Kunnáttan kom frá Danmörku Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. janúar 2014 11:00 Guðjón ætlar að miðla fróðleik um þá sögu sem rakin er í tveimur bindum um Kaupmannahöfn sem höfuðborg Íslands. Fréttablaðið/Stefán „Ég ætla að taka fyrir tvö atriði sem segja má að séu nýjungar í söguskoðun,“ segir Guðjón Friðriksson sagnfræðingur um erindi sitt á fræðslufundi Minja og sögu klukkan 17 á morgun þar sem hann fjallar um tilurð og efni bókanna Kaupmannahöfn sem höfuðborg Íslands, eftir hann og Jón Þ. Þór sagnfræðing. Dönsku kaupmennirnir og einokunarverslunin verður fyrra umræðuefni Guðjóns. Hann segir ítök hollenskra og þýskra kaupmanna hafa verið mun meiri hér en áður hafi fram komið. „Danakonungur var svo háður lánardrottnum, sérstaklega í Amsterdam og Hamborg, útaf alls konar stríðsrekstri, að hann neyddist til að láta þá hafa meiri ítök í Íslandsversluninni en hann hefði kosið. Oft voru því dönsku kaupmennirnir hér bara leppar hollenskra og þýskra aðila, sérstaklega á það við um 17. öldina þegar þessi Íslandsverslun stóð með hvað mestum blóma,“ segir hann. Hann segir til dæmis markaðinn fyrir íslenska skreið, sem var aðalútflutningsvara Íslendinga, hafa verið mestan í Hamborg. „Þar var skreiðinni skipað upp og þaðan var hún flutt suður í Evrópu,“ upplýsir hann. Guðjón segir ýmsa hópa Íslendinga hafa verið í Kaupmannahöfn fyrr á öldum, umfram þá stúdenta sem alltaf er talað um, til dæmis konur sem fóru þangað til að mennta sig í ýmsum greinum og einnig handverksmenn við nám og störf. „Við vitum um Hallgrím Pétursson sem fór til Danmerkur að læra járnsmíði en þeir voru miklu, miklu fleiri. Í rauninni kemur öll handverkskunnátta okkar frá Danmörku, trésmíði og allt mögulegt,“ segir hann. „Ég leitaði heimilda um iðnaðarmenn sem fóru ýmist í framhaldsnám í Danmörku eða lærðu þar alveg frá upphafi og fann 270 trésmiði á tímabilinu frá 1814 til 1918. Þeir eru örugglega ekki nærri allir upp taldir. Þannig að öll þessi danskættuðu gömlu timburhús hér byggjast á handverki sem er lært í Danmörku.“Að loknum fyrirlestrinum í Þjóðminjasafninu mun Guðjón svara fyrirspurnum. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég ætla að taka fyrir tvö atriði sem segja má að séu nýjungar í söguskoðun,“ segir Guðjón Friðriksson sagnfræðingur um erindi sitt á fræðslufundi Minja og sögu klukkan 17 á morgun þar sem hann fjallar um tilurð og efni bókanna Kaupmannahöfn sem höfuðborg Íslands, eftir hann og Jón Þ. Þór sagnfræðing. Dönsku kaupmennirnir og einokunarverslunin verður fyrra umræðuefni Guðjóns. Hann segir ítök hollenskra og þýskra kaupmanna hafa verið mun meiri hér en áður hafi fram komið. „Danakonungur var svo háður lánardrottnum, sérstaklega í Amsterdam og Hamborg, útaf alls konar stríðsrekstri, að hann neyddist til að láta þá hafa meiri ítök í Íslandsversluninni en hann hefði kosið. Oft voru því dönsku kaupmennirnir hér bara leppar hollenskra og þýskra aðila, sérstaklega á það við um 17. öldina þegar þessi Íslandsverslun stóð með hvað mestum blóma,“ segir hann. Hann segir til dæmis markaðinn fyrir íslenska skreið, sem var aðalútflutningsvara Íslendinga, hafa verið mestan í Hamborg. „Þar var skreiðinni skipað upp og þaðan var hún flutt suður í Evrópu,“ upplýsir hann. Guðjón segir ýmsa hópa Íslendinga hafa verið í Kaupmannahöfn fyrr á öldum, umfram þá stúdenta sem alltaf er talað um, til dæmis konur sem fóru þangað til að mennta sig í ýmsum greinum og einnig handverksmenn við nám og störf. „Við vitum um Hallgrím Pétursson sem fór til Danmerkur að læra járnsmíði en þeir voru miklu, miklu fleiri. Í rauninni kemur öll handverkskunnátta okkar frá Danmörku, trésmíði og allt mögulegt,“ segir hann. „Ég leitaði heimilda um iðnaðarmenn sem fóru ýmist í framhaldsnám í Danmörku eða lærðu þar alveg frá upphafi og fann 270 trésmiði á tímabilinu frá 1814 til 1918. Þeir eru örugglega ekki nærri allir upp taldir. Þannig að öll þessi danskættuðu gömlu timburhús hér byggjast á handverki sem er lært í Danmörku.“Að loknum fyrirlestrinum í Þjóðminjasafninu mun Guðjón svara fyrirspurnum. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.
Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira