Rodgers hafði betur gegn Brady Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. desember 2014 07:29 Rodgers og Brady, til hægri, eftir leikinn í nótt. Vísir/Getty Green Bay Packers hafði betur gegn New England Patriots, 26-21, í risaslag helgarinnar í NFL-deildinni. Þetta var í fyrsta sinn sem leikstjórnendurnir Aaron Rodgers og Tom Brady mætast sem byrjunarliðsmenn í sínum liðum en báðir eru taldir meðal bestu leikstjórnenda í sögu deildarinnar. Margir spá því að þessi tvö lið gætu mögulega mæst aftur í úrslitaleik deildarinnar, Super Bowl, í byrjun næsta árs en bæði hafa verið á mikilli siglingu að undanförnu. Rodgers og hans menn höfðu betur í kuldanum á heimavelli í nótt og lögðu grunninn að sigrinum með tveimur snertimörkum þeirra Richard Rodgers og Jordy Nelson. Leikurinn var þó spennandi allt til loka og fékk Brady tækifæri til að keyra lið sitt áfram til sigurs þegar skammt var til leiksloka. Sókn New England var þó stöðvuð þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir, Green Bay fékk boltann og þar við sat. Peyton Manning og hans menn í Denver Broncos unnu góðan sigur á Kansas City Chiefs, 29-16, í nótt og héldu þar með forystu sinni í hinum geysisterka vesturriðli AFC-deildarinnar. Þetta var annað tap Kansas City í röð en liðið réði ekkert við hlauparann CJ Anderson og sá aldrei til sólar í leiknum. Mestu munar um að enginn útherji í liði Kansas City hefur skorað snertimark á tímabilinu til þessa sem er lyginni líkust nú þegar þrettándu viku tímabilsins er að ljúka. Meðal annarra úrslita má nefna að Buffalo vann Cleveland, 26-10, þar sem nýliðinn Johnny Manziel var settur inn á sem leikstjórandi síðarnefnda liðsins undir lokin. Manziel er einn mest áberandi leikmaður deildarinnar þrátt fyrir að hafa nánast ekkert spilað í ár en óvíst er hvort að hann hafi ýtt byrjunarliðsmanninum Brian Hoyer úr liðinu fyrir næsta leik liðsins.Úrslit næturinnar: Baltimore - San Diego 33-34 Buffalo - Cleveland 26-10 Houston - Tennessee 45-21 Indianapolis - Washington 49-27 Jacksonville - NY Giants 25-24 Minnesota - Carolina 31-13 Pittsburgh - New Orleans 32-35 St. Louis Rams - Oakland 52-0 Tampa Bay - Cincinnati 13-14 Atlanta - Arizona 29-18 Green Bay - New England 26-21 Kansas City - Denver 16-29 NFL Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira
Green Bay Packers hafði betur gegn New England Patriots, 26-21, í risaslag helgarinnar í NFL-deildinni. Þetta var í fyrsta sinn sem leikstjórnendurnir Aaron Rodgers og Tom Brady mætast sem byrjunarliðsmenn í sínum liðum en báðir eru taldir meðal bestu leikstjórnenda í sögu deildarinnar. Margir spá því að þessi tvö lið gætu mögulega mæst aftur í úrslitaleik deildarinnar, Super Bowl, í byrjun næsta árs en bæði hafa verið á mikilli siglingu að undanförnu. Rodgers og hans menn höfðu betur í kuldanum á heimavelli í nótt og lögðu grunninn að sigrinum með tveimur snertimörkum þeirra Richard Rodgers og Jordy Nelson. Leikurinn var þó spennandi allt til loka og fékk Brady tækifæri til að keyra lið sitt áfram til sigurs þegar skammt var til leiksloka. Sókn New England var þó stöðvuð þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir, Green Bay fékk boltann og þar við sat. Peyton Manning og hans menn í Denver Broncos unnu góðan sigur á Kansas City Chiefs, 29-16, í nótt og héldu þar með forystu sinni í hinum geysisterka vesturriðli AFC-deildarinnar. Þetta var annað tap Kansas City í röð en liðið réði ekkert við hlauparann CJ Anderson og sá aldrei til sólar í leiknum. Mestu munar um að enginn útherji í liði Kansas City hefur skorað snertimark á tímabilinu til þessa sem er lyginni líkust nú þegar þrettándu viku tímabilsins er að ljúka. Meðal annarra úrslita má nefna að Buffalo vann Cleveland, 26-10, þar sem nýliðinn Johnny Manziel var settur inn á sem leikstjórandi síðarnefnda liðsins undir lokin. Manziel er einn mest áberandi leikmaður deildarinnar þrátt fyrir að hafa nánast ekkert spilað í ár en óvíst er hvort að hann hafi ýtt byrjunarliðsmanninum Brian Hoyer úr liðinu fyrir næsta leik liðsins.Úrslit næturinnar: Baltimore - San Diego 33-34 Buffalo - Cleveland 26-10 Houston - Tennessee 45-21 Indianapolis - Washington 49-27 Jacksonville - NY Giants 25-24 Minnesota - Carolina 31-13 Pittsburgh - New Orleans 32-35 St. Louis Rams - Oakland 52-0 Tampa Bay - Cincinnati 13-14 Atlanta - Arizona 29-18 Green Bay - New England 26-21 Kansas City - Denver 16-29
NFL Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira