Tölum um það sem skiptir máli Guðríður Arnardóttir skrifar 23. janúar 2014 06:00 Þúsundir Íslendinga búa við ömurlegar aðstæður á leigumarkaði í dag. Þessi stóri hópur fjölskyldufólks og einstaklinga hefur ekki bolmagn til þess að kaupa eigin fasteign af ýmsum ástæðum og reynir að fóta sig á markaði sem engan veginn annar eftirspurn. Á þessum markaði rýkur verðið upp þegar framboð er minna en eftirspurn. Kytrur og skúmaskot eru jafnvel boðin til leigu fyrir okurfé og fólk sem er í húsnæðishraki á ekki val um marga kosti. Þannig virka markaðsöflin, þau eru af hinu góða þegar framboð og eftirspurn haldast í hendur en þegar ójafnvægi ríkir er voðinn vís. Nú þegar liggja fyrir álit og skýrslur og ber allt að sama brunni, við munum ekki koma böndum á leigumarkaðinn nema með aðkomu hins opinbera. Þá er sérstaklega bent á skyldur sveitarfélaga í því sambandi. Þegar markaðurinn er að bregðast verður hið opinbera að grípa inn í, ekkert endilega um alla framtíð, heldur tímabundið á meðan markaðurinn nær jafnvægi.Samkvæm sjálfum okkur Eftir að hafa talað fyrir traustum langtíma leigumarkaði um árabil fékk Samfylkingin í Kópavogi samþykkta tillögu í bæjarstjórn Kópavogs um að fjölga félagslegu húsnæði í bænum og byggja tvær íbúðablokkir til útleigu fyrir hinn almenna leigumarkað. Við settum þetta á oddinn í kosningabaráttunni 2010 og höfum talað fyrir því allt kjörtímabilið. Við höfum verið sjálfum okkur samkvæm í þessum málum, létum reikna dæmið út á fyrri hluta kjörtímabilsins en höfum ekki haft meirihlutastuðning við það fyrr en nú. Þetta er stefnumál flokksins sem við kjörnir fulltrúar fylgjum eftir af heilindum. Verkefnið verður fjármagnað af lóðasölu þessa árs og næsta, mun ekki hafa neikvæð áhrif á rekstur bæjarsjóðs og við munum áfram verða innan ramma eftirlitsnefndarinnar um lögbundið skuldahlutfall.Aðgerða þörf Hlutverk kjörinna fulltrúa er að berjast fyrir velferð og hagsmunum almennings. Það felur í sér fjárútlát úr bæjarsjóði til margra góðra verka, t.d. byggingar leik- og grunnskóla, íþróttamannvirkja í forvarna- og heilsuskyni, uppbyggingar þjónustu fyrir fatlað fólk, gamalt fólk og svo framvegis. Forgangurinn ræðst af því hvar þörfin er mest á hverjum tíma. Stóra verkefni sveitarstjórnarmanna núna er að koma til móts við þúsundir einstaklinga og fjölskyldna sem búa við óásættanlegar aðstæður á leigumarkaði. Ekki hvað síst ungt fólk sem er að hleypa heimdraganum, stofna fjölskyldu og vill eiga venjulegt líf. Og það er einmitt það sem er kjarni málsins. Við getum alveg rætt málin fram og til baka, í stofunni heima eða við félaga okkar í vinnunni. Skrifað greinar og bloggað fram á næstu öld. En það mun ekki leysa vandamálið – aðgerða er þörf. Meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs sýndi áræði og kjark þegar hann samþykkti skýra viljayfirlýsingu um aðgerðir. Þetta er lítið skref fyrir stórt sveitarfélag en stórt skref fyrir íslenska leigjendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Þúsundir Íslendinga búa við ömurlegar aðstæður á leigumarkaði í dag. Þessi stóri hópur fjölskyldufólks og einstaklinga hefur ekki bolmagn til þess að kaupa eigin fasteign af ýmsum ástæðum og reynir að fóta sig á markaði sem engan veginn annar eftirspurn. Á þessum markaði rýkur verðið upp þegar framboð er minna en eftirspurn. Kytrur og skúmaskot eru jafnvel boðin til leigu fyrir okurfé og fólk sem er í húsnæðishraki á ekki val um marga kosti. Þannig virka markaðsöflin, þau eru af hinu góða þegar framboð og eftirspurn haldast í hendur en þegar ójafnvægi ríkir er voðinn vís. Nú þegar liggja fyrir álit og skýrslur og ber allt að sama brunni, við munum ekki koma böndum á leigumarkaðinn nema með aðkomu hins opinbera. Þá er sérstaklega bent á skyldur sveitarfélaga í því sambandi. Þegar markaðurinn er að bregðast verður hið opinbera að grípa inn í, ekkert endilega um alla framtíð, heldur tímabundið á meðan markaðurinn nær jafnvægi.Samkvæm sjálfum okkur Eftir að hafa talað fyrir traustum langtíma leigumarkaði um árabil fékk Samfylkingin í Kópavogi samþykkta tillögu í bæjarstjórn Kópavogs um að fjölga félagslegu húsnæði í bænum og byggja tvær íbúðablokkir til útleigu fyrir hinn almenna leigumarkað. Við settum þetta á oddinn í kosningabaráttunni 2010 og höfum talað fyrir því allt kjörtímabilið. Við höfum verið sjálfum okkur samkvæm í þessum málum, létum reikna dæmið út á fyrri hluta kjörtímabilsins en höfum ekki haft meirihlutastuðning við það fyrr en nú. Þetta er stefnumál flokksins sem við kjörnir fulltrúar fylgjum eftir af heilindum. Verkefnið verður fjármagnað af lóðasölu þessa árs og næsta, mun ekki hafa neikvæð áhrif á rekstur bæjarsjóðs og við munum áfram verða innan ramma eftirlitsnefndarinnar um lögbundið skuldahlutfall.Aðgerða þörf Hlutverk kjörinna fulltrúa er að berjast fyrir velferð og hagsmunum almennings. Það felur í sér fjárútlát úr bæjarsjóði til margra góðra verka, t.d. byggingar leik- og grunnskóla, íþróttamannvirkja í forvarna- og heilsuskyni, uppbyggingar þjónustu fyrir fatlað fólk, gamalt fólk og svo framvegis. Forgangurinn ræðst af því hvar þörfin er mest á hverjum tíma. Stóra verkefni sveitarstjórnarmanna núna er að koma til móts við þúsundir einstaklinga og fjölskyldna sem búa við óásættanlegar aðstæður á leigumarkaði. Ekki hvað síst ungt fólk sem er að hleypa heimdraganum, stofna fjölskyldu og vill eiga venjulegt líf. Og það er einmitt það sem er kjarni málsins. Við getum alveg rætt málin fram og til baka, í stofunni heima eða við félaga okkar í vinnunni. Skrifað greinar og bloggað fram á næstu öld. En það mun ekki leysa vandamálið – aðgerða er þörf. Meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs sýndi áræði og kjark þegar hann samþykkti skýra viljayfirlýsingu um aðgerðir. Þetta er lítið skref fyrir stórt sveitarfélag en stórt skref fyrir íslenska leigjendur.
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar