Af fundarsetu bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi Margrét Lind Ólafsdóttir skrifar 10. apríl 2014 07:00 Það var aldeilis áhugaverð frétt í Morgunblaðinu sunnudaginn 29. mars um bæjarstjórnarfundi á Seltjarnarnesi en þar kemur fram að fundirnir séu yfirleitt mjög stuttir. Þetta er allt gott og blessað og er það svo að bæjarmál eru þess eðlis að meiri- og minnihluti vinna sameiginlega að hagsmunum bæjarbúa og eins og fram kemur þá fer mikið starf fram innan nefndanna. Við í Samfylkingunni fögnum því sem vel er gert og vinnum svo sannarlega með hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi. Það er hins vegar ekki ávallt þannig að við séum sammála um málefni eða hvernig staðið er að þeim og þykir mér þessi fréttaflutningur ákaflega einhliða og óneitanlega veltir maður fyrir sér hvort tilgangurinn hefur verið sá einn að hampa meirihluta bæjarstjórnar Seltjarnarness, þ.e. Sjálfstæðisflokknum, þar sem ekkert var rætt við minnihlutann við gerð þessarar fréttar. Það er í raun látið í það skína að við séum sammála um allt og að engin ágreiningsmál séu til staðar. Það er nú ekki alveg svo enda er berlega hægt að sjá það á fundargerðum bæjarins að tekist er á um hin ýmsu málefni bæjarins þegar svo ber undir og má til dæmis benda á að Samfylkingin sat hjá vegna fjárhagsáætlunar bæjarins 2014 og einnig þriggja ára fjárhagsáætlun og er hægt að lesa bókanir þar um og ótalmargt fleira. Það er rétt sem kemur fram í fréttinni að góð og mikilvæg vinna fer fram í nefndum bæjarins en þó er það svo að það eru ekki allar ákvarðanir teknar á nefndarfundum. Því miður hefur borið á því að nefndir hafa verið sniðgengnar um sum málefni og ákvarðanir verið teknar án þess að fyrir liggi samþykki nefnda þar um og afgreiðslan eftir því. Ég tel heillavænlegra að viðhafa þannig vinnubrögð að ákvarðanir séu byggðar á ígrunduðum faglegum vinnubrögðum og allar upplýsingar liggi fyrir til hagsbóta fyrir bæjarfélagið. Það er nefnilega svo margt sem gerist á vettvangi bæjarstjórnar og ætti umræðan að snúast um annað og meira en stuttar fundarsetur. Við sem störfum fyrir Samfylkinguna á Seltjarnarnesi höfum ávallt hagsmuni bæjarbúa og starfsmanna að leiðarljósi í öllu okkar starfi og umfram allt að fagleg vinnubrögð séu viðhöfð í hvívetna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það var aldeilis áhugaverð frétt í Morgunblaðinu sunnudaginn 29. mars um bæjarstjórnarfundi á Seltjarnarnesi en þar kemur fram að fundirnir séu yfirleitt mjög stuttir. Þetta er allt gott og blessað og er það svo að bæjarmál eru þess eðlis að meiri- og minnihluti vinna sameiginlega að hagsmunum bæjarbúa og eins og fram kemur þá fer mikið starf fram innan nefndanna. Við í Samfylkingunni fögnum því sem vel er gert og vinnum svo sannarlega með hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi. Það er hins vegar ekki ávallt þannig að við séum sammála um málefni eða hvernig staðið er að þeim og þykir mér þessi fréttaflutningur ákaflega einhliða og óneitanlega veltir maður fyrir sér hvort tilgangurinn hefur verið sá einn að hampa meirihluta bæjarstjórnar Seltjarnarness, þ.e. Sjálfstæðisflokknum, þar sem ekkert var rætt við minnihlutann við gerð þessarar fréttar. Það er í raun látið í það skína að við séum sammála um allt og að engin ágreiningsmál séu til staðar. Það er nú ekki alveg svo enda er berlega hægt að sjá það á fundargerðum bæjarins að tekist er á um hin ýmsu málefni bæjarins þegar svo ber undir og má til dæmis benda á að Samfylkingin sat hjá vegna fjárhagsáætlunar bæjarins 2014 og einnig þriggja ára fjárhagsáætlun og er hægt að lesa bókanir þar um og ótalmargt fleira. Það er rétt sem kemur fram í fréttinni að góð og mikilvæg vinna fer fram í nefndum bæjarins en þó er það svo að það eru ekki allar ákvarðanir teknar á nefndarfundum. Því miður hefur borið á því að nefndir hafa verið sniðgengnar um sum málefni og ákvarðanir verið teknar án þess að fyrir liggi samþykki nefnda þar um og afgreiðslan eftir því. Ég tel heillavænlegra að viðhafa þannig vinnubrögð að ákvarðanir séu byggðar á ígrunduðum faglegum vinnubrögðum og allar upplýsingar liggi fyrir til hagsbóta fyrir bæjarfélagið. Það er nefnilega svo margt sem gerist á vettvangi bæjarstjórnar og ætti umræðan að snúast um annað og meira en stuttar fundarsetur. Við sem störfum fyrir Samfylkinguna á Seltjarnarnesi höfum ávallt hagsmuni bæjarbúa og starfsmanna að leiðarljósi í öllu okkar starfi og umfram allt að fagleg vinnubrögð séu viðhöfð í hvívetna.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun