Star Wars tekin upp á Íslandi í apríl Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 19. mars 2014 12:30 Ef vel gengur gætu Harrison, Carrie og Mark orðið Íslandsvinir í lok apríl. Vísir/Getty Tökulið nýjustu Star Wars-myndarinnar kemur til Íslands í lok apríl og verður það fyrirtækið True North sem aðstoðar tökuliðið hér á landi samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Forsvarsmenn True North mega hins vegar ekkert tjá sig um myndina enda vanalegt að allir sem koma að stórmynd sem þessari skrifi undir þagnarskylduplagg. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa erlendir aðstandendur Star Wars-myndarinnar verið hér upp á síðkastið að skoða tökustaði. Þeir komu líka til Íslands í fyrra að skoða tökustaði og eyddu hér um það bil viku og fóru um allt landið en voru aðallega að hugsa um tökustaði á hálendinu og jöklum landsins. Þá herma heimildir blaðsins að tökuliðið hafi til dæmis skoðað Langjökul sem hugsanlegan tökustað. Umfang takanna á Íslandi fer allt eftir því hvernig gengur að skoða tökustaði og hvort aðstandendum myndarinnar líst á það sem þeir sjá hér á landi í þetta sinn. Líklega verður um svokallaðar „plate“-tökur að ræða þar sem tökuliðið tekur víðar myndir af landslaginu. Þær myndir verða síðan hugsanlega notaðar sem bakgrunnur þegar atriði eru tekin upp með leikurum í myndveri. Þetta var tilfellið þegar tökulið myndarinnar Star Trek Into Darkness kom hingað til lands í fyrra á vegum framleiðslufyrirtækisins Sagafilm. Þá eyddi tökulið myndarinnar nokkrum dögum á Íslandi en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins myndi tökuliðið sem sæi um „plate“-tökur Stjörnustríðsmyndarinnar vera talsvert fjölmennara og Íslendingar myndu vinna við tökurnar, ólíkt því sem gerðist þegar tökulið Star Trek-myndarinnar dvaldi hér. Hins vegar gæti farið svo að tökurnar yrðu umfangsmeiri og að leikarar og leikstjóri myndarinnar, J.J. Abrams, myndu koma hingað til dvalar í lengri tíma en Abrams leikstýrði einnig fyrrnefndri Star Trek-mynd. Þessi nýja Stjörnustríðsmynd er sú fyrsta í nýjum þríleik og fjallar að mestu leyti um persónurnar Loga geimgengil, Lilju prinsessu og Hans Óla. Samkvæmt kvikmyndasíðunni IMDb.com er það ekki staðfest að leikararnir Harrison Ford, Mark Hamill og Carrie Fisher muni túlka persónurnar eins og í fyrri Star Wars-myndum en bæði Carrie og George Lucas, maðurinn á bak við hugmyndina um Stjörnustríðið, hafa svo gott sem staðfest það. Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Tökulið nýjustu Star Wars-myndarinnar kemur til Íslands í lok apríl og verður það fyrirtækið True North sem aðstoðar tökuliðið hér á landi samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Forsvarsmenn True North mega hins vegar ekkert tjá sig um myndina enda vanalegt að allir sem koma að stórmynd sem þessari skrifi undir þagnarskylduplagg. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa erlendir aðstandendur Star Wars-myndarinnar verið hér upp á síðkastið að skoða tökustaði. Þeir komu líka til Íslands í fyrra að skoða tökustaði og eyddu hér um það bil viku og fóru um allt landið en voru aðallega að hugsa um tökustaði á hálendinu og jöklum landsins. Þá herma heimildir blaðsins að tökuliðið hafi til dæmis skoðað Langjökul sem hugsanlegan tökustað. Umfang takanna á Íslandi fer allt eftir því hvernig gengur að skoða tökustaði og hvort aðstandendum myndarinnar líst á það sem þeir sjá hér á landi í þetta sinn. Líklega verður um svokallaðar „plate“-tökur að ræða þar sem tökuliðið tekur víðar myndir af landslaginu. Þær myndir verða síðan hugsanlega notaðar sem bakgrunnur þegar atriði eru tekin upp með leikurum í myndveri. Þetta var tilfellið þegar tökulið myndarinnar Star Trek Into Darkness kom hingað til lands í fyrra á vegum framleiðslufyrirtækisins Sagafilm. Þá eyddi tökulið myndarinnar nokkrum dögum á Íslandi en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins myndi tökuliðið sem sæi um „plate“-tökur Stjörnustríðsmyndarinnar vera talsvert fjölmennara og Íslendingar myndu vinna við tökurnar, ólíkt því sem gerðist þegar tökulið Star Trek-myndarinnar dvaldi hér. Hins vegar gæti farið svo að tökurnar yrðu umfangsmeiri og að leikarar og leikstjóri myndarinnar, J.J. Abrams, myndu koma hingað til dvalar í lengri tíma en Abrams leikstýrði einnig fyrrnefndri Star Trek-mynd. Þessi nýja Stjörnustríðsmynd er sú fyrsta í nýjum þríleik og fjallar að mestu leyti um persónurnar Loga geimgengil, Lilju prinsessu og Hans Óla. Samkvæmt kvikmyndasíðunni IMDb.com er það ekki staðfest að leikararnir Harrison Ford, Mark Hamill og Carrie Fisher muni túlka persónurnar eins og í fyrri Star Wars-myndum en bæði Carrie og George Lucas, maðurinn á bak við hugmyndina um Stjörnustríðið, hafa svo gott sem staðfest það.
Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira