Monta Ellis fór á kostum í liði Dallas og skoraði 38 stig, en Marco Belinelli var stigahæstur hjá San Antonio Spurs með 21 stig. San Antonio fór í þríframlengdan leik í fyrrinótt og það greinilega sat í þeim í nótt.
Los Angeles Clippers vann nauman sigur á Milwaukee, en Blake Griffin tryggði sigur Clippers fimm sekúndum fyrir leikslok þegar hann ýtti boltanum niður.
Phoenix Suns vann góðan sigur á New York á útivelli, en Eric Bledsoe (25 stig) og Isaiah Thomas (22 stig) spiluðu stóran part í sigrinum. Carmelo Anthony var stigahæstur hjá Knicks með 25 stig.
Hér að neðan má sjá öll úrslit næturinnar og skemmtileg myndbönd.
Öll úrslit næturinnar:
Phoenix Suns - New York Knicks 99-90
San Antonio - Dallas 93-99
Portland - New Orleans 114-88
Indiana - Denver 73-76
Utah - Charlotte 86-104
Milwaukee - Los Angeles Clippers 102-106
Atlanta - Houston 104-97