Fram kemur á vef ESPN að honum hafi verið skipt til Dallas ásamt framherjanum Dwight Powell en á móti fær Boston Brandan Wright, Jae Crowder og Jameer Nelson.
Boston fær einnig fyrsta valrétt Dallas í nýliðavalinu á næsta ári og valrétt í annarri umferðinni árið 2016. Dallas borgar Boston svo 12,9 milljónir dala til viðbótar.
„Tími minn í Boston hefur verið svo góður. Ég ólst upp í þessari borg sem körfuboltamaður og persóna. Ég elska stuðningsmennina sem eru þeir bestu í deildinni. Ég hlakka til að byggja upp eitthvað spennandi í Dallas,“ sagði Rondo á Twitter-síðu sinni í nótt.
Dallas er búið að vinna 19 leiki og tapa átta í deildinni og er í góðum málum í vesturdeildinni. Það mætir NBA-meisturum San Antonio Spurs á laugardaginn.
Með brotthvarfi Rondo frá Boston er nú allt byrjunarliðið sem vann meistaratitilinn árið 2008 farið. Paul Pierce og Kevin Garnett fóru til Brooklyn og Pierce svo til Washington í sumar. Ray Allen vann meistaratitilinn með Miami í fyrra og Kendrick Perkins fór til OKC.
Welcome to Dallas @RajonRondo! #NBABallot http://t.co/Gp8oR8R9AI pic.twitter.com/8rMShqqRqP
— Dallas Mavericks (@dallasmavs) December 19, 2014
I look forward to building something special in Dallas.
— Rajon Rondo (@RajonRondo) December 19, 2014