Glaðbeittir Íslendingar tóku þátt í setningarathöfn Ólympíuleikanna Freyr Bjarnason skrifar 8. febrúar 2014 07:00 Íslensku keppendurnir, með fánaberann Sævar Birgisson í fararbroddi, tóku sig vel út á Fisht-leikvanginum í Sotsjí í gær. nordicphotos/afp Setningarathöfn Vetrarólympíuleikanna í Sotsjí í Rússlandi fór fram gær og heppnaðist hún vel. Sævar Birgisson, einn af íslensku keppendunum á leikunum, var fánaberi, og tók hópurinn sig vel út á Fisht-leikvanginum. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og kona hans Dorrit Moussaieff, voru viðstödd opnunarathöfnina og veifuðu til íslensku keppendanna er þeir gengu inn á leikvanginn. Fyrir athöfnina klæddust þau regnbogalituðum fingravettlingum er þau hittu íslensku íþróttamennina. Sýndu þau þar með stuðning sinn í verki við samkynhneigða en nýleg lög sem banna „áróður“ fyrir málstað samkynhneigðra hafa valdi miklu fjaðrafoki. Fyrr um daginn hittu þau Vladimir Putin, forseta Rússlands, í móttökuathöfn fyrir þá leiðtoga sem mæta á leikana. Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, var viðstaddur setningarathöfnina í gær. Í viðtali við Vísi sagðist hann ætla að reyna að koma því á framfæri „ef það er möguleiki til þess“ að honum þyki framkoma Rússa gagnvart samkynhneigðum ógeðfelld. Margir af æðstu leiðtogum hins vestræna heims ætla ekki að láta sjá sig á leikunum. Á meðal þeirra er Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, Francois Hollandi, forseti Frakklands, David Cameron, forsætisráðherra Bretlands og Joachim Gauck, forseti Þýskalands. Talið er að leiðtogarnir hafi ákveðið að sniðganga leikana vegna viðhorfs rússneskra yfirvalda gagnvart samkynhneigðum. Skipuleggjendur í Sotsjí sendu frá sér lista í gær yfir þá 53 leiðtoga sem þeir segja að verði viðstaddir Ólympíuleikana. Á meðal þeirra eru leiðtogar Kína, Japans, Danmerkur Grikklands og Tyrklands. Enginn fulltrúi Þýskalands, Frakklands, Bretlands, Bandaríkjanna og Kanada er á listanum. Rússneskir hryðjuverkamenn hafa hótað því að láta til skarar skríða á leikunum og er viðbúnaðurinn því mikill í Sotsjí. Vladimir Pútín hefur lofað því að fjörutíu þúsund lögreglumenn og hermenn verði til taks á meðan leikunum stendur til að tryggja öryggi allra. Vetrarólympíuleikarnir í Sotsjí standa yfir til 23. febrúar. Samtals verða ellefu aðilar á vegum ÍSÍ á leikunum, þar á meðal íslensku keppendurnir fimm. Auk Sævars eru í hópi keppenda þau Einar Kristinn Kristgeirsson, Brynjar Jökull Guðmundsson, Helga María Vilhjálmsdóttir og Erla Ásgeirsdóttir.Vestrænir leiðtogar sem verða í SotsjíThomas Bach, forseti AlþjóðaólympíunefndarinnarAlbert MónakóprinsFriðrik, krónprins DanmerkurÓlafur Ragnar Grímsson, forseti ÍslandsBan Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðannaHenri, fursti í LúxemborgSauli Niinisto, forseti FinnlandsKarolos Papoulias, forseti GrikklandsThorbjørn Jagland, framkvæmdastjóri EvrópuráðsinsDidier Burkhalter, forseti SvissWillem-Alexander, konungur HollandsMark Rutte, forsætisráðherra HollandsWerner Faymann, kanslari AusturríkisEnrico Letta, forsætisráðherra ÍtalíuRecep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra TyrklandsKarl Gústav, SvíakonungurErna Solberg, forsætisráðherra NoregsJyrki Katainen, forsætisráðherra FinnlandsHaraldur NoregskonungurFilip Vujanovic, forseti SvartfjallalandsTomislav Nikolic, forseti SerbíuAlgirdas Butkevicius, forsætisráðherra LitháensAndris Berzins, forseti LettlandsPlamen Oresharski, forsætisráðherra BúlgaríuAdrian Hasler, forsætisráðherra LiechtensteinAndrus Ansip, forseti EistlandsMilos Zeman, forseti TékklandsSerge Sarkisian, forseti ArmeníuAbdelilah Benkirane, forsætisráðherra MarokkóIurie Leanca, forsætisráðherra Moldóvu.Victor Ponta, forsætisráðherra Rúmeníu.Nursultan Nazarbajev, forseti Kasakstan.Gjorge Ivanov, forseti Makedónia.Ivo Josipovic, forseti KróatíuAlmazbek Atambajev, forseti Kirgisistan.Gurbanguli Berdymukhamedov, forseti Túrkmenistan.Emomali Rahmon, forseti TadjikistanViktor Janúkóvitsj, forseti ÚkraínuJanos Ader, forseti UngverjalandsAlexander Lukashenko, forseti Hvíta-RússlandsIvan Gasparovic, forseti SlóvakíuIvica Dacic, forseti SerbíuRosen Plevneliev, forseti BúlgaríuIslam Karimov, forseti Úsbekistan Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Setningarathöfn Vetrarólympíuleikanna í Sotsjí í Rússlandi fór fram gær og heppnaðist hún vel. Sævar Birgisson, einn af íslensku keppendunum á leikunum, var fánaberi, og tók hópurinn sig vel út á Fisht-leikvanginum. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og kona hans Dorrit Moussaieff, voru viðstödd opnunarathöfnina og veifuðu til íslensku keppendanna er þeir gengu inn á leikvanginn. Fyrir athöfnina klæddust þau regnbogalituðum fingravettlingum er þau hittu íslensku íþróttamennina. Sýndu þau þar með stuðning sinn í verki við samkynhneigða en nýleg lög sem banna „áróður“ fyrir málstað samkynhneigðra hafa valdi miklu fjaðrafoki. Fyrr um daginn hittu þau Vladimir Putin, forseta Rússlands, í móttökuathöfn fyrir þá leiðtoga sem mæta á leikana. Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, var viðstaddur setningarathöfnina í gær. Í viðtali við Vísi sagðist hann ætla að reyna að koma því á framfæri „ef það er möguleiki til þess“ að honum þyki framkoma Rússa gagnvart samkynhneigðum ógeðfelld. Margir af æðstu leiðtogum hins vestræna heims ætla ekki að láta sjá sig á leikunum. Á meðal þeirra er Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, Francois Hollandi, forseti Frakklands, David Cameron, forsætisráðherra Bretlands og Joachim Gauck, forseti Þýskalands. Talið er að leiðtogarnir hafi ákveðið að sniðganga leikana vegna viðhorfs rússneskra yfirvalda gagnvart samkynhneigðum. Skipuleggjendur í Sotsjí sendu frá sér lista í gær yfir þá 53 leiðtoga sem þeir segja að verði viðstaddir Ólympíuleikana. Á meðal þeirra eru leiðtogar Kína, Japans, Danmerkur Grikklands og Tyrklands. Enginn fulltrúi Þýskalands, Frakklands, Bretlands, Bandaríkjanna og Kanada er á listanum. Rússneskir hryðjuverkamenn hafa hótað því að láta til skarar skríða á leikunum og er viðbúnaðurinn því mikill í Sotsjí. Vladimir Pútín hefur lofað því að fjörutíu þúsund lögreglumenn og hermenn verði til taks á meðan leikunum stendur til að tryggja öryggi allra. Vetrarólympíuleikarnir í Sotsjí standa yfir til 23. febrúar. Samtals verða ellefu aðilar á vegum ÍSÍ á leikunum, þar á meðal íslensku keppendurnir fimm. Auk Sævars eru í hópi keppenda þau Einar Kristinn Kristgeirsson, Brynjar Jökull Guðmundsson, Helga María Vilhjálmsdóttir og Erla Ásgeirsdóttir.Vestrænir leiðtogar sem verða í SotsjíThomas Bach, forseti AlþjóðaólympíunefndarinnarAlbert MónakóprinsFriðrik, krónprins DanmerkurÓlafur Ragnar Grímsson, forseti ÍslandsBan Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðannaHenri, fursti í LúxemborgSauli Niinisto, forseti FinnlandsKarolos Papoulias, forseti GrikklandsThorbjørn Jagland, framkvæmdastjóri EvrópuráðsinsDidier Burkhalter, forseti SvissWillem-Alexander, konungur HollandsMark Rutte, forsætisráðherra HollandsWerner Faymann, kanslari AusturríkisEnrico Letta, forsætisráðherra ÍtalíuRecep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra TyrklandsKarl Gústav, SvíakonungurErna Solberg, forsætisráðherra NoregsJyrki Katainen, forsætisráðherra FinnlandsHaraldur NoregskonungurFilip Vujanovic, forseti SvartfjallalandsTomislav Nikolic, forseti SerbíuAlgirdas Butkevicius, forsætisráðherra LitháensAndris Berzins, forseti LettlandsPlamen Oresharski, forsætisráðherra BúlgaríuAdrian Hasler, forsætisráðherra LiechtensteinAndrus Ansip, forseti EistlandsMilos Zeman, forseti TékklandsSerge Sarkisian, forseti ArmeníuAbdelilah Benkirane, forsætisráðherra MarokkóIurie Leanca, forsætisráðherra Moldóvu.Victor Ponta, forsætisráðherra Rúmeníu.Nursultan Nazarbajev, forseti Kasakstan.Gjorge Ivanov, forseti Makedónia.Ivo Josipovic, forseti KróatíuAlmazbek Atambajev, forseti Kirgisistan.Gurbanguli Berdymukhamedov, forseti Túrkmenistan.Emomali Rahmon, forseti TadjikistanViktor Janúkóvitsj, forseti ÚkraínuJanos Ader, forseti UngverjalandsAlexander Lukashenko, forseti Hvíta-RússlandsIvan Gasparovic, forseti SlóvakíuIvica Dacic, forseti SerbíuRosen Plevneliev, forseti BúlgaríuIslam Karimov, forseti Úsbekistan
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira