Handbolti

Afturelding marði sigur á 1. deildarliði Víkings

Davíð Svansson, markvörður Aftureldingar.
Davíð Svansson, markvörður Aftureldingar. vísir/stefán
Afturelding er komin í átta liða úrslit í bikarkeppni HSÍ, Coca Cola-bikarnum, eftir baráttuleik gegn 1. deildarliði Víkings í kvöld.

Afturelding er í öðru sæti Olís-deildarinnar en Víkingur er í öðru sæti 1. deildarinnar. Var ekki að sjá í kvöld að liðin væru í sitt hvorri deildinni.

Víkingar veittu Mosfellingum mikla keppni í kvöld. Jafnt var í hálfleik, 11-11, og þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum var Afturelding með eins marks forskot, 20-19.

Mosfellingar voru þó sterkari á lokasprettinum og tryggðu sér að lokum sigur, 27-26.

Úrslit:

Víkingur-Afturelding  26-27 (11-11)

Mörk Víkings: Jón Hjálmarsson 7, Arnar Theodórsson 7, Hjálmar Þór Arnarsson 5, Einar Gauti Ólafsson 3, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 3, Óttar Filip Pétursson 1.

Mörk Aftureldingar: Gunnar Malmquist Þórsson 6, Jóhann Gunnar Einarsson 6, Böðvar Páll Ásgeirsson 4, Elvar Ásgeirsson 3, Árni Bragi Eyjólfsson 3, Jóhann Jóhannsson 2, Birkir Benediktsson 2, Örn Ingi Bjarkason 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×