Frikki Stefáns: Stoltur af mörgu sem ég hef gert Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2014 07:00 Friðrik Stefánsson gaf aldrei neitt eftir í vörninni og þekktar eru viðureignir hans við miklu stærri menn. Hér er hann í leik með Njarðvík. Vísir/Valli Njarðvíkingar heimsóttu nágranna sína í Keflavík í Dominos-deild karla í gærkvöldi en án reynsluboltans Friðriks Stefánssonar. Hann gaf það út í aðdraganda leiksins að skórnir væru komnir upp í hillu. „Ég ætlaði að klára þetta tímabil en bensínið er búið. Þegar maður er farinn að skakklappast í vinnunni þá þarf maður að taka stórar ákvarðanir,“ segir Friðrik. „Ég skil ótrúlega sáttur við þetta og er stoltur af mörgu sem ég hef gert. Það er fínt miðað við það að hafa eiginlega aldrei spilað í yngri flokkum,“ segir Friðrik en hann kom seint inn í körfuboltann. „Titlarnir eru hápunktarnir og svo flottir sigrar með landsliðinu. Ég man eftir þeim. Ég hafði alltaf gaman af því að glíma við stærri menn í leikjum með landsliðinu. Manni gekk oft vel með þessa gæja en oft var manni líka alveg pakkað saman,“ segir Friðrik. Menn hafa farið fögrum orðum um Friðrik á samfélagsmiðlum og ekki að ástæðulausu. Logi Gunnarsson, einn reyndasti atvinnumaður Íslands, átti ein eftirminnileg á fésbókinni: „Besti varnarmiðherji sem ég hef spilað með, þó ég hafi spilað með fjöldanum öllum af liðum í Evrópu,“ skrifaði Logi. „Þetta er svolítið eins og minningargreinar og það eru því oft blendnar tilfinningar í þessu sérstaklega af því að þetta er í annað skiptið sem ég hætti. Ég var alveg góður að vera hættur í fyrra skiptið en félagarnir gátu verið ansi sannfærandi þegar þeir voru að reyna að fá mig inn aftur.“ Friðrik segist alltaf hafa verið fínn varnarmaður og var aldrei frekur á skotin í sókninni. „Það er bara einn bolti inn á vellinum í einu og ég þarf ekki að skora til að mér líði vel,“ segir Friðrik og bætir við: „Það voru ótrúleg forréttindi þegar ég kom fyrst til Njarðvíkur að vera í liði með Teiti (Örlygssyni), Brenton (Birmingham), Frikka (Friðriki Ragnarssyni) og Palla (Páli Kristinssyni). Þetta eru allt strákar sem voru frábærir varnarmenn. Maður var því fljótt skólaður til í þessu,“ segir Friðrik. Friðrik segist vera orðinn grænn í gegn þótt hann hafi ekki komið í Njarðvík fyrr en hann var 22 ára. En af hverju fór Friðrik í Njarðvík? „Við Palli (Páll Kristinsson) erum búnir að vera bestu vinir síðan við vorum í drengjalandsliðinu. Ég ætlaði að fara í háskóla úti en svo klikkaði það. Það var því eiginlega gefið að ég myndi fara í Njarðvík. Ég hafði alltaf haldið með Njarðvík síðan ég var polli,“ segir Friðrik. Hann og Páll Kristinsson voru báðir hættir á sínum tíma. „Við hættum saman. Svo ákvað hann að taka miðherjastöðuna eitt tímabil og síðan ákvað ég að leysa hann af í þessu. Það var svona smá uppklapp hjá okkur í lokin,“ segir Friðrik. Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Sport Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Sjá meira
Njarðvíkingar heimsóttu nágranna sína í Keflavík í Dominos-deild karla í gærkvöldi en án reynsluboltans Friðriks Stefánssonar. Hann gaf það út í aðdraganda leiksins að skórnir væru komnir upp í hillu. „Ég ætlaði að klára þetta tímabil en bensínið er búið. Þegar maður er farinn að skakklappast í vinnunni þá þarf maður að taka stórar ákvarðanir,“ segir Friðrik. „Ég skil ótrúlega sáttur við þetta og er stoltur af mörgu sem ég hef gert. Það er fínt miðað við það að hafa eiginlega aldrei spilað í yngri flokkum,“ segir Friðrik en hann kom seint inn í körfuboltann. „Titlarnir eru hápunktarnir og svo flottir sigrar með landsliðinu. Ég man eftir þeim. Ég hafði alltaf gaman af því að glíma við stærri menn í leikjum með landsliðinu. Manni gekk oft vel með þessa gæja en oft var manni líka alveg pakkað saman,“ segir Friðrik. Menn hafa farið fögrum orðum um Friðrik á samfélagsmiðlum og ekki að ástæðulausu. Logi Gunnarsson, einn reyndasti atvinnumaður Íslands, átti ein eftirminnileg á fésbókinni: „Besti varnarmiðherji sem ég hef spilað með, þó ég hafi spilað með fjöldanum öllum af liðum í Evrópu,“ skrifaði Logi. „Þetta er svolítið eins og minningargreinar og það eru því oft blendnar tilfinningar í þessu sérstaklega af því að þetta er í annað skiptið sem ég hætti. Ég var alveg góður að vera hættur í fyrra skiptið en félagarnir gátu verið ansi sannfærandi þegar þeir voru að reyna að fá mig inn aftur.“ Friðrik segist alltaf hafa verið fínn varnarmaður og var aldrei frekur á skotin í sókninni. „Það er bara einn bolti inn á vellinum í einu og ég þarf ekki að skora til að mér líði vel,“ segir Friðrik og bætir við: „Það voru ótrúleg forréttindi þegar ég kom fyrst til Njarðvíkur að vera í liði með Teiti (Örlygssyni), Brenton (Birmingham), Frikka (Friðriki Ragnarssyni) og Palla (Páli Kristinssyni). Þetta eru allt strákar sem voru frábærir varnarmenn. Maður var því fljótt skólaður til í þessu,“ segir Friðrik. Friðrik segist vera orðinn grænn í gegn þótt hann hafi ekki komið í Njarðvík fyrr en hann var 22 ára. En af hverju fór Friðrik í Njarðvík? „Við Palli (Páll Kristinsson) erum búnir að vera bestu vinir síðan við vorum í drengjalandsliðinu. Ég ætlaði að fara í háskóla úti en svo klikkaði það. Það var því eiginlega gefið að ég myndi fara í Njarðvík. Ég hafði alltaf haldið með Njarðvík síðan ég var polli,“ segir Friðrik. Hann og Páll Kristinsson voru báðir hættir á sínum tíma. „Við hættum saman. Svo ákvað hann að taka miðherjastöðuna eitt tímabil og síðan ákvað ég að leysa hann af í þessu. Það var svona smá uppklapp hjá okkur í lokin,“ segir Friðrik.
Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Sport Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Sjá meira