Kjallarinn í skralli ? Teitur Guðmundsson skrifar 11. mars 2014 06:00 Það er ekki ofsögum sagt að við eigum mörg orð og orðatiltæki til um líffærakerfi okkar og má svo sem segja að þegar við erum að gefa þessum líkamspörtum nafn séum við iðulega að gera það af nokkurri alúð. Snilldin er mismikil og er orðið kjallari kannski ekki það besta, en þar er verið að vísa til innri og ytri kynfæra kynjanna. Það er augljóst að einstaklingar geta glímt við ansi mörg vandamál þarna, en sum eru algengari en önnur. Það er ákveðinn munur á milli kynja og þá eru vandamálin líka bundin að vissu leyti við aldur eða aldursskeið. Þegar við horfum til karlanna þá má segja að hjá þeim sem yngri eru sé oftar en ekki um að ræða óþægindi við þvaglát, verki, sviða, kláða, útbrot eða jafnvel útferð sem í mörgum tilvikum má rekja til sýkinga. Þar koma til einfaldari þvagfærasýkingar, sveppasýkingar í húð eða undir forhúð, bólgur í blöðruhálskirtli en einnig kynsjúkdómar eins og klamydía, herpes eða kynfæravörtur svo dæmi séu tekin. Mikilvægt er að átta sig á því að þrátt fyrir að vera smitaður af kynsjúkdómi líkt og klamydíu geta bæði karlar og konur verið einkennalaus. Því er afar mikilvægt að láta skoða reglubundið fyrir slíku, sérstaklega ef skipt er um maka, en það á við um allan aldur í raun.Minni reisn en áður Hjá eldri körlum er meira um þá kvörtun að þvaglát séu að verða tregari sem orsakast oftar en ekki af stækkuðum blöðruhálskirtli. Sumir fá veruleg óþægindi af og jafnvel þvagteppu, því getur þurft að hefla og minnka umfang kirtilsins til að létta á þvaglátum. Ekki má gleyma því að tíðni blöðruhálskirtilskrabbameina eykst með aldri og er mikilvægt að vera vakandi fyrir því. Þá upplifa karlar á efri árum að ekki sé eins mikil reisn yfir þeim og áður var sem getur verið afar viðkvæmt mál, en þarf að ræða því úrræðin eru orðin ansi mörg. Konurnar glíma við svipuð vandamál að mörgu leyti og karlarnir en þó er munur á tíðni vandamála og orsök. Líklega er ein algengasta orsök óþæginda hjá konum þvagfærasýking, en þær eru mun líklegri til þess að fá hana heldur en karlar þar sem þvagrásin er styttri. Það eru þó ýmsar aðrar ástæður fyrir tíðari sýkingum og má þar nefna hormónastarfsemi, en þekkt er að eftir tíðahvörf finna konur oftsinnis meira fyrir óþægindum, þurrkur og breytingar á slímhúðinni hafa þar sitt að segja. Þá hef ég áður komið inn á það að þvagleki er tíðara vandamál meðal kvenna og getur komið fram á öllum aldri en þó sérstaklega eftir barnsburð og verða konur að vera meðvitaðar og gera reglubundnar grindarbotnsæfingar.Verkir við samfarir Útferð, kláði og sviði er býsna algeng kvörtun einnig og þar geta legið til grundvallar mjög margar orsakir. Algengast er að einhvers konar truflun verði á bakteríuflóru í sköpunum sem stuðlar að ofvexti á annaðhvort bakteríum eða sveppum sem aftur skapa þau einkenni sem konur finna fyrir. Ekki má þó gleyma öðrum sjúkdómum og ástæðum, sér í lagi ef einföld meðferð dugar ekki. Þar koma til að sjálfsögðu sömu kynsjúkdómar og hjá körlunum og verða konur að láta skoða sig ekki síður en karlarnir sé nokkur grunur um slíkt. Eftir tíðahvörf eru konur aftur í meiri hættu á að finna fyrir einkennum vegna breytinga í slímhúðinni, en mataræði, streita, álag og lyfjanotkun eru einnig áhættuþættir. Alltaf skyldi láta skoða ef útferðin er blóðlituð, þar sem slíkt getur verið merki um illkynja sjúkdóm. Óþægindi vegna innri kvenlíffæra eru einnig margvísleg, en ef konur finna til verkja við samfarir bendir það til bólgu eða ertingar í leghálsi, legi eða eggjastokkum og ætti að skoða það vel. Hnútar í legi, blöðrur á eggjastokkum og aðskotahlutir eins og lykkja geta valdið einkennum og er rétt að hafa í huga. Þá má ekki gleyma tíðaverkjum sem geta verið mismiklir og verulega einstaklingsbundnir en konur læra yfirleitt vel að þekkja þá. Svo auðvitað þungun sem þarf alltaf að útiloka líka hjá konum á barnsburðaraldri. Bráðir og miklir kviðverkir geta verið utanlegsfóstur og uppásnúningur á eggjaleiðara og er rétt að leita strax læknis, hið sama gildir hjá körlum ef skyndilegir og miklir verkir koma upp í eistum. Kjallarinn geymir því ýmislegt forvitnilegt og verra ef hann er í skralli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Það er ekki ofsögum sagt að við eigum mörg orð og orðatiltæki til um líffærakerfi okkar og má svo sem segja að þegar við erum að gefa þessum líkamspörtum nafn séum við iðulega að gera það af nokkurri alúð. Snilldin er mismikil og er orðið kjallari kannski ekki það besta, en þar er verið að vísa til innri og ytri kynfæra kynjanna. Það er augljóst að einstaklingar geta glímt við ansi mörg vandamál þarna, en sum eru algengari en önnur. Það er ákveðinn munur á milli kynja og þá eru vandamálin líka bundin að vissu leyti við aldur eða aldursskeið. Þegar við horfum til karlanna þá má segja að hjá þeim sem yngri eru sé oftar en ekki um að ræða óþægindi við þvaglát, verki, sviða, kláða, útbrot eða jafnvel útferð sem í mörgum tilvikum má rekja til sýkinga. Þar koma til einfaldari þvagfærasýkingar, sveppasýkingar í húð eða undir forhúð, bólgur í blöðruhálskirtli en einnig kynsjúkdómar eins og klamydía, herpes eða kynfæravörtur svo dæmi séu tekin. Mikilvægt er að átta sig á því að þrátt fyrir að vera smitaður af kynsjúkdómi líkt og klamydíu geta bæði karlar og konur verið einkennalaus. Því er afar mikilvægt að láta skoða reglubundið fyrir slíku, sérstaklega ef skipt er um maka, en það á við um allan aldur í raun.Minni reisn en áður Hjá eldri körlum er meira um þá kvörtun að þvaglát séu að verða tregari sem orsakast oftar en ekki af stækkuðum blöðruhálskirtli. Sumir fá veruleg óþægindi af og jafnvel þvagteppu, því getur þurft að hefla og minnka umfang kirtilsins til að létta á þvaglátum. Ekki má gleyma því að tíðni blöðruhálskirtilskrabbameina eykst með aldri og er mikilvægt að vera vakandi fyrir því. Þá upplifa karlar á efri árum að ekki sé eins mikil reisn yfir þeim og áður var sem getur verið afar viðkvæmt mál, en þarf að ræða því úrræðin eru orðin ansi mörg. Konurnar glíma við svipuð vandamál að mörgu leyti og karlarnir en þó er munur á tíðni vandamála og orsök. Líklega er ein algengasta orsök óþæginda hjá konum þvagfærasýking, en þær eru mun líklegri til þess að fá hana heldur en karlar þar sem þvagrásin er styttri. Það eru þó ýmsar aðrar ástæður fyrir tíðari sýkingum og má þar nefna hormónastarfsemi, en þekkt er að eftir tíðahvörf finna konur oftsinnis meira fyrir óþægindum, þurrkur og breytingar á slímhúðinni hafa þar sitt að segja. Þá hef ég áður komið inn á það að þvagleki er tíðara vandamál meðal kvenna og getur komið fram á öllum aldri en þó sérstaklega eftir barnsburð og verða konur að vera meðvitaðar og gera reglubundnar grindarbotnsæfingar.Verkir við samfarir Útferð, kláði og sviði er býsna algeng kvörtun einnig og þar geta legið til grundvallar mjög margar orsakir. Algengast er að einhvers konar truflun verði á bakteríuflóru í sköpunum sem stuðlar að ofvexti á annaðhvort bakteríum eða sveppum sem aftur skapa þau einkenni sem konur finna fyrir. Ekki má þó gleyma öðrum sjúkdómum og ástæðum, sér í lagi ef einföld meðferð dugar ekki. Þar koma til að sjálfsögðu sömu kynsjúkdómar og hjá körlunum og verða konur að láta skoða sig ekki síður en karlarnir sé nokkur grunur um slíkt. Eftir tíðahvörf eru konur aftur í meiri hættu á að finna fyrir einkennum vegna breytinga í slímhúðinni, en mataræði, streita, álag og lyfjanotkun eru einnig áhættuþættir. Alltaf skyldi láta skoða ef útferðin er blóðlituð, þar sem slíkt getur verið merki um illkynja sjúkdóm. Óþægindi vegna innri kvenlíffæra eru einnig margvísleg, en ef konur finna til verkja við samfarir bendir það til bólgu eða ertingar í leghálsi, legi eða eggjastokkum og ætti að skoða það vel. Hnútar í legi, blöðrur á eggjastokkum og aðskotahlutir eins og lykkja geta valdið einkennum og er rétt að hafa í huga. Þá má ekki gleyma tíðaverkjum sem geta verið mismiklir og verulega einstaklingsbundnir en konur læra yfirleitt vel að þekkja þá. Svo auðvitað þungun sem þarf alltaf að útiloka líka hjá konum á barnsburðaraldri. Bráðir og miklir kviðverkir geta verið utanlegsfóstur og uppásnúningur á eggjaleiðara og er rétt að leita strax læknis, hið sama gildir hjá körlum ef skyndilegir og miklir verkir koma upp í eistum. Kjallarinn geymir því ýmislegt forvitnilegt og verra ef hann er í skralli.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun