Hitastig á Norðurskautinu hækkar tvöfalt hraðar en annars staðar Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 27. desember 2014 13:31 Norðurskautið. vísir/ap Hitastig á Norðurskautinu hækkar tvöfalt hraðar en annars staðar samkvæmt einkunnabók bandarísku haf- og loftslagsstofnuninni. Vísbendingar eru um að hafísinn geti horfið að mestu á næstu áratugum. Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, segir þetta vera einhverjar stórkostlegustu loftslagsbreytingar sem orðið hafa á jörðinni síðan ísöld lauk. Bandaríska haf- og loftslagsstofnunin hefur birt einkunnabók Norðurskautsins í lok árs frá því árið tvö þúsund og sex en að þessu sinni tóku sextíu og þrír vísindamenn frá þrettán löndum þátt í rannsókninni. Að mörgu leyti eru breytingar á ísþekju hafíss á norðurslóðum þetta árið betri en menn áttu von á. Stærð ísþekjunnar, sem hefur verið mæld síðan 1967, var líkt og síðustu ár undir meðallagi og hefur aldrei verið minni á evrasíusvæðinu í apríl. Hafísþekjan í september hefur dregist saman um meir en helming síðan árið nítján hundruð sjötíu og átta.mynd/arctic.noaa.govÍsþekja Norðurskautsins skiptir gríðarlega miklu máli þegar loftslag jarðar er annars vegar. Minnki ísþekja hafíss verulega verða grundvallarbreytingar á hitafari jarðar þegar dökkt yfirborð hafsins drekkur í sig sólarhitann sem annars hefði kastast aftur út í geiminn af hvítum hafísnum. Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur og bloggari, fjallar um einkunnabókina á vefsvæði sínu. Hann bendir á að við verðum nú vitni af stöðugri hlýnun jarðar og að hún muni aðeins aukast þegar hafísinn minnkar eða hverfur. Þá sé þetta sérstaklega slæmt í ljósi þeirrar þróunar sem átt hefur stað hinum megin á hnettinum, á suðurskautinu, þar sem verulegar breytingar hafa orðið á ísþekju og hitastigi. Þannig hefur hitastig á Norðurskautinu hækkað tvöfalt á við önnur svæði. Þessi breytingar hefur víðtæk áhrif. Fjörutíu prósent af íshellu Grænlandsjökuls bráðnaði í sumar. Slíkar tölur hafa ekki sést frá því að gervihnattamælingar hófust árið tvö þúsund.Þrátt fyrir þetta helst massi Grænlandsjökuls nánast óbreyttur milli ára. Martin Jeffries, hjá Hafrannsóknardeild bandaríska flotans og ritstjóri einkunnabókarinnar, sagði í samtali við New York Times að ekki sé hægt að gera ráð fyrir að met falli ár eftir ár. Einblína þurfi á þá staðreynd að breytingarnar halda áfram á Norðurslóðum. Að óbreyttu mun ísþekjan að mestu hverfa, enginn efast um það. Það eru hinsvegar skiptar skoðanir um hversu langan tíma það taki. Sumir vísindamenn segja hundrað ár, aðrir þrjátíu og til fjörutíu ár. Haraldur spyr á vefsvæði sínu hverjar afleiðingarnar verða fyrir fiskveiðar og lífríki í sjónum umhverfis Ísland. Hann kallar eftir því að íslenskir ráðamenn og stofnanir sinni þessu máli. Loftslagsmál Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Fleiri fréttir Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Sjá meira
Hitastig á Norðurskautinu hækkar tvöfalt hraðar en annars staðar samkvæmt einkunnabók bandarísku haf- og loftslagsstofnuninni. Vísbendingar eru um að hafísinn geti horfið að mestu á næstu áratugum. Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, segir þetta vera einhverjar stórkostlegustu loftslagsbreytingar sem orðið hafa á jörðinni síðan ísöld lauk. Bandaríska haf- og loftslagsstofnunin hefur birt einkunnabók Norðurskautsins í lok árs frá því árið tvö þúsund og sex en að þessu sinni tóku sextíu og þrír vísindamenn frá þrettán löndum þátt í rannsókninni. Að mörgu leyti eru breytingar á ísþekju hafíss á norðurslóðum þetta árið betri en menn áttu von á. Stærð ísþekjunnar, sem hefur verið mæld síðan 1967, var líkt og síðustu ár undir meðallagi og hefur aldrei verið minni á evrasíusvæðinu í apríl. Hafísþekjan í september hefur dregist saman um meir en helming síðan árið nítján hundruð sjötíu og átta.mynd/arctic.noaa.govÍsþekja Norðurskautsins skiptir gríðarlega miklu máli þegar loftslag jarðar er annars vegar. Minnki ísþekja hafíss verulega verða grundvallarbreytingar á hitafari jarðar þegar dökkt yfirborð hafsins drekkur í sig sólarhitann sem annars hefði kastast aftur út í geiminn af hvítum hafísnum. Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur og bloggari, fjallar um einkunnabókina á vefsvæði sínu. Hann bendir á að við verðum nú vitni af stöðugri hlýnun jarðar og að hún muni aðeins aukast þegar hafísinn minnkar eða hverfur. Þá sé þetta sérstaklega slæmt í ljósi þeirrar þróunar sem átt hefur stað hinum megin á hnettinum, á suðurskautinu, þar sem verulegar breytingar hafa orðið á ísþekju og hitastigi. Þannig hefur hitastig á Norðurskautinu hækkað tvöfalt á við önnur svæði. Þessi breytingar hefur víðtæk áhrif. Fjörutíu prósent af íshellu Grænlandsjökuls bráðnaði í sumar. Slíkar tölur hafa ekki sést frá því að gervihnattamælingar hófust árið tvö þúsund.Þrátt fyrir þetta helst massi Grænlandsjökuls nánast óbreyttur milli ára. Martin Jeffries, hjá Hafrannsóknardeild bandaríska flotans og ritstjóri einkunnabókarinnar, sagði í samtali við New York Times að ekki sé hægt að gera ráð fyrir að met falli ár eftir ár. Einblína þurfi á þá staðreynd að breytingarnar halda áfram á Norðurslóðum. Að óbreyttu mun ísþekjan að mestu hverfa, enginn efast um það. Það eru hinsvegar skiptar skoðanir um hversu langan tíma það taki. Sumir vísindamenn segja hundrað ár, aðrir þrjátíu og til fjörutíu ár. Haraldur spyr á vefsvæði sínu hverjar afleiðingarnar verða fyrir fiskveiðar og lífríki í sjónum umhverfis Ísland. Hann kallar eftir því að íslenskir ráðamenn og stofnanir sinni þessu máli.
Loftslagsmál Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Fleiri fréttir Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Sjá meira