Bæði lið hafa spilað fínan varnarleik en sóknarleikurinn lætur á sér standa eins og sést á skotnýtingu liðanna. Snæfellingar náðu forskotinu með því að skora körfu rétt áður en klukkan gall, heimamenn höfðu haft undirtökin fram að því.1. leikhluti | 15-13: Góð vörn og spilamennska í sókn skilar Keflvíkingum auðveldum körfum en Snæfellingar ná að svara að bragði með góðri vörn og svo spili í sókninni. Munurinn helst tvö stig fyrir heimamenn. 1:37 eftir.1. leikhluti | 11-9: Birna Valgarðs. svaraði sprettinum með þriggja stiga körfu en Snæfellingar fljótir að svar því. Tveggja stiga forskot heimamanna. 4:00 eftir.1. leikhluti | 8-7: Nú eru það Snæfellskonur sem eru á spretti og hafa minnkað muninn í eitt stig. 4:24 eftir.1. leikhluti | 8-5: Skotnýting liðanna er við frostmark í byrjun. Leikhlé tekið af Keflvíkingum þegar 5:01 eru eftir af fjórðungnum.1. leikhluti | 8-3: Keflvíkingar náðu 8-0 spretti áður en gestirnir komust á blað og þá dugði ekkert minna en þristur til. 6:35 eftir.1. leikhluti | 5-0: Jæja við erum komin af stað aftur, vonum að þetta haldi út leikinn. 7:23 eftir.1. leikhluti | 5-0: Starfsmaður af ritaraborðinu er kominn upp í stillans til að skrúfa klukkuna í sundur og sjá hvort draslið vilji ekki fara í gang. Þetta gæti tekið smá tíma hérna en við erum pollslakir hérna í Keflavík.1. leikhluti | 5-0: Dómaraleikhlé tekið útaf því að skotklukkan fyrir ofan aðra klukkuna er í ólagi. Skotin hjá báðum liðum vilja ekki ofan í en þau eru samt tregari hjá gestunum. 7:23 eftir.1. leikhluti | 3-0: Keflvíkingar skora fyrstu stigin í leiknum 2 utan af velli og eitt af vítalínunni. 8:50 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er hafinn og það eru gestirnir sem fá fyrstu sókn. 9:58 eftir.Fyrir leik: Tölfræðidrottningar liðanna eru erlendu leikmennirnir í liðunum. Carmen Tyson-Thomas leiðir Keflvíkinga bæði í stigaskori, 25,3 stig að meðaltali og fráköstum, 12,4 fráköst að meðaltali. Ingunn Embla Kristínardóttir sendir þá flesta stoðsendingar fyrir Keflavík eða 2,8 stoðsendingar að meðaltali. Kristen Denise McCarthy skorar flest stig að meðaltali fyrir Snæfellinga eða 24,1 stig og hirðir flestu fráköstin eða 12,6 fráköst. Reynsluboltinn Hildur Sigurðardóttir sendir flestar stoðsendingar fyrir Snæfellinga eða 5,3 stoðsendingar að meðaltali í leik.Fyrir leik: Liðin eru á svipuðum slóðum og þau enduðu á í töflunni á seinasta tímabili. Snæfellingar urðu deildarmeistarar á meðan Keflvíkingar enduðu í þriðja sæti deildarinnar. Það má fastlega búast við því að bæði liðin sigli inn í úrslitakeppnina í lok leiktíðar en það er náttúrulega fullsnemmt að vera að spá í því núna á aðventunni.Fyrir leik: Þetta er sannkallaður toppslagur en liðin eru í fyrsta og öðru sæti deildarinnar, bæði með 18 stig en það þýðir að hvort lið um sig hefur einungis tapað einum leik af fyrstu 10. Því ætlumst við til þess að hér fari fram hörkuleikur.Fyrir leik: Velkomin til leiks hér á Vísi en hér munum við fylgjast með leik Keflavíkur og Snæfells í toppslag Domino's-deildar kvenna.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Enski boltinn „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Sjá meira