Systurnar fá ekki að slást Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2014 06:00 Gunnhildur Gunnarsdóttir, 23 ára bakvörður í Haukum. Foreldrar og fjölskylda Gunnhildar og Berglindar Gunnarsdætra er í sérstakri stöðu á laugardaginn þegar lið systranna mætast í bikarúrslitum kvenna í körfubolta. Báðar eru þær úr Stykkishólmi en Gunnhildur stundar nám í Reykjavík og spilar með Haukum. Það fer þó ekki þannig að systurnar mætist í leiknum á laugardaginn því Berglind er nýkomin úr aðgerð á hné og missir af bikarúrslitaleiknum. „Þetta er sama gamla góða hnéð,“ segir Berglind sem var að fara í sína þriðju aðgerð á hægra hnénu. „Ég er samt í liðinu þó að ég sé bara vatnsberi en við munum ekki berja hvor á annarri inni á vellinum eins og maður hefði viljað,“ segir Berglind en þær hafa aldrei gefið neitt eftir þegar þær hafa mæst á körfuboltavellinum. Berglind missti af fyrri hluta tímabilsins þar sem hún var að ná sér af axlaraðgerð eftir að hafa hrokkið ítrekað úr lið síðasta vetur. Það er hins vegar eins og óheppnin elti hana því hún meiddist á hné í einum af fyrstu leikjunum eftir að hún kom til baka. Hún tekur öllum meiðslunum með jafnaðargeði enda orðin vön því að horfa á liðið sitt frá hliðarlínunni.Berglind Gunnarsdóttir, 21 árs framherji í Snæfelli.„Það verður spennandi að fylgjast með en ég vildi óska að ég gæti spilað með þessu frábæra liði núna. Maður er alveg jafnmikill hluti af þessu liði hvort sem maður spilar í 40 mínútur eða engar,“ segir Berglind. Hún var í Hveragerði á sunnudag þegar Snæfell tryggði sér deildarmeistaratitilinn. Berglind er á því að þetta verði ekki eins erfitt fyrir mömmu og pabba og margir halda. „Ég held að þetta verði auðveldasti leikurinn sem þau horfa á í vetur vegna þess að þau verða alltaf í sigurliðinu hvort sem það verður Snæfell eða Haukar sem vinnur. Ég held að fjölskyldan sé eitthvað að sauma búninga með Snæfellsmerkinu öðrum megin og Haukamerkinu hinum megin til að styðja bæði liðin. Ætli það verði samt ekki bara systkinin sem mæta í þeim,“ segir Berglind en faðir hennar, Gunnar Svanlaugsson, er formaður Körfuknattleiksdeildar Snæfells. Dominos-deild kvenna Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Real Madrid - Barcelona | Spænska klassíkin Fótbolti Fleiri fréttir Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Sjá meira
Foreldrar og fjölskylda Gunnhildar og Berglindar Gunnarsdætra er í sérstakri stöðu á laugardaginn þegar lið systranna mætast í bikarúrslitum kvenna í körfubolta. Báðar eru þær úr Stykkishólmi en Gunnhildur stundar nám í Reykjavík og spilar með Haukum. Það fer þó ekki þannig að systurnar mætist í leiknum á laugardaginn því Berglind er nýkomin úr aðgerð á hné og missir af bikarúrslitaleiknum. „Þetta er sama gamla góða hnéð,“ segir Berglind sem var að fara í sína þriðju aðgerð á hægra hnénu. „Ég er samt í liðinu þó að ég sé bara vatnsberi en við munum ekki berja hvor á annarri inni á vellinum eins og maður hefði viljað,“ segir Berglind en þær hafa aldrei gefið neitt eftir þegar þær hafa mæst á körfuboltavellinum. Berglind missti af fyrri hluta tímabilsins þar sem hún var að ná sér af axlaraðgerð eftir að hafa hrokkið ítrekað úr lið síðasta vetur. Það er hins vegar eins og óheppnin elti hana því hún meiddist á hné í einum af fyrstu leikjunum eftir að hún kom til baka. Hún tekur öllum meiðslunum með jafnaðargeði enda orðin vön því að horfa á liðið sitt frá hliðarlínunni.Berglind Gunnarsdóttir, 21 árs framherji í Snæfelli.„Það verður spennandi að fylgjast með en ég vildi óska að ég gæti spilað með þessu frábæra liði núna. Maður er alveg jafnmikill hluti af þessu liði hvort sem maður spilar í 40 mínútur eða engar,“ segir Berglind. Hún var í Hveragerði á sunnudag þegar Snæfell tryggði sér deildarmeistaratitilinn. Berglind er á því að þetta verði ekki eins erfitt fyrir mömmu og pabba og margir halda. „Ég held að þetta verði auðveldasti leikurinn sem þau horfa á í vetur vegna þess að þau verða alltaf í sigurliðinu hvort sem það verður Snæfell eða Haukar sem vinnur. Ég held að fjölskyldan sé eitthvað að sauma búninga með Snæfellsmerkinu öðrum megin og Haukamerkinu hinum megin til að styðja bæði liðin. Ætli það verði samt ekki bara systkinin sem mæta í þeim,“ segir Berglind en faðir hennar, Gunnar Svanlaugsson, er formaður Körfuknattleiksdeildar Snæfells.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Real Madrid - Barcelona | Spænska klassíkin Fótbolti Fleiri fréttir Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Sjá meira