Konurnar af stað í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2014 08:00 Snæfell vann deildarmeistaratitilinn með miklum yfirburðum en Haukakonur eru nýkrýndir bikarmeistarar og tóku annað sætið með nokkrum yfirburðum. Það kemur því kannski fáum á óvart að næstum því allir spámenn Fréttablaðsins búast við að liðin fari í gegnum undanúrslit úrslitakeppninnar og mætist í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn alveg eins og í bikarúrslitaleiknum á dögunum.Deildarmeistarar Snæfells mæta Val og er fyrsti leikurinn í Stykkishólmi klukkan 15.00 í dag. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í úrslit. Snæfell tapaði síðasta deildarleik í lok nóvember og er búið að vinna alla fimm leiki sína á móti Val í vetur þar á meðal bikarleik í Vodafonehöllinni. Það er þegar orðið ljóst að sigurvegari þessa einvígis nær sögulegum árangri því hvorugt félagið hefur átt kvennalið í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Þau sátu bæði eftir í undanúrslitum í fyrra, þar af Valskonur eftir oddaleik á móti verðandi Íslandsmeisturum Keflavíkur. Snæfellsliðið er mun líklegra eins og sést vel á því að allir spámenn Fréttablaðsins spá Hólmurum sigri og fjögur af átta búast við „sópi“.Bikarmeistarar Hauka mæta Keflavík og er fyrsti leikurinn í Schenkerhöllinni á Ásvöllum klukkan 16.00 í dag. Haukar unnu þrjá af fjórum deildarleikjum liðanna og slógu Keflavík einnig út úr undanúrslitum bikarkeppninnar á dögunum. Keflavík vann fyrsta leik liðanna í vetur en Haukakonur hafa unnið síðustu fjóra, þar af tvo þeirra með meira en 25 stiga mun. Haukaliðið vann síðasta leikinn hins vegar á dramatískan hátt og með aðeins einu stigi en sá leikur ætti að lofa góðu fyrir þetta einvígi. Spámenn Fréttablaðsins búast líka flestir við oddaleik í þessu einvígi eða sex af átta.„Óvænt“ úrslit síðustu ár Undanfarin þrjú ár hafa hins vegar orðið „óvænt“ úrslit í undanúrslitum í úrslitakeppni kvenna. Njarðvík sló út deildarmeistara Hamars 2001, Haukar slógu út deildarmeistara Keflavíkur 2012 og KR sló út Snæfell í fyrra í uppgjöri liðanna í öðru og þriðja sæti. Í þremur af fjórum leikjum í undanúrslitunum síðustu tvö árin hefur líka fyrsti leikurinn unnist á útivelli og það er því löngu sannað að það getur allt gerst í úrslitakeppninni. Öll fjögur liðin í undanúrslitunum hafa unnið titil í vetur. Snæfell er deildarmeistari, Haukar tóku Powerade-bikarinn, Valur vann Lengjubikarinn og Keflavíkurkonur urðu meistarar meistaranna. Aðeins eitt þeirra getur aftur á móti unnið tvöfalt í vetur og í dag hefst nýtt mót. Dominos-deild kvenna Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Sjá meira
Snæfell vann deildarmeistaratitilinn með miklum yfirburðum en Haukakonur eru nýkrýndir bikarmeistarar og tóku annað sætið með nokkrum yfirburðum. Það kemur því kannski fáum á óvart að næstum því allir spámenn Fréttablaðsins búast við að liðin fari í gegnum undanúrslit úrslitakeppninnar og mætist í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn alveg eins og í bikarúrslitaleiknum á dögunum.Deildarmeistarar Snæfells mæta Val og er fyrsti leikurinn í Stykkishólmi klukkan 15.00 í dag. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í úrslit. Snæfell tapaði síðasta deildarleik í lok nóvember og er búið að vinna alla fimm leiki sína á móti Val í vetur þar á meðal bikarleik í Vodafonehöllinni. Það er þegar orðið ljóst að sigurvegari þessa einvígis nær sögulegum árangri því hvorugt félagið hefur átt kvennalið í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Þau sátu bæði eftir í undanúrslitum í fyrra, þar af Valskonur eftir oddaleik á móti verðandi Íslandsmeisturum Keflavíkur. Snæfellsliðið er mun líklegra eins og sést vel á því að allir spámenn Fréttablaðsins spá Hólmurum sigri og fjögur af átta búast við „sópi“.Bikarmeistarar Hauka mæta Keflavík og er fyrsti leikurinn í Schenkerhöllinni á Ásvöllum klukkan 16.00 í dag. Haukar unnu þrjá af fjórum deildarleikjum liðanna og slógu Keflavík einnig út úr undanúrslitum bikarkeppninnar á dögunum. Keflavík vann fyrsta leik liðanna í vetur en Haukakonur hafa unnið síðustu fjóra, þar af tvo þeirra með meira en 25 stiga mun. Haukaliðið vann síðasta leikinn hins vegar á dramatískan hátt og með aðeins einu stigi en sá leikur ætti að lofa góðu fyrir þetta einvígi. Spámenn Fréttablaðsins búast líka flestir við oddaleik í þessu einvígi eða sex af átta.„Óvænt“ úrslit síðustu ár Undanfarin þrjú ár hafa hins vegar orðið „óvænt“ úrslit í undanúrslitum í úrslitakeppni kvenna. Njarðvík sló út deildarmeistara Hamars 2001, Haukar slógu út deildarmeistara Keflavíkur 2012 og KR sló út Snæfell í fyrra í uppgjöri liðanna í öðru og þriðja sæti. Í þremur af fjórum leikjum í undanúrslitunum síðustu tvö árin hefur líka fyrsti leikurinn unnist á útivelli og það er því löngu sannað að það getur allt gerst í úrslitakeppninni. Öll fjögur liðin í undanúrslitunum hafa unnið titil í vetur. Snæfell er deildarmeistari, Haukar tóku Powerade-bikarinn, Valur vann Lengjubikarinn og Keflavíkurkonur urðu meistarar meistaranna. Aðeins eitt þeirra getur aftur á móti unnið tvöfalt í vetur og í dag hefst nýtt mót.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Sjá meira