Yfir fjögur þúsund mættu á jeppasýningu um helgina Óli Kristján Ármannsson skrifar 17. febrúar 2014 13:52 Heimskautajeppi tekinn út. Sérstök áhersla var lögð á breytta jeppa á 33 til 44 tommu dekkjum á jeppasýningunni á laugardag. Mynd/Toyota Rúmlega fjögur þúsund gestir sóttu heim Toyota í Kauptúni í Kópavogi á laugardag þar sem fram fór árviss jeppasýning fyrirtækisins í sýningarsal og utandyra. Á staðnum mátti sjá mikið úrval bæði nýrra og eldri Toyota jeppa. Meðal annars var þarna til sýnis sérútbúinn sex hjóla Toyota Hilux jeppa sem Arctic Trucks hefur breytt og gert kláran til heimskautaferða. Jeppasýningar Toyota hafa verið með fjölsóttustu bílasýningum landsins undanfarin ár. Þar gefst enda fágætt tækifæri til að sjá á sama tíma nýjustu jeppana frá Toyota, nýlega breytta og sérútbúna jeppa og úrval eldri bíla. Torfærutröllin var að finna bæði innan og utandyra hjá Toyota í Kópavogi um helgina.Mynd/ToyotaSpáð í spilið.Mynd/ToyotaUngur nemur, gamall temur. Gestir á jeppasýningu Toyota um helgina voru á öllum aldri.Mynd/ToyotaFjölmargir lögðu leið sína í sýningarsalinn í Kauptúni.Mynd/Toyota Mest lesið Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Rúmlega fjögur þúsund gestir sóttu heim Toyota í Kauptúni í Kópavogi á laugardag þar sem fram fór árviss jeppasýning fyrirtækisins í sýningarsal og utandyra. Á staðnum mátti sjá mikið úrval bæði nýrra og eldri Toyota jeppa. Meðal annars var þarna til sýnis sérútbúinn sex hjóla Toyota Hilux jeppa sem Arctic Trucks hefur breytt og gert kláran til heimskautaferða. Jeppasýningar Toyota hafa verið með fjölsóttustu bílasýningum landsins undanfarin ár. Þar gefst enda fágætt tækifæri til að sjá á sama tíma nýjustu jeppana frá Toyota, nýlega breytta og sérútbúna jeppa og úrval eldri bíla. Torfærutröllin var að finna bæði innan og utandyra hjá Toyota í Kópavogi um helgina.Mynd/ToyotaSpáð í spilið.Mynd/ToyotaUngur nemur, gamall temur. Gestir á jeppasýningu Toyota um helgina voru á öllum aldri.Mynd/ToyotaFjölmargir lögðu leið sína í sýningarsalinn í Kauptúni.Mynd/Toyota
Mest lesið Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira