Hver er skelfingin? Gauti Kristmannsson skrifar 27. febrúar 2014 06:00 Andstæðingar ESB-umsóknarinnar hafa gripið til margra þversagnarkenndra raka að mínum dómi sem mig langar að fara örstutt yfir. Fyrstu rökin eru þau um fullveldið. Nú er það þannig að Íslendingar gerðust aðilar að EES árið 1994. Ég var þá andvígur því á grundvelli þess sem Guðmundur Eiríksson lögfræðingur benti á með sannfærandi hætti að í EES-samningnum fælist fullveldisframsal. Á þeim tíma höfðu reyndar önnur EFTA-ríki á borð við Svíþjóð, Finnland, Noreg og Austurríki einnig gert þennan samning svo maður velti fyrir sér hvað slíkt framsal fæli í sér. Staðreyndin er sú að EES-samningurinn var aldrei hugsaður til frambúðar. Hann var „biðstofa“ meðan ríkin gætu „lagað sig að“ þeim kröfum sem einn sameiginlegur markaður gerði til þátttakenda þannig að réttindi manna væru sem jöfnust. Enda fóru þessi ríki nema Noregur og við inn í ESB og hafa þau miklu meiri áhrif á löggjöf sambandsins en á meðan þau voru í EES. Þau hafa því öðlast hluta þess fullveldis sem þau fórnuðu fyrir biðtímann í EES. Við stöndum hins vegar fyrir utan og þiggjum lög og reglur án þess að geta haft áhrif. Fullveldisrökin standa því annaðhvort til þess að ganga úr EES eða inn í ESB. Óbreytt ástand samræmist þeim ekki. Norðmenn höfnuðu sínum aðildarsamningi árið 1994 og hafði það afdrifaríkar afleiðingar fyrir Íslendinga. Góðvinur minn og andstæðingur ESB sagði þá sigri hrósandi: „Norðmenn kusu fyrir okkur,“ og þá velti ég fyrir mér hvaða fullveldi þetta væri eiginlega þegar önnur þjóð gæti í reynd ákveðið stefnu okkar. Það var nefnilega alveg rétt ályktað að við hefðum fylgt Norðmönnum inn og þá með stuðningi sjávarútvegsins. Ég áttaði mig líka þá á því að landhelgin okkar fræga var ekki byggð á neinum náttúrurétti, heldur hafði hún fengist í gegnum baráttu og samninga íslenska ríkisins í alþjóðasamstarfi. Við öðluðumst sem sagt aukinn rétt yfir miklu hafsvæði og auðlindum í krafti þess að við vorum þátttakendur í alþjóðasamstarfi. Þessi réttur hefði aldrei fengist með öðrum hætti. Harmsagan Harmsagan er síðan sú að stærsta auðlindin sem við þetta vannst, fiskurinn í sjónum, var einkavædd fyrir ekki neitt og gengur síðan kaupum og sölum og hafa ófá byggðarlög verið svipt helstu atvinnutækifærum sínum þess vegna. Við fengum sem sagt vald yfir auðlindum gegnum hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna og glötuðum því í hendur örfárra einstaklinga. Eftir stendur aðeins valdið að ákveða heildarkvótann. Önnur rök eru þau að ekki sé hægt að „kíkja í pakkann“. Það er sérkennilegt í ljósi þess að fram fara langar og strangar samningaviðræður. Þær hefjast á svokölluðum rýniviðræðum þar sem lög og reglur lands og ESB er borin saman og helstu hagsmunir beggja aðila greindir. Síðan er samið um það sem út af stendur og hafa mörg dæmi verið færð fyrir því að tekið er tillit til sérhagsmuna þjóða, sumarhús í Danmörku, fiskveiðar í kringum Möltu, landbúnaður á norðurslóðum og margt fleira. En séu þessi rök andstæðinga ESB-umsóknar tekin til greina þá hlýtur maður að spyrja, hver er þá skelfingin við að fá samninginn kláraðan og greiða um hann atkvæði? Forystumenn stjórnmálaflokkanna hafa flestir, ef ekki allir, sagt að þeir myndu hafna samningi sem væri óhagstæður Íslendingum í sjávarútvegsmálum. Sé ekki hægt að kíkja í pakkann og „samningur“ feli í sér einungis „aðlögun“ þá er ljóst að þing og þjóð hafna slíkum samningi og málinu er lokið um langan aldur. Það standa því öll rök til þess að ljúka viðræðum og afgreiða málið. Ég spyr aftur, hver er skelfingin? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gauti Kristmannsson Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Andstæðingar ESB-umsóknarinnar hafa gripið til margra þversagnarkenndra raka að mínum dómi sem mig langar að fara örstutt yfir. Fyrstu rökin eru þau um fullveldið. Nú er það þannig að Íslendingar gerðust aðilar að EES árið 1994. Ég var þá andvígur því á grundvelli þess sem Guðmundur Eiríksson lögfræðingur benti á með sannfærandi hætti að í EES-samningnum fælist fullveldisframsal. Á þeim tíma höfðu reyndar önnur EFTA-ríki á borð við Svíþjóð, Finnland, Noreg og Austurríki einnig gert þennan samning svo maður velti fyrir sér hvað slíkt framsal fæli í sér. Staðreyndin er sú að EES-samningurinn var aldrei hugsaður til frambúðar. Hann var „biðstofa“ meðan ríkin gætu „lagað sig að“ þeim kröfum sem einn sameiginlegur markaður gerði til þátttakenda þannig að réttindi manna væru sem jöfnust. Enda fóru þessi ríki nema Noregur og við inn í ESB og hafa þau miklu meiri áhrif á löggjöf sambandsins en á meðan þau voru í EES. Þau hafa því öðlast hluta þess fullveldis sem þau fórnuðu fyrir biðtímann í EES. Við stöndum hins vegar fyrir utan og þiggjum lög og reglur án þess að geta haft áhrif. Fullveldisrökin standa því annaðhvort til þess að ganga úr EES eða inn í ESB. Óbreytt ástand samræmist þeim ekki. Norðmenn höfnuðu sínum aðildarsamningi árið 1994 og hafði það afdrifaríkar afleiðingar fyrir Íslendinga. Góðvinur minn og andstæðingur ESB sagði þá sigri hrósandi: „Norðmenn kusu fyrir okkur,“ og þá velti ég fyrir mér hvaða fullveldi þetta væri eiginlega þegar önnur þjóð gæti í reynd ákveðið stefnu okkar. Það var nefnilega alveg rétt ályktað að við hefðum fylgt Norðmönnum inn og þá með stuðningi sjávarútvegsins. Ég áttaði mig líka þá á því að landhelgin okkar fræga var ekki byggð á neinum náttúrurétti, heldur hafði hún fengist í gegnum baráttu og samninga íslenska ríkisins í alþjóðasamstarfi. Við öðluðumst sem sagt aukinn rétt yfir miklu hafsvæði og auðlindum í krafti þess að við vorum þátttakendur í alþjóðasamstarfi. Þessi réttur hefði aldrei fengist með öðrum hætti. Harmsagan Harmsagan er síðan sú að stærsta auðlindin sem við þetta vannst, fiskurinn í sjónum, var einkavædd fyrir ekki neitt og gengur síðan kaupum og sölum og hafa ófá byggðarlög verið svipt helstu atvinnutækifærum sínum þess vegna. Við fengum sem sagt vald yfir auðlindum gegnum hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna og glötuðum því í hendur örfárra einstaklinga. Eftir stendur aðeins valdið að ákveða heildarkvótann. Önnur rök eru þau að ekki sé hægt að „kíkja í pakkann“. Það er sérkennilegt í ljósi þess að fram fara langar og strangar samningaviðræður. Þær hefjast á svokölluðum rýniviðræðum þar sem lög og reglur lands og ESB er borin saman og helstu hagsmunir beggja aðila greindir. Síðan er samið um það sem út af stendur og hafa mörg dæmi verið færð fyrir því að tekið er tillit til sérhagsmuna þjóða, sumarhús í Danmörku, fiskveiðar í kringum Möltu, landbúnaður á norðurslóðum og margt fleira. En séu þessi rök andstæðinga ESB-umsóknar tekin til greina þá hlýtur maður að spyrja, hver er þá skelfingin við að fá samninginn kláraðan og greiða um hann atkvæði? Forystumenn stjórnmálaflokkanna hafa flestir, ef ekki allir, sagt að þeir myndu hafna samningi sem væri óhagstæður Íslendingum í sjávarútvegsmálum. Sé ekki hægt að kíkja í pakkann og „samningur“ feli í sér einungis „aðlögun“ þá er ljóst að þing og þjóð hafna slíkum samningi og málinu er lokið um langan aldur. Það standa því öll rök til þess að ljúka viðræðum og afgreiða málið. Ég spyr aftur, hver er skelfingin?
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun