Með í maganum út af peningamálum á hverjum degi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. mars 2014 08:00 Hannes segir að það vanti rúmar 300 milljónir króna í afrekssjóð ÍSÍ svo hægt sé að styðja almennilega við íslenskt afreksfólk. Vísir/Vilhelm „Það er ekkert gaman að vera í vinnunni á hverjum einasta degi með í maganum út af peningamálum,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður og framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands, en samband hans skuldar í dag um 20 milljónir króna. Reksturinn er erfiður og KKÍ hefur aðeins bolmagn til þess að halda úti þremur stöðugildum. Það er ekki mikið fyrir stórt samband eins og KKÍ. „Hér þyrftu að vera að lágmarki fimm til sex stöðugildi svo eðlilegt væri. Ég veit að sama staða er uppi hjá fleiri sérsamböndum. Stærri sérsamböndin eru undirmönnuð og það er mikið álag allan sólarhringinn á öllum starfsmönnum.“ Formaðurinn hefur í gegnum tíðina verið ötull við að gagnrýna hvernig staðið er að íþróttamálum á Íslandi. Hann segir stjórnvöld alls ekki styðja nógu vel við bakið á íslensku íþróttalífi.Betra á hinum Norðurlöndunum „Ríkisvaldið sýnir íþróttahreyfingunni ekki nægan skilning. Bæði hvað varðar að reka sérsamböndin sem og að reka afreksstarf. Við þurfum að sækja peninga til félaganna til að standa undir tekjum starfsmanna. Við fáum ríkisstyrk upp á 3 milljónir króna á ári til þess að reka skrifstofu. Þær duga engan veginn til hjá eins stóru sambandi og okkar.“ Hannes segir vinsælt á Íslandi að bera sig saman við nágrannaþjóðirnar. Hann hefur kynnt sér hvernig staðið er að málum þar. „Þar er ríkisvaldið að setja mun meira í prósentum talið inn í samböndin en á Íslandi.“ Þessi barátta Hannesar og íþróttaforkólfa á Íslandi er langt frá því að vera ný af nálinni og árangurinn undanfarin ár hefur ekki verið mikill. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, ÍSÍ, semur við ríkisvaldið en hvernig finnst Hannesi ÍSÍ standa sig í þeirri baráttu? „Ég held að allir séu að gera sitt besta. Mér persónulega finnst að ÍSÍ mætti standa sig betur í þessum málum. Að vera meira þrýstiafl fyrir okkur hin. Það hefur verið rætt hér innandyra að það þurfi að beita ríkisvaldið meiri þrýstingi,“ segir Hannes en er hann bjartsýnn á að eitthvað breytist í náinni framtíð? „Nei, það er ég ekki. Ég er svartsýnn því það virðist alveg vera sama hvaða stjórnmálaflokkar eru við völd í þessu landi. Það er alltaf lofað öllu fögru og allir stjórnmálamenn tala um hvað íþróttir skipti miklu máli á góðri stundu. Þegar á hólminn er komið hafa allir stjórnmálamenn, sama í hvaða flokki þeir eru, ekki kjarkinn til þess að fara í þetta af fullu afli.“Vantar miklu meiri pening Síðustu tvær ríkisstjórnir hafa komið með smá hækkanir í íþróttastarfið en Hannes segir að þær séu allt of litlar og enn sé langt í land. „Þetta eru litlar hækkanir í heildina. Aðeins nokkrar milljónir á nokkrum árum. Það vantar miklu meira fjármagn. Þá segja margir að það vanti líka pening í hitt og þetta. Það er aftur á móti staðreynd að íþróttir eru ein besta forvörnin. Við munum hafa færra fólk sem þarf að fara í gegnum heilbrigðiskerfið ef við getum haft íþróttastarfið enn öflugra en það er.“ Ísland hefur framleitt marga afreksmenn í gegnum tíðina og Hannes segir það vera ótrúlegt miðað við þann litla stuðning sem afreksfólkið og íþróttastarfið fær. „Það er fólk að vinna ótrúlegt starf út um allt land við lítinn skilning stjórnmálamanna nema þegar árangur næst. Þetta er að mörgu leyti brandari. Afrekssjóður þarf að vera að lágmarki 200 til 250 milljónir króna. Ríkisvaldið kemur aftur á móti með 70 milljónir,“ segir Hannes og bendir á að afreksstarfið skili miklum tekjum til landsins. Íþróttafólk komi á mót til Íslands. Fljúgi með íslenskum flugfélögum, gisti á hótelum, kaupi mat og varning. „Afrekssjóðurinn þyrfti með réttu að vera í kringum 400 milljónir en 200 er algjört lágmark. Það er magnað að við getum framleitt afreksmenn yfirhöfuð miðað við þennan litla stuðning. Fólk úti í heimi skilur ekki hvernig við förum að þessu.“ Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ Sjá meira
„Það er ekkert gaman að vera í vinnunni á hverjum einasta degi með í maganum út af peningamálum,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður og framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands, en samband hans skuldar í dag um 20 milljónir króna. Reksturinn er erfiður og KKÍ hefur aðeins bolmagn til þess að halda úti þremur stöðugildum. Það er ekki mikið fyrir stórt samband eins og KKÍ. „Hér þyrftu að vera að lágmarki fimm til sex stöðugildi svo eðlilegt væri. Ég veit að sama staða er uppi hjá fleiri sérsamböndum. Stærri sérsamböndin eru undirmönnuð og það er mikið álag allan sólarhringinn á öllum starfsmönnum.“ Formaðurinn hefur í gegnum tíðina verið ötull við að gagnrýna hvernig staðið er að íþróttamálum á Íslandi. Hann segir stjórnvöld alls ekki styðja nógu vel við bakið á íslensku íþróttalífi.Betra á hinum Norðurlöndunum „Ríkisvaldið sýnir íþróttahreyfingunni ekki nægan skilning. Bæði hvað varðar að reka sérsamböndin sem og að reka afreksstarf. Við þurfum að sækja peninga til félaganna til að standa undir tekjum starfsmanna. Við fáum ríkisstyrk upp á 3 milljónir króna á ári til þess að reka skrifstofu. Þær duga engan veginn til hjá eins stóru sambandi og okkar.“ Hannes segir vinsælt á Íslandi að bera sig saman við nágrannaþjóðirnar. Hann hefur kynnt sér hvernig staðið er að málum þar. „Þar er ríkisvaldið að setja mun meira í prósentum talið inn í samböndin en á Íslandi.“ Þessi barátta Hannesar og íþróttaforkólfa á Íslandi er langt frá því að vera ný af nálinni og árangurinn undanfarin ár hefur ekki verið mikill. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, ÍSÍ, semur við ríkisvaldið en hvernig finnst Hannesi ÍSÍ standa sig í þeirri baráttu? „Ég held að allir séu að gera sitt besta. Mér persónulega finnst að ÍSÍ mætti standa sig betur í þessum málum. Að vera meira þrýstiafl fyrir okkur hin. Það hefur verið rætt hér innandyra að það þurfi að beita ríkisvaldið meiri þrýstingi,“ segir Hannes en er hann bjartsýnn á að eitthvað breytist í náinni framtíð? „Nei, það er ég ekki. Ég er svartsýnn því það virðist alveg vera sama hvaða stjórnmálaflokkar eru við völd í þessu landi. Það er alltaf lofað öllu fögru og allir stjórnmálamenn tala um hvað íþróttir skipti miklu máli á góðri stundu. Þegar á hólminn er komið hafa allir stjórnmálamenn, sama í hvaða flokki þeir eru, ekki kjarkinn til þess að fara í þetta af fullu afli.“Vantar miklu meiri pening Síðustu tvær ríkisstjórnir hafa komið með smá hækkanir í íþróttastarfið en Hannes segir að þær séu allt of litlar og enn sé langt í land. „Þetta eru litlar hækkanir í heildina. Aðeins nokkrar milljónir á nokkrum árum. Það vantar miklu meira fjármagn. Þá segja margir að það vanti líka pening í hitt og þetta. Það er aftur á móti staðreynd að íþróttir eru ein besta forvörnin. Við munum hafa færra fólk sem þarf að fara í gegnum heilbrigðiskerfið ef við getum haft íþróttastarfið enn öflugra en það er.“ Ísland hefur framleitt marga afreksmenn í gegnum tíðina og Hannes segir það vera ótrúlegt miðað við þann litla stuðning sem afreksfólkið og íþróttastarfið fær. „Það er fólk að vinna ótrúlegt starf út um allt land við lítinn skilning stjórnmálamanna nema þegar árangur næst. Þetta er að mörgu leyti brandari. Afrekssjóður þarf að vera að lágmarki 200 til 250 milljónir króna. Ríkisvaldið kemur aftur á móti með 70 milljónir,“ segir Hannes og bendir á að afreksstarfið skili miklum tekjum til landsins. Íþróttafólk komi á mót til Íslands. Fljúgi með íslenskum flugfélögum, gisti á hótelum, kaupi mat og varning. „Afrekssjóðurinn þyrfti með réttu að vera í kringum 400 milljónir en 200 er algjört lágmark. Það er magnað að við getum framleitt afreksmenn yfirhöfuð miðað við þennan litla stuðning. Fólk úti í heimi skilur ekki hvernig við förum að þessu.“
Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn