Vel þarf að gæta búsins Steingrímur J. Sigfússon skrifar 3. mars 2014 08:00 Eftir því sem leið á árið 2013 kom betur og betur í ljós að talsvert meiri kraftur var í efnahagsbatanum en talið var framan af árinu. Kemur þetta strax fram í meiri hagvexti á fyrrihluta ársins 2013, sem var 2,2% samkvæmt peningamálum Seðlabanka Íslands í nóvember sl. Það er þó ekki síður batnandi ástand á vinnumarkaði sem sendir skýr skilaboð um að batinn sem hófst með viðsnúningi hagkerfisins undir lok ársins 2010 hélt áfram. Atvinnuleysi var á bilinu 0,5-1 prósentustigi minna að meðaltali 2013 en 2012, hlutfall starfandi var um 2 prósentustigum hærra og heildarvinnustundafjöldi er talinn hafa vaxið um ein 5,6%. Allt eru þetta góðar fréttir svo langt sem þær ná. Seðlabankinn gerir nú í sinni nýjustu spá ráð fyrir að hagvöxtur hafi orðið 3% á árinu 2013, sem þýðir að hagvöxtur var að meðaltali um 2,4% árin 2011-2013. Það er þó ekki verra ástand en þetta sem fyrrverandi ríkisstjórn skilur eftir sig þrátt fyrir hrun og hörmulegar aðstæður sem hún kom að á öndverðu ári 2009.Áætlunin studdi við hagvöxt Þetta er ágætt að hafa í huga þegar hlýtt er á núverandi valdhafa sem tala eins og það sé fyrst nú og þeim einum að þakka að hér séu hlutir að þokast til betri vegar. Enginn vafi er á að fjárfestingaráætlun fyrri ríkisstjórnar sem sett var af stað á árinu 2012 á sinn þátt í því að meiri þróttur var í hagkerfinu á árinu 2013 en ella hefði orðið. Þessu gleyma stjórnarliðar í barnalegum tilburðum sínum til að finna verkum fyrri ríkisstjórnar allt til foráttu. Að sama skapi eru það mikil mistök hjá núverandi ríkisstjórn að leggja ekki áfram rækt við og hlúa að þeim greinum íslensks atvinnulífs sem eiga góða vaxtar- og þróunarmöguleika. Í ár verður meira en helmingi minni fjármunum varið í uppbyggingu innviða ferðaþjónustunnar en var árið 2013. Minna fé verður veitt til rannsóknar- og þróunarstarfsemi og til stuðnings skapandi greinum. Sóknaráætlunum landshlutanna var því sem næst slátrað, menningarsamningar skertir um 10% og veruleg skerðing verður á því fjármagni sem Vegagerðin hefur úr að spila svo aðeins nokkur dæmi séu nefnd. Núverandi ríkisstjórn dregur því úr hvetjandi stuðningi við nýsköpun og uppbyggingu í atvinnulífinu milli ára og áherslur hennar í efnahags- og ríkisfjármálum hafa í heild fremur kælandi áhrif á hagkerfið en hitt. Þetta er áhyggjuefni, veldur vonandi ekki teljandi bakslagi en mun leiða til þróttminni framvindu en ella hefði orðið.Ríkisfjármálin voru á réttri leið Þegar þetta er ritað liggja enn ekki fyrir fyrstu tölur um endanlega afkomu ríkissjóðs á árinu 2013. En, þegar virðist ljóst að sú dökka mynd sem forkólfar ríkisstjórnarflokkanna reyndu að blása upp með sérstöku úthlaupi í sumarbyrjun, rætist sem betur fer ekki. Vissulega verður halli á rekstri ríkissjóðs talsvert umfram það sem fjárlög gerðu upphaflega ráð fyrir, en á því ber núverandi ríkisstjórn sína ábyrgð að hluta með því að falla frá tekjuöflun sem fjárlögin gerðu ráð fyrir svo milljörðum nemur. Einnig verður það væntanlega niðurstaðan, því miður, að framlag til Íbúðalánasjóðs upp á 4,5 milljarða króna verður gjaldfært eða afskrifað og kemur því fram sem aukinn halli. Engu að síður mun niðurstaðan fela í sér umtalsverðan afkomubata milli ára. Halli upp á eitthvað í nágrenni við 20 milljarða að meðtöldu framlaginu til Íbúðalánasjóðs, ef það verður niðurstaðan, mun staðfesta að ríkisfjármálin voru að komast fyrir vind í lok síðasta kjörtímabils. Gleymum því ekki að við lögðum af stað í ferðalagið eftir hrun með halla af stærðargráðunni 170-280 milljarða króna á núgildandi verðlagi (árin 2009 og 2008). Vonandi reiðir okkur vel af á yfirstandandi ári þannig að markmið um hallalausan ríkisbúskap náist. Það eru þó blikur á lofti og margt bendir til að ákveðinn hallarekstur færist úr bókhaldi ríkissjóðs sjálfs yfir í skuldasöfnun einstakra stofnana svo sem framhaldsskóla. Einnig er áhyggjuefni að tekjugrunnur ríkissjóðs er nokkru veikari en á fyrra ári og loks munar um minna en ákveðna óvissu um eitt stykki bankaskatt upp á 38,5 milljarða króna. Því þarf að gæta búsins vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Eftir því sem leið á árið 2013 kom betur og betur í ljós að talsvert meiri kraftur var í efnahagsbatanum en talið var framan af árinu. Kemur þetta strax fram í meiri hagvexti á fyrrihluta ársins 2013, sem var 2,2% samkvæmt peningamálum Seðlabanka Íslands í nóvember sl. Það er þó ekki síður batnandi ástand á vinnumarkaði sem sendir skýr skilaboð um að batinn sem hófst með viðsnúningi hagkerfisins undir lok ársins 2010 hélt áfram. Atvinnuleysi var á bilinu 0,5-1 prósentustigi minna að meðaltali 2013 en 2012, hlutfall starfandi var um 2 prósentustigum hærra og heildarvinnustundafjöldi er talinn hafa vaxið um ein 5,6%. Allt eru þetta góðar fréttir svo langt sem þær ná. Seðlabankinn gerir nú í sinni nýjustu spá ráð fyrir að hagvöxtur hafi orðið 3% á árinu 2013, sem þýðir að hagvöxtur var að meðaltali um 2,4% árin 2011-2013. Það er þó ekki verra ástand en þetta sem fyrrverandi ríkisstjórn skilur eftir sig þrátt fyrir hrun og hörmulegar aðstæður sem hún kom að á öndverðu ári 2009.Áætlunin studdi við hagvöxt Þetta er ágætt að hafa í huga þegar hlýtt er á núverandi valdhafa sem tala eins og það sé fyrst nú og þeim einum að þakka að hér séu hlutir að þokast til betri vegar. Enginn vafi er á að fjárfestingaráætlun fyrri ríkisstjórnar sem sett var af stað á árinu 2012 á sinn þátt í því að meiri þróttur var í hagkerfinu á árinu 2013 en ella hefði orðið. Þessu gleyma stjórnarliðar í barnalegum tilburðum sínum til að finna verkum fyrri ríkisstjórnar allt til foráttu. Að sama skapi eru það mikil mistök hjá núverandi ríkisstjórn að leggja ekki áfram rækt við og hlúa að þeim greinum íslensks atvinnulífs sem eiga góða vaxtar- og þróunarmöguleika. Í ár verður meira en helmingi minni fjármunum varið í uppbyggingu innviða ferðaþjónustunnar en var árið 2013. Minna fé verður veitt til rannsóknar- og þróunarstarfsemi og til stuðnings skapandi greinum. Sóknaráætlunum landshlutanna var því sem næst slátrað, menningarsamningar skertir um 10% og veruleg skerðing verður á því fjármagni sem Vegagerðin hefur úr að spila svo aðeins nokkur dæmi séu nefnd. Núverandi ríkisstjórn dregur því úr hvetjandi stuðningi við nýsköpun og uppbyggingu í atvinnulífinu milli ára og áherslur hennar í efnahags- og ríkisfjármálum hafa í heild fremur kælandi áhrif á hagkerfið en hitt. Þetta er áhyggjuefni, veldur vonandi ekki teljandi bakslagi en mun leiða til þróttminni framvindu en ella hefði orðið.Ríkisfjármálin voru á réttri leið Þegar þetta er ritað liggja enn ekki fyrir fyrstu tölur um endanlega afkomu ríkissjóðs á árinu 2013. En, þegar virðist ljóst að sú dökka mynd sem forkólfar ríkisstjórnarflokkanna reyndu að blása upp með sérstöku úthlaupi í sumarbyrjun, rætist sem betur fer ekki. Vissulega verður halli á rekstri ríkissjóðs talsvert umfram það sem fjárlög gerðu upphaflega ráð fyrir, en á því ber núverandi ríkisstjórn sína ábyrgð að hluta með því að falla frá tekjuöflun sem fjárlögin gerðu ráð fyrir svo milljörðum nemur. Einnig verður það væntanlega niðurstaðan, því miður, að framlag til Íbúðalánasjóðs upp á 4,5 milljarða króna verður gjaldfært eða afskrifað og kemur því fram sem aukinn halli. Engu að síður mun niðurstaðan fela í sér umtalsverðan afkomubata milli ára. Halli upp á eitthvað í nágrenni við 20 milljarða að meðtöldu framlaginu til Íbúðalánasjóðs, ef það verður niðurstaðan, mun staðfesta að ríkisfjármálin voru að komast fyrir vind í lok síðasta kjörtímabils. Gleymum því ekki að við lögðum af stað í ferðalagið eftir hrun með halla af stærðargráðunni 170-280 milljarða króna á núgildandi verðlagi (árin 2009 og 2008). Vonandi reiðir okkur vel af á yfirstandandi ári þannig að markmið um hallalausan ríkisbúskap náist. Það eru þó blikur á lofti og margt bendir til að ákveðinn hallarekstur færist úr bókhaldi ríkissjóðs sjálfs yfir í skuldasöfnun einstakra stofnana svo sem framhaldsskóla. Einnig er áhyggjuefni að tekjugrunnur ríkissjóðs er nokkru veikari en á fyrra ári og loks munar um minna en ákveðna óvissu um eitt stykki bankaskatt upp á 38,5 milljarða króna. Því þarf að gæta búsins vel.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun