Úrslitakeppnin í NFL-deildinni klár Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. desember 2014 08:19 Varnarmenn Seattle fagna eftir að hafa stolið boltanum og skorað snertimark í gærkvöldi. Vísir/Getty Lokaumferðin í deildakeppni NFL-deildarinnar í Bandaríkjunum fór fram í gær og liggur ljóst hvaða tólf lið komust áfram í úrslitakeppnina og hvaða lið eigast við í fyrstu umferð hennar. Meistararnir í Seattle Seahawks hafa verið á miklu skriði síðustu vikurnar og tryggðu sér í nótt sigur í sínum riðli í Þjóðardeildinni (NFC) sem og heimavallarrétt í úrslitakeppninni þar sem liðið var með bestan árangur allra liða í deildinni. Seattle vann St. Louis Rams í gær, 20-6. Seattle hikstaði þó í upphafi tímabilsins og tapaði fjórum af fyrstu tíu leikjum sínum. En þá komu sex sigrar í röð og virðast meistararnir nú til alls líklegir í úrslitakeppninni. Hin margrómaða vörn liðsins hefur náð vel saman á þessum spretti og hélt fimm af þessum sex andstæðingum undir tíu stigum. Green Bay Packers vann Detroit Lions á heimavelli, 30-20, og tryggði sér sigur í norðurriðli NFC-deildarinnar og annan bestan árangur deildarinnar. Tvö efstu liðin í deildinni sitja hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og eru það sérstaklega góðar fréttir fyrir Packers þar sem Aaron Rodgers, leikstjórnandi liðsins og einn allra besti leikmaður deildarinnar, hefur verið tæpur vegna meiðsla. Rodgers hefur verið að glíma við meiðsli í vinstri fæti og fór hann um tíma af velli í gær vegna þeirra. Hann sneri þó aftur og kláraði leikinn þrátt fyrir að vera draghaltur. New England Patriots var þegar búið að tryggja sér efsta sæti Ameríkudeildarinnar (AFC) fyrir lokaumferðina og frí í fyrstu umferðinni. Denver Broncos, sem spilaði gegn Seattle í Super Bowl á síðasta tímabili, tryggði sér annað sætið og sigur í sínum riðli með stórsigri á lánlausu liði Oakland Raiders, 47-14. Baltimore Ravens varð svo síðasta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni og mætir Pittsburgh Steelers, sem vann Cincinnati Bengals í úrslitaleik norðurriðli AFC-deildarinnar í nótt, 27-17. Bæði lið voru þó örugg áfram í úrslitakeppnina. Carolina Panthers komst einnig áfram með því að vinna Atlanta Falcons í úrslitaleik suðurriðils NFC-deildarinnar. Carolina er eina liðið sem komst áfram þrátt fyrir að hafa tapað fleiri leikjum (8) en liðið vann (7) á tímabilinu. Úrslitaleikir deildanna tveggja, sem fara fram í lok næsta mánaðar, verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem og Super Bowl-leikurinn sem fer fram í Phoenix þann 1. febrúar.Þessi lið komust áfram:AFC-deildin: 1. New England Patriots (12-4) 2. Denver Broncos (12-4) 3. Pittsburgh Steelers (11-5) 4. Indianapolis Colts (11-5) 5. Cincinnati Bengals (10-5-1) 6. Baltimore Ravens (10-6)NFC-deildin: 1. Seattle Seahawks (12-4) 2. Green Bay Packers (12-4) 3. Dallas Cowboys (12-4) 4. Carolina Panthers* (7-8-1) 5. Arizona Cardinals (11-5) 6. Detroit Lions (11-5)*Í fjórða sæti sem sigurvegari síns riðils.Fyrsta umferð úrslitakeppninnar:Sitja hjá: Patriots, Broncos, Seahawks, Packers.Laugardagur 3. janúar: 21.35: Carolina - Arizona 01.15: Pittsburgh - BaltimoreSunnudagur 4. janúar: 18.05: Indianapolis - Cincinnati 21.40: Dallas - Detroit NFL Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira
Lokaumferðin í deildakeppni NFL-deildarinnar í Bandaríkjunum fór fram í gær og liggur ljóst hvaða tólf lið komust áfram í úrslitakeppnina og hvaða lið eigast við í fyrstu umferð hennar. Meistararnir í Seattle Seahawks hafa verið á miklu skriði síðustu vikurnar og tryggðu sér í nótt sigur í sínum riðli í Þjóðardeildinni (NFC) sem og heimavallarrétt í úrslitakeppninni þar sem liðið var með bestan árangur allra liða í deildinni. Seattle vann St. Louis Rams í gær, 20-6. Seattle hikstaði þó í upphafi tímabilsins og tapaði fjórum af fyrstu tíu leikjum sínum. En þá komu sex sigrar í röð og virðast meistararnir nú til alls líklegir í úrslitakeppninni. Hin margrómaða vörn liðsins hefur náð vel saman á þessum spretti og hélt fimm af þessum sex andstæðingum undir tíu stigum. Green Bay Packers vann Detroit Lions á heimavelli, 30-20, og tryggði sér sigur í norðurriðli NFC-deildarinnar og annan bestan árangur deildarinnar. Tvö efstu liðin í deildinni sitja hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og eru það sérstaklega góðar fréttir fyrir Packers þar sem Aaron Rodgers, leikstjórnandi liðsins og einn allra besti leikmaður deildarinnar, hefur verið tæpur vegna meiðsla. Rodgers hefur verið að glíma við meiðsli í vinstri fæti og fór hann um tíma af velli í gær vegna þeirra. Hann sneri þó aftur og kláraði leikinn þrátt fyrir að vera draghaltur. New England Patriots var þegar búið að tryggja sér efsta sæti Ameríkudeildarinnar (AFC) fyrir lokaumferðina og frí í fyrstu umferðinni. Denver Broncos, sem spilaði gegn Seattle í Super Bowl á síðasta tímabili, tryggði sér annað sætið og sigur í sínum riðli með stórsigri á lánlausu liði Oakland Raiders, 47-14. Baltimore Ravens varð svo síðasta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni og mætir Pittsburgh Steelers, sem vann Cincinnati Bengals í úrslitaleik norðurriðli AFC-deildarinnar í nótt, 27-17. Bæði lið voru þó örugg áfram í úrslitakeppnina. Carolina Panthers komst einnig áfram með því að vinna Atlanta Falcons í úrslitaleik suðurriðils NFC-deildarinnar. Carolina er eina liðið sem komst áfram þrátt fyrir að hafa tapað fleiri leikjum (8) en liðið vann (7) á tímabilinu. Úrslitaleikir deildanna tveggja, sem fara fram í lok næsta mánaðar, verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem og Super Bowl-leikurinn sem fer fram í Phoenix þann 1. febrúar.Þessi lið komust áfram:AFC-deildin: 1. New England Patriots (12-4) 2. Denver Broncos (12-4) 3. Pittsburgh Steelers (11-5) 4. Indianapolis Colts (11-5) 5. Cincinnati Bengals (10-5-1) 6. Baltimore Ravens (10-6)NFC-deildin: 1. Seattle Seahawks (12-4) 2. Green Bay Packers (12-4) 3. Dallas Cowboys (12-4) 4. Carolina Panthers* (7-8-1) 5. Arizona Cardinals (11-5) 6. Detroit Lions (11-5)*Í fjórða sæti sem sigurvegari síns riðils.Fyrsta umferð úrslitakeppninnar:Sitja hjá: Patriots, Broncos, Seahawks, Packers.Laugardagur 3. janúar: 21.35: Carolina - Arizona 01.15: Pittsburgh - BaltimoreSunnudagur 4. janúar: 18.05: Indianapolis - Cincinnati 21.40: Dallas - Detroit
NFL Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira