„Stefnum á að vera í þessum efri hluta“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 18. september 2024 20:40 Karen Tinna lætur vaða að marki en hún skoraði 11 mörk í kvöld. Vísir/Diego ÍR tóku á móti ÍBV í 3. umferð Olís deild kvenna í kvöld þar sem hart var barist og leikar enduðu jafnir 22-22. Karen Tinna Demian gerði sér lítið fyrir og skoraði helming marka ÍR-liðsins í kvöld. „.Bara fínt að klára fá stigið. Hefðum klárlega viljað fá tvö stig úr þessum leik. Fannst við alveg eiga það skilið. Erum pínu óheppnar þarna á kafla og missum þetta svolítið niður þegar við erum með ágætis forskot. Gott að fá stig, brjóta ísinn en hefðum samt viljað fá tvö,“ sagði Karen Tinna eftir leik. Það mátti sjá á liðsmönnum ÍR að svekkelsið var mikið að hafa ekki náð að landa sigri í kvöld. Þær horfðu á þetta sem tapað stig frekar en unnið. „.Alveg klárlega. Við ætluðum að svara fyrir síðasta leik og mér fannst við gera það alveg ágætlega með því að keyra aðeins upp hraðan meira en í síðasta leik en hefðum klárlega átt að taka tvö stig úr þessu. Það eru bara væntingarnar og kröfurnar sem við setjum á okkur sjálfar.“ Karen Tinna á ferðinni í kvöld.Vísir/Diego ÍR liðið er komið á blað í Olís deildinni og er það virkilega góð tilfinning. „Það er bara mjög góð tilfinning. Það er bara að sýna að við séum að stefna í rétta átt og það er bara upp á við núna héðan í frá. Það er búið að brjóta ísinn og það er bara gott að fá stig úr þessum leik.“ ÍR átti flotta kafla í upphafi beggja hálfleika en síðan dró aðeins af þeim þegar líða tók á. „Ég held að það séu bara svona lítil atriði. Fáum einhverjar tvær mínútur og dettum þá aðeins niður. Það hægist á okkur og þær fara að klippa út annan kantinn hjá okkur og það tekur smá af okkur bara tempóið og hraðan í spilinu okkar. Tekur okkur aðeins útaf laginu og það er klárlega bara eitthvað sem við þurfum að fara skoða betur.“ Karen Tinna skoraði, skoraði og skoraði í kvöld.Vísir/Diego Liðin fara núna í smá landsliðs pásu og ÍR eru bjartsýnar á framhaldið. „Eigum Selfoss beint í fyrsta leik eftir landsliðs pásu. Það verður bara hörku leikur sem að við ætlum klárlega að setja kröfu á að við tökum. Við stefnum á að vera í þessum efri hluta og við ætlum að gera þær kröfur á okkur að standast undir því.“ Handbolti Olís-deild kvenna ÍR Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
„.Bara fínt að klára fá stigið. Hefðum klárlega viljað fá tvö stig úr þessum leik. Fannst við alveg eiga það skilið. Erum pínu óheppnar þarna á kafla og missum þetta svolítið niður þegar við erum með ágætis forskot. Gott að fá stig, brjóta ísinn en hefðum samt viljað fá tvö,“ sagði Karen Tinna eftir leik. Það mátti sjá á liðsmönnum ÍR að svekkelsið var mikið að hafa ekki náð að landa sigri í kvöld. Þær horfðu á þetta sem tapað stig frekar en unnið. „.Alveg klárlega. Við ætluðum að svara fyrir síðasta leik og mér fannst við gera það alveg ágætlega með því að keyra aðeins upp hraðan meira en í síðasta leik en hefðum klárlega átt að taka tvö stig úr þessu. Það eru bara væntingarnar og kröfurnar sem við setjum á okkur sjálfar.“ Karen Tinna á ferðinni í kvöld.Vísir/Diego ÍR liðið er komið á blað í Olís deildinni og er það virkilega góð tilfinning. „Það er bara mjög góð tilfinning. Það er bara að sýna að við séum að stefna í rétta átt og það er bara upp á við núna héðan í frá. Það er búið að brjóta ísinn og það er bara gott að fá stig úr þessum leik.“ ÍR átti flotta kafla í upphafi beggja hálfleika en síðan dró aðeins af þeim þegar líða tók á. „Ég held að það séu bara svona lítil atriði. Fáum einhverjar tvær mínútur og dettum þá aðeins niður. Það hægist á okkur og þær fara að klippa út annan kantinn hjá okkur og það tekur smá af okkur bara tempóið og hraðan í spilinu okkar. Tekur okkur aðeins útaf laginu og það er klárlega bara eitthvað sem við þurfum að fara skoða betur.“ Karen Tinna skoraði, skoraði og skoraði í kvöld.Vísir/Diego Liðin fara núna í smá landsliðs pásu og ÍR eru bjartsýnar á framhaldið. „Eigum Selfoss beint í fyrsta leik eftir landsliðs pásu. Það verður bara hörku leikur sem að við ætlum klárlega að setja kröfu á að við tökum. Við stefnum á að vera í þessum efri hluta og við ætlum að gera þær kröfur á okkur að standast undir því.“
Handbolti Olís-deild kvenna ÍR Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira