Af fundarsetu bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi Margrét Lind Ólafsdóttir skrifar 10. apríl 2014 07:00 Það var aldeilis áhugaverð frétt í Morgunblaðinu sunnudaginn 29. mars um bæjarstjórnarfundi á Seltjarnarnesi en þar kemur fram að fundirnir séu yfirleitt mjög stuttir. Þetta er allt gott og blessað og er það svo að bæjarmál eru þess eðlis að meiri- og minnihluti vinna sameiginlega að hagsmunum bæjarbúa og eins og fram kemur þá fer mikið starf fram innan nefndanna. Við í Samfylkingunni fögnum því sem vel er gert og vinnum svo sannarlega með hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi. Það er hins vegar ekki ávallt þannig að við séum sammála um málefni eða hvernig staðið er að þeim og þykir mér þessi fréttaflutningur ákaflega einhliða og óneitanlega veltir maður fyrir sér hvort tilgangurinn hefur verið sá einn að hampa meirihluta bæjarstjórnar Seltjarnarness, þ.e. Sjálfstæðisflokknum, þar sem ekkert var rætt við minnihlutann við gerð þessarar fréttar. Það er í raun látið í það skína að við séum sammála um allt og að engin ágreiningsmál séu til staðar. Það er nú ekki alveg svo enda er berlega hægt að sjá það á fundargerðum bæjarins að tekist er á um hin ýmsu málefni bæjarins þegar svo ber undir og má til dæmis benda á að Samfylkingin sat hjá vegna fjárhagsáætlunar bæjarins 2014 og einnig þriggja ára fjárhagsáætlun og er hægt að lesa bókanir þar um og ótalmargt fleira. Það er rétt sem kemur fram í fréttinni að góð og mikilvæg vinna fer fram í nefndum bæjarins en þó er það svo að það eru ekki allar ákvarðanir teknar á nefndarfundum. Því miður hefur borið á því að nefndir hafa verið sniðgengnar um sum málefni og ákvarðanir verið teknar án þess að fyrir liggi samþykki nefnda þar um og afgreiðslan eftir því. Ég tel heillavænlegra að viðhafa þannig vinnubrögð að ákvarðanir séu byggðar á ígrunduðum faglegum vinnubrögðum og allar upplýsingar liggi fyrir til hagsbóta fyrir bæjarfélagið. Það er nefnilega svo margt sem gerist á vettvangi bæjarstjórnar og ætti umræðan að snúast um annað og meira en stuttar fundarsetur. Við sem störfum fyrir Samfylkinguna á Seltjarnarnesi höfum ávallt hagsmuni bæjarbúa og starfsmanna að leiðarljósi í öllu okkar starfi og umfram allt að fagleg vinnubrögð séu viðhöfð í hvívetna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Það var aldeilis áhugaverð frétt í Morgunblaðinu sunnudaginn 29. mars um bæjarstjórnarfundi á Seltjarnarnesi en þar kemur fram að fundirnir séu yfirleitt mjög stuttir. Þetta er allt gott og blessað og er það svo að bæjarmál eru þess eðlis að meiri- og minnihluti vinna sameiginlega að hagsmunum bæjarbúa og eins og fram kemur þá fer mikið starf fram innan nefndanna. Við í Samfylkingunni fögnum því sem vel er gert og vinnum svo sannarlega með hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi. Það er hins vegar ekki ávallt þannig að við séum sammála um málefni eða hvernig staðið er að þeim og þykir mér þessi fréttaflutningur ákaflega einhliða og óneitanlega veltir maður fyrir sér hvort tilgangurinn hefur verið sá einn að hampa meirihluta bæjarstjórnar Seltjarnarness, þ.e. Sjálfstæðisflokknum, þar sem ekkert var rætt við minnihlutann við gerð þessarar fréttar. Það er í raun látið í það skína að við séum sammála um allt og að engin ágreiningsmál séu til staðar. Það er nú ekki alveg svo enda er berlega hægt að sjá það á fundargerðum bæjarins að tekist er á um hin ýmsu málefni bæjarins þegar svo ber undir og má til dæmis benda á að Samfylkingin sat hjá vegna fjárhagsáætlunar bæjarins 2014 og einnig þriggja ára fjárhagsáætlun og er hægt að lesa bókanir þar um og ótalmargt fleira. Það er rétt sem kemur fram í fréttinni að góð og mikilvæg vinna fer fram í nefndum bæjarins en þó er það svo að það eru ekki allar ákvarðanir teknar á nefndarfundum. Því miður hefur borið á því að nefndir hafa verið sniðgengnar um sum málefni og ákvarðanir verið teknar án þess að fyrir liggi samþykki nefnda þar um og afgreiðslan eftir því. Ég tel heillavænlegra að viðhafa þannig vinnubrögð að ákvarðanir séu byggðar á ígrunduðum faglegum vinnubrögðum og allar upplýsingar liggi fyrir til hagsbóta fyrir bæjarfélagið. Það er nefnilega svo margt sem gerist á vettvangi bæjarstjórnar og ætti umræðan að snúast um annað og meira en stuttar fundarsetur. Við sem störfum fyrir Samfylkinguna á Seltjarnarnesi höfum ávallt hagsmuni bæjarbúa og starfsmanna að leiðarljósi í öllu okkar starfi og umfram allt að fagleg vinnubrögð séu viðhöfð í hvívetna.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun