Fréttavakt verður á Vísi yfir hátíðarnar; á jóladag kl. 10-18 og á annan í jólum kl. 9-24. Við minnum á að hægt er að senda ábendingar og fréttaskot á ritstjorn@visir.is.
Fréttastofa 365 sendir lesendum Vísis um allan heim sínar bestu óskir um gleðileg jól.
![](https://www.visir.is/i/8B361F23006D13DCE76C2C4F186B1D188249CC534AE1C73A9D5389529F17773B_390x0.jpg)
Sigurmynd Kristínar Valdemarsdóttur heitir Ævintýraskógur og er af dóttur hennar, Karólínu Ágústsdóttur, sem er sex ára. Kristín lenti í þriðja sæti í ljósmyndakeppni Fréttablaðsins í fyrra en sú mynd var af báðum dætrum hennar.
„Þær eru voða duglegar að sitja fyrir. Fyrir þessa myndatöku lét ég sauma rauðhettuslár á þær úr gömlu stofugardínunum hennar mömmu. Mér fannst svo jólalegt að hafa rauða slá í snjónum og fann svo fallegan stað í Heiðmörk þar sem snjórinn lá ofan á trjánum í byrjun desember,“ segir Kristín sem hefur gaman af því að stilla upp fyrir myndatökur og er oft lengi að undirbúa þær.
„Ég hef síðastliðin tvö ár verið með jólamyndadagatal í desember og birti eina mynd á dag á Facebook og blogginu mínu. Jóladagatalið er mín leið til að fá útrás fyrir ljósmyndaáhugann.“
![](https://www.visir.is/i/BBBAB2E5D1E49383005DFB75B033F5340A45FA65DE47A268E6A509D9CF14F7A6_390x0.jpg)
„Ég viðurkenni að ég bý til svolitla pressu á mig í desember. Ofan á allan jólaundirbúning og vinnu þá er ég á fullu í að finna flotta staði, leikmuni og þróa hugmyndir. En það er svo skemmtilegt og orðið hluti af jólaundirbúningnum.“
Þátttakendur í samkeppninni hlóðu upp myndum sínum á vef Vísis. Þar gátu lesendur kosið myndir og hafði dómnefnd keppninnar kosninguna til hliðsjónar. Dómnefndin var skipuð þeim Pjetri Sigurðssyni og Stefáni Karlssyni ljósmyndurum Fréttablaðsins, Silju Ástþórsdóttur útlitshönnuði og Andra Ólafssyni aðstoðarfréttastjóra.
![](https://www.visir.is/i/523EAFAC2A5F48687AC31A8F8A1BEB8F47FC725E0810864D07B2C5296EA7C867_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/7CA0AA645DA7FFB84C3DC25FABF269737704E016185C7F12C5572EB648DDEA2A_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/39DD51DBE8FCB2FDFC811C375FBF8B22F75071739B415E2B4564D520E8E72614_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/4BFE3E1AD561F1A536A386831D778B3AC6E1C540F263CD0B157691737EBC0742_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/968A1D4DBB4B471C46E201111A3E2D4425F2CDD555817131A0E92C3BEF0DD967_713x0.jpg)