Lætur gott af sér leiða og gefur ókunnugum jólagjafir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. desember 2014 11:37 "Ég gerði mér aldrei grein fyrir að við værum í svona hrikalegu standi og að fjöldinn væri svona rosalegur,“ segir Védís Kara. vísir/getty „Ég vissi að það væri einhver þörf. En ég gerði mér aldrei grein fyrir að við værum í svona hrikalegu standi og að fjöldinn væri svona rosalegur,“ segir Védís Kara Reykdal Ólafsdóttir, stofnandi síðunnar Jólakraftaverk. Það fer ekki á milli mála að jólin eru afar kostnaðarsöm og reynist desembermánuður því mörgum erfiður. Jólagjafir, jólaföt, matur og allt sem fylgir því að halda jólin. Það er þó ekki á hvers manns færi að festa kaup á öllu því sem fylgir hátíðarhöldunum og kvíður marga fyrir komandi tíð og hvernig komast eigi af næstu mánuði.Full vinna – En þess virði Védís Kara vildi láta gott af sér leiða og stofnaði Facebook-síðuna Jólakraftaverk í lok október. Hún fékk tvær konur með sér í lið, Anítu Rún Harðardóttur og Öldu Björk Guðmundsdóttur. Þær hafa síðustu vikur unnið hörðum höndum við að taka á móti og úthluta jólagjöfum, en alls hefur 121 barn fengið frá þeim gjafir síðustu vikur. „Þetta er full vinna. Það er alveg á hreinu, en hún er alveg þess virði. Yfirleitt þegar fólk er að sækjast eftir hjálpinni þá fáum við söguna með. Það er samt ekki það sem við viljum en fólki finnst það þurfa að útskýra hvers vegna það þarf á aðstoð að halda. Það finnst mér sorglegt. Ég veit að það er nógu erfitt að standa bara upp og biðja um aðstoð og það eru ekkert allir sem þora því. En ég viðurkenni það að þessar sögur geta rifið rosalega í,“ segir Védís.Saumar, verslar og gefur Hún fékk þessa hugmynd þegar hún lá andvaka eina nóttina og var að íhuga hvað hún ætti að gefa meðlimum fjölskyldu sinnar í jólagjöf. Hugann tók að reika og fór til allra þeirra sem eiga sárt um að binda. Hún sjálf á nóg á milli handanna og ákvað hún því að stofna hóp þar sem hún bauðst til að sauma jólakjóla handa fimm stúlkum. „Það fór hins vegar í vaskinn þar sem kjólarnir skemmdust í þvotti. En ég lét það þó ekki á mig fá og fór og keypti nýja,“ segir Védís en sjálf hefur hún eytt hátt í sextíu þúsund krónum í gjafir handa fjölskyldum barna á síðunni. Að sögn Védísar fer hópurinn ört stækkandi og eru meðlimir hans í dag um 2.500. Sambærilegir hópar hafa verið myndaðir á Norður- og Suðurlandi en síðustu jólagjöfunum verður úthlutað á næstu dögum. „Ég fékk einn lítinn jólasvein til að fara með pakkana til barnanna. Svo bauðst hún Helga Möller til þess að koma og syngja á jólaballi sem er verið að reyna að koma af stað, okkur vantar bara ennþá staðsetninguna fyrir ballið,“ segir Védís að lokum. Jólafréttir Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
„Ég vissi að það væri einhver þörf. En ég gerði mér aldrei grein fyrir að við værum í svona hrikalegu standi og að fjöldinn væri svona rosalegur,“ segir Védís Kara Reykdal Ólafsdóttir, stofnandi síðunnar Jólakraftaverk. Það fer ekki á milli mála að jólin eru afar kostnaðarsöm og reynist desembermánuður því mörgum erfiður. Jólagjafir, jólaföt, matur og allt sem fylgir því að halda jólin. Það er þó ekki á hvers manns færi að festa kaup á öllu því sem fylgir hátíðarhöldunum og kvíður marga fyrir komandi tíð og hvernig komast eigi af næstu mánuði.Full vinna – En þess virði Védís Kara vildi láta gott af sér leiða og stofnaði Facebook-síðuna Jólakraftaverk í lok október. Hún fékk tvær konur með sér í lið, Anítu Rún Harðardóttur og Öldu Björk Guðmundsdóttur. Þær hafa síðustu vikur unnið hörðum höndum við að taka á móti og úthluta jólagjöfum, en alls hefur 121 barn fengið frá þeim gjafir síðustu vikur. „Þetta er full vinna. Það er alveg á hreinu, en hún er alveg þess virði. Yfirleitt þegar fólk er að sækjast eftir hjálpinni þá fáum við söguna með. Það er samt ekki það sem við viljum en fólki finnst það þurfa að útskýra hvers vegna það þarf á aðstoð að halda. Það finnst mér sorglegt. Ég veit að það er nógu erfitt að standa bara upp og biðja um aðstoð og það eru ekkert allir sem þora því. En ég viðurkenni það að þessar sögur geta rifið rosalega í,“ segir Védís.Saumar, verslar og gefur Hún fékk þessa hugmynd þegar hún lá andvaka eina nóttina og var að íhuga hvað hún ætti að gefa meðlimum fjölskyldu sinnar í jólagjöf. Hugann tók að reika og fór til allra þeirra sem eiga sárt um að binda. Hún sjálf á nóg á milli handanna og ákvað hún því að stofna hóp þar sem hún bauðst til að sauma jólakjóla handa fimm stúlkum. „Það fór hins vegar í vaskinn þar sem kjólarnir skemmdust í þvotti. En ég lét það þó ekki á mig fá og fór og keypti nýja,“ segir Védís en sjálf hefur hún eytt hátt í sextíu þúsund krónum í gjafir handa fjölskyldum barna á síðunni. Að sögn Védísar fer hópurinn ört stækkandi og eru meðlimir hans í dag um 2.500. Sambærilegir hópar hafa verið myndaðir á Norður- og Suðurlandi en síðustu jólagjöfunum verður úthlutað á næstu dögum. „Ég fékk einn lítinn jólasvein til að fara með pakkana til barnanna. Svo bauðst hún Helga Möller til þess að koma og syngja á jólaballi sem er verið að reyna að koma af stað, okkur vantar bara ennþá staðsetninguna fyrir ballið,“ segir Védís að lokum.
Jólafréttir Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira