Lífið

Ný lína frá Færinu

Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar
Formin í borðunum eru dregin af íslensku stuðlabergi. Þá átti vel við hönnunarferlið að hafa steyptan topp en á minna borðinu er steypa en steypt ál á stærra borðinu. Plöturnar eru steyptar í Hellu og hver plata er ólík annarri,“ útskýrir Þórunn Hannesdóttir, vöruhönnuður hjá Færinu, en hún kynnti ný innskotsborð í Epal á HönnunarMars.

Borðin kallast Berg og henta bæði sem inni- og útihúsgögn en grindin er úr stáli.

„Borðin eru sterkbyggð og eru hönnuð til þess að endast,“ segir Þórunn. „Það er vel hægt að nota þau úti í garði og úti á svölum sem stól og borð. Litina á borðunum má í íslenskri náttúru. Þessir litir spila vel við hrátt og hart álið og sementið sem notað er í borðplöturnar.“

Borðinn eru fyrsti hluti af nýrri heimilislínu frá Færinu, sem von er á í haust. Fleiri vörur í línunni verða kynntar á sýningunni 100% Design í London í september en Þórunn fékk boð um að taka þátt í sýningunni.

„Það er frábært að fá slíkt boð. Viðtökurnar á HönnunarMars voru líka góðar, bæði hjá Íslendingum og hjá erlendum gestum,“ segir Þórunn en þónokkuð hefur verið fjallað um Berg í erlendum fjölmiðlum. „Við fengum umfjöllun í þýsku tímariti og verið er að vinna að umfjöllun í bresku tímariti,“ segir Þórunn.

Ætlunin er að Berg komi á markaðinn snemma í sumar og fleiri vörur fylgi svo í kjölfarið. Fylgjast má með Færinu á www.faerid.com. Færið er einnig á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×