Norður-Kóreumenn vilja sameiginlega rannsókn

Norður-kóresk stjórnvöld hafna því með öllu að standa á bakvið árásirnar og saka Bandaríkjamenn um að hafa komið með ásakanir sem enginn fótur sé fyrir. Segja þeir að sameiginleg rannsókn myndi afsanna allar kenningar um aðild Norður-Kóreumanna að árásunum.
Talsmenn Bandaríkjastjórnar svöruðu engu til um boð Norður-Kóreumanna en sögðu þá verða að viðurkenna sekt sína og bæta Sony þann skaða sem árásirnar hafa valdið.
Sony hefur ákveðið að hætta við sýningu myndarinnar The Interview vegna hótana tölvuþrjóta, sem bandaríska alríkislögreglan FBI, segjist tengjast norður-kóreskum stjórnvöldum.
Kvikmyndin fjallar um tvo menn sem eru ráðnir eru til starfa af bandarískum yfirvöldum til að ráða leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-un af dögum.
Tengdar fréttir

Obama segir það mistök að hafa hætt við sýningu myndarinnar
Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur heitið því að Bandaríkjastjórn muni bregðast við tölvuárás Norður-Kóreumanna á Sony Pictures vegna kvikmyndarinnar The Interview.

Fullyrða að Norður-Kórea hafi staðið að árásinni á Sony
„Það var mjög viturt af ykkur að hætta við útgáfu The Interview,“ sagði meðal annars í póstinum sem yfirmenn hjá Sony fengu frá tölvuþrjótunum í gær.

Leikarar reiðir yfir ákvörðun kvikmyndahúsa
Hakkarar sagðir hafa unnið með hótunum og ákvörðunin talin gefa slæmt fordæmi.

Hóta þeim sem munu horfa á The Interview
Frumsýningu myndarinnar í New York hefur verið frestað vegna hótana hakkara.

FBI sakar Norður-Kóreu um tölvuárásirnar á Sony
Bandaríska alríkislögreglan FBI segir að norður-kóresk stjórnvöld liggi að baki tölvuárásum á Sony vegna myndarinnar The Interview.

Sony skipar fjölmiðlum að fjalla ekki um lekann
Hótar málsóknum haldi fjölmiðlar áfram að segja frá neyðarlegum upplýsingum sem stolið var úr tölvukerfum Sony.

Segir það mistök hjá Sony að hætta við dreifingu myndarinnar
Barack Obama forseti Bandaríkjanna segir að það hafi verið mistök hjá Sony að hætta við dreifingu kvikmyndarinnar the Interview og Bandaríkjamenn geti ekki látið einræðisherra út í heimi ritskoða bandarísku þjóðina.

Sony hættir við að sýna The Interview
Ákvörðunin er tekin eftir að stærstu kvikmyndahúsakeðjur Bandaríkjanna tilkynntu að myndin yrði ekki tekin til sýninga.