Jón Arnór sér eftir Peter Öqvist Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. apríl 2014 06:30 Jón Arnór er fremsti körfuknattleiksmaður landsins. Vísir/Daníel Jón Arnór Stefánsson spilaði vel í mögnuðum sigri CAI Zaragoza gegn stórveldinu Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta um síðustu helgi. „Ég gaf það út fyrir leikinn á blaðamannafundi að við ættum möguleika á að vinna Barcelona og það fór bara nettur hlátur um salinn. Það var hlegið að mér,“ segir Jón Arnór léttur við Fréttablaðið um þennan merka sigur. Enn er nóg eftir af tímabilinu á Spáni en eins og staðan er núna myndi Zaragoza mæta Barcelona í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Það er eitthvað sem það vill sleppa við. „Við setjum stefnuna á fimmta sæti. Það yrði erfitt að mæta Barcelona, Real Madrid eða Valencia sem er að spila mjög vel. Við eigum möguleika á móti öllum hinum liðunum tel ég.“ Jón Arnór verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu í sumar sem mætir Bosníu og Bretlandi í undankeppni EM 2015. Þar verður liðið með nýjan þjálfara, Kanadamanninn Craig Pedersen. „Ég þekki bara ekkert til hans. Ég hef samt heyrt að þetta sé góður og nokkuð traustur þjálfari. Það er kannski aukaatriði. Aðalatriðið er að hann sé góður maður því Peter [Öqvist, fráfarandi þjálfari] var ekki bara fær þjálfari heldur góður maður sem hægt var að leita til,“ segir Jón Arnór sem viðurkennir að hann vildi ólmur hafa Svíann áfram sem landsliðsþjálfara. „Ég hefði viljað hafa minn mann Peter áfram. Við vorum búnir að ná miklum framförum með hann sem þjálfara. Mér fannst það bara sjálfsagt framhald að hann yrði áfram en það gekk því miður ekki. En það breytir því ekki að ég er mjög spenntur fyrir þessu verkefni í sumar,“ segir Jón Arnór Stefánsson Dominos-deild karla Tengdar fréttir Jón Arnór: Hlógu þegar ég sagði okkur geta unnið Barca Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í spænska úrvalsdeildarliðinu CAI Zaragoza unnu stórlið Barcelona í gær á heimavelli. Stuðningsmenn Zaragoza ætluðu ekki að trúa eigin augum. 7. apríl 2014 14:15 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson spilaði vel í mögnuðum sigri CAI Zaragoza gegn stórveldinu Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta um síðustu helgi. „Ég gaf það út fyrir leikinn á blaðamannafundi að við ættum möguleika á að vinna Barcelona og það fór bara nettur hlátur um salinn. Það var hlegið að mér,“ segir Jón Arnór léttur við Fréttablaðið um þennan merka sigur. Enn er nóg eftir af tímabilinu á Spáni en eins og staðan er núna myndi Zaragoza mæta Barcelona í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Það er eitthvað sem það vill sleppa við. „Við setjum stefnuna á fimmta sæti. Það yrði erfitt að mæta Barcelona, Real Madrid eða Valencia sem er að spila mjög vel. Við eigum möguleika á móti öllum hinum liðunum tel ég.“ Jón Arnór verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu í sumar sem mætir Bosníu og Bretlandi í undankeppni EM 2015. Þar verður liðið með nýjan þjálfara, Kanadamanninn Craig Pedersen. „Ég þekki bara ekkert til hans. Ég hef samt heyrt að þetta sé góður og nokkuð traustur þjálfari. Það er kannski aukaatriði. Aðalatriðið er að hann sé góður maður því Peter [Öqvist, fráfarandi þjálfari] var ekki bara fær þjálfari heldur góður maður sem hægt var að leita til,“ segir Jón Arnór sem viðurkennir að hann vildi ólmur hafa Svíann áfram sem landsliðsþjálfara. „Ég hefði viljað hafa minn mann Peter áfram. Við vorum búnir að ná miklum framförum með hann sem þjálfara. Mér fannst það bara sjálfsagt framhald að hann yrði áfram en það gekk því miður ekki. En það breytir því ekki að ég er mjög spenntur fyrir þessu verkefni í sumar,“ segir Jón Arnór Stefánsson
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Jón Arnór: Hlógu þegar ég sagði okkur geta unnið Barca Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í spænska úrvalsdeildarliðinu CAI Zaragoza unnu stórlið Barcelona í gær á heimavelli. Stuðningsmenn Zaragoza ætluðu ekki að trúa eigin augum. 7. apríl 2014 14:15 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira
Jón Arnór: Hlógu þegar ég sagði okkur geta unnið Barca Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í spænska úrvalsdeildarliðinu CAI Zaragoza unnu stórlið Barcelona í gær á heimavelli. Stuðningsmenn Zaragoza ætluðu ekki að trúa eigin augum. 7. apríl 2014 14:15