Hleypur á tartani í reiðhöllinni á Króknum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2014 06:00 Jóhann Björn, til vinstri, á góðum spretti í Laugardalshöllinni fyrr í mánuðinum. Mynd/Gunnlaugur Júlíusson „Það kom mér á óvart að vinna en tíminn kom ekki á óvart. Ég átti von á því að fara undir sjö sekúndur. Mér fannst ég eiga það inni,“ segir Jóhann Björn Sigurbjörnsson úr Ungmennasambandi Skagafjarðar. Spretthlauparinn, sem verður nítján ára í næsta mánuði, kom, sá og sigraði í 60 metra hlaupinu á Reykjavíkurleikunum um síðustu helgi. Tíminn var 6,96 sekúndur sem er sá besti sem Íslendingur hefur náð í greininni frá 2009. „Ég var í hálskirtlatöku í jólafríinu og frá æfingum í tvær vikur. En það er nú bara þannig að þegar maður er frá í stuttan tíma þá kemur maður ferskur til baka. Það hafði því ekki mikil áhrif,“ segir Jóhann Björn sem kemur greinilega vel undan vetri. Jóhann Björn og félagar á Sauðárkróki æfa í reiðhöllinni þar í bæ og segir sá fótfrái aðstæðurnar fyrsta flokks. „Það er auðvitað miklu betra en að æfa úti í frostinu,“ segir Jóhann Björn en UMSS er með renninga með tartan undirlagi sem þeir leggja á gólfið. Svo brunar frjálsíþróttafólkið af Króknum einu sinni í viku í Varmahlíð og æfir með sveitungum sínum. „Þetta eru sex renningar þannig að ég get hlaupið sextíu metrana.“ Jóhann æfir undir leiðsögn Sigurðar Arnars Björnssonar og ber honum vel söguna. „Hann er búinn að gera mjög mikið fyrir mig og á mikinn þátt í því hvar ég er í dag,“ segir Jóhann. Athygli vakti að Jóhann Björn kom í mark á undan Kolbeini Heði Gunnarssyni, jafnaldra sínum og Íslandsmeistara í 100 metra hlaupi í fyrra, sem æfir og keppir með Ungmennafélagi Akureyrar. „Ég hef unnið hann einu sinni áður,“ segir Jóhann. Hann bendir á að Kolbeinn sé sterkastur í lengri spretthlaupunum, 200 og 400 metrunum, en það séu greinar sem hann sjálfur eigi eftir að fínstilla. Jóhann Björn verður ekki á meðal keppenda á Stórmóti ÍR um helgina vegna eymsla í hné en mætir svo sterkur til leiks á Meistaramótið innanhúss um aðra helgi. „Þá langar mig að bæta mig enn þá meira,“ segir Jóhann Björn sem vinnur í því að bæta sig í ræsingunni. Þar sé hann of hægur. „Mig vantar meiri kraft og þarf að fínpússa það.“ Jóhann Björn var nýkominn úr skólanum þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið í vikunni. Æfing var á dagskránni seinni partinn en áður en að því kom þurfti að skella sér í bændahlutverkið. „Ég er á leiðinni í fjárhúsin og hesthúsin fyrir pabba af því hann er veikur. Mamma og pabbi eru hobbíbændur með um tuttugu hesta og kindur,“ sagði Sauðkrækingurinn eldhress. Frjálsar íþróttir Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti Fleiri fréttir Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Sjá meira
„Það kom mér á óvart að vinna en tíminn kom ekki á óvart. Ég átti von á því að fara undir sjö sekúndur. Mér fannst ég eiga það inni,“ segir Jóhann Björn Sigurbjörnsson úr Ungmennasambandi Skagafjarðar. Spretthlauparinn, sem verður nítján ára í næsta mánuði, kom, sá og sigraði í 60 metra hlaupinu á Reykjavíkurleikunum um síðustu helgi. Tíminn var 6,96 sekúndur sem er sá besti sem Íslendingur hefur náð í greininni frá 2009. „Ég var í hálskirtlatöku í jólafríinu og frá æfingum í tvær vikur. En það er nú bara þannig að þegar maður er frá í stuttan tíma þá kemur maður ferskur til baka. Það hafði því ekki mikil áhrif,“ segir Jóhann Björn sem kemur greinilega vel undan vetri. Jóhann Björn og félagar á Sauðárkróki æfa í reiðhöllinni þar í bæ og segir sá fótfrái aðstæðurnar fyrsta flokks. „Það er auðvitað miklu betra en að æfa úti í frostinu,“ segir Jóhann Björn en UMSS er með renninga með tartan undirlagi sem þeir leggja á gólfið. Svo brunar frjálsíþróttafólkið af Króknum einu sinni í viku í Varmahlíð og æfir með sveitungum sínum. „Þetta eru sex renningar þannig að ég get hlaupið sextíu metrana.“ Jóhann æfir undir leiðsögn Sigurðar Arnars Björnssonar og ber honum vel söguna. „Hann er búinn að gera mjög mikið fyrir mig og á mikinn þátt í því hvar ég er í dag,“ segir Jóhann. Athygli vakti að Jóhann Björn kom í mark á undan Kolbeini Heði Gunnarssyni, jafnaldra sínum og Íslandsmeistara í 100 metra hlaupi í fyrra, sem æfir og keppir með Ungmennafélagi Akureyrar. „Ég hef unnið hann einu sinni áður,“ segir Jóhann. Hann bendir á að Kolbeinn sé sterkastur í lengri spretthlaupunum, 200 og 400 metrunum, en það séu greinar sem hann sjálfur eigi eftir að fínstilla. Jóhann Björn verður ekki á meðal keppenda á Stórmóti ÍR um helgina vegna eymsla í hné en mætir svo sterkur til leiks á Meistaramótið innanhúss um aðra helgi. „Þá langar mig að bæta mig enn þá meira,“ segir Jóhann Björn sem vinnur í því að bæta sig í ræsingunni. Þar sé hann of hægur. „Mig vantar meiri kraft og þarf að fínpússa það.“ Jóhann Björn var nýkominn úr skólanum þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið í vikunni. Æfing var á dagskránni seinni partinn en áður en að því kom þurfti að skella sér í bændahlutverkið. „Ég er á leiðinni í fjárhúsin og hesthúsin fyrir pabba af því hann er veikur. Mamma og pabbi eru hobbíbændur með um tuttugu hesta og kindur,“ sagði Sauðkrækingurinn eldhress.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti Fleiri fréttir Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti