Mállausi sjúklingurinn Teitur Guðmundsson skrifar 22. apríl 2014 07:00 Sem læknir verður maður öllu jöfnu að reiða sig á það að sjúklingurinn segi manni hvað það er sem hrjáir hann, hvar honum er illt og hvers kyns einkennin eru. Það gefur vísbendingar um það í hverju vandinn liggur og þrengir verulega fjölda mismunagreininganna sem fljúga í gegnum hugann. Augljóst er að lýsingarnar geta verið mismunandi og það sem einum finnst vera verkur getur öðrum þótt vera óþægindi, kláði getur verið túlkaður sem sviði og þannig mætti lengi telja. Allt frá upphafi læknisfræði hefur það að taka sögu sjúklings verið aðalatriðið og þrátt fyrir alla heimsins tækni er erfitt að ímynda sér að það muni breytast. Í nútímanum er það þó svo að læknar og heilbrigðisstarfsfólk reiðir sig meir og meir á rannsóknir af ýmsu tagi og treystir tækjum og tólum oft betur en frásögn og skoðun.Sjúklingi stungið í samband Það er auðvitað öfugsnúið að tæknin sem stuðningur sé farin að hafa jafn mikil áhrif á læknislistina og raun ber vitni, tímaskortur og aukið álag getur líka verið hluti af vandanum. Öllum er þó ljóst hversu mikilvæg tækni er og þróun nýrra aðferða í greiningu og meðferð hefur skilað okkur gífurlegum framförum á undanförnum áratugum. Þá er deginum ljósara að framhald verður á þessari þróun og mögulega kemur að því á einhverjum tímapunkti að læknar geta stungið sjúklingi í samband við einhvers konar tölvu sem spýtir út úr sér greiningu og tillögu að meðferð. Það mun breyta læknisstarfinu umtalsvert og ég er ekki viss um að það sé eins spennandi og það hljómar.Smáatriðin skipta máli Í dag eru gerðar miklar og vaxandi kröfur til fagfólks, ekki bara lækna, um að það viti hvað það er að fást við. Það er skiljanlegt, ég tala nú ekki um þegar hætta steðjar að lífi og limum viðkomandi sjúklings og ákvarðanir eru teknar með hraði og lítill tími gefst til umhugsunar. Mistök eiga sér stað í læknisþjónustu líkt og í annarri þjónustu, en það er lítið svigrúm fyrir slíkt og sömuleiðis lítið umburðarlyndi að teknu tilliti til viðfangsefnisins. Það má hins vegar ekki koma í veg fyrir að um það sé rætt, það tilkynnt og unnið fyrir opnum tjöldum eða notað til að betrumbæta þjálfun, færni og skilning. Góð samskipti eru þarna lykilatriði og oft eru það smáatriðin sem skipta mestu máli, tæki og tól gagnast þarna iðulega lítið. Það er hægt að flokka sjúklinga niður í mismunandi hópa ef kalla má og sumir eru þægilegri að eiga við en aðrir. Þann sem hefur sjaldan eða aldrei leitað læknis og hefur litla innsýn í eigin líkamsstarfsemi getur verið jafn flókið að annast og þann sem er nánast orðinn sérfróður sjálfur vegna krónísks krankleika síns. Sumir koma og segja manni hvað er að þeim og hafa oft á tíðum rétt fyrir sér, aðrir eru á kolrangri leið og þarfnast verulega að láta vísa sér veginn. Svo eru þeir sem geta ekki komið sér beint að efninu og þurfa að fara í marga hringi áður en hið eiginlega vandamál er tilgreint. Eðli málsins samkvæmt eru mismunandi ástæður og aðstæður hjá hverjum og einum og þarf maður því að setja sig í þær stellingar svo viðtalið gangi upp. Oftast veit maður ekki um hvað viðtalið snýst fyrr en sjúklingurinn er sestur inn á stofu.Sá mállausi á öllum aldri Ein sérstök tegund sjúklings er sá mállausi, en eins og kom fram að ofan er afar mikilvægt að eiga samskipti til að nálgast greiningu og þá mögulega meðferð. Sá mállausi getur verið á öllum aldri, en er oftast í yngri kantinum, hann getur verið meðvitundarlaus og ófær um að tala þess vegna, eða sökum veikinda, áfalls eða viðlíka. Í flestum tilvikum er sá mállausi hins vegar barn sem foreldrar koma með til læknis og eina merkið sem sá sjúklingur tjáir um vanlíðan sína er grátur. Í öllum tilvikum verður læknirinn að koma með einhvers konar lausn á vandanum, sem getur orðið býsna snúið, en að sama skapi það sem gerir starfið jafn skemmtilegt og raun ber vitni. Það er líklega þess vegna sem talað er um læknislist og má svosem bera hana saman við leiklist að því marki að nauðsynlegt er að setja sig í ákveðin hlutverk allt eftir því hvaða sjúkling og vandamál er verið að glíma við hverju sinni. Þessi nálgun verður alltaf persónuleg og einstaklingsbundin og væri synd að glata henni í framtíðinni þrátt fyrir að við gætum stungið sjúklingi í samband og fengið allar upplýsingar sem við þyrftum. Þannig yrðu allir sjúklingar „mállausir“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Sem læknir verður maður öllu jöfnu að reiða sig á það að sjúklingurinn segi manni hvað það er sem hrjáir hann, hvar honum er illt og hvers kyns einkennin eru. Það gefur vísbendingar um það í hverju vandinn liggur og þrengir verulega fjölda mismunagreininganna sem fljúga í gegnum hugann. Augljóst er að lýsingarnar geta verið mismunandi og það sem einum finnst vera verkur getur öðrum þótt vera óþægindi, kláði getur verið túlkaður sem sviði og þannig mætti lengi telja. Allt frá upphafi læknisfræði hefur það að taka sögu sjúklings verið aðalatriðið og þrátt fyrir alla heimsins tækni er erfitt að ímynda sér að það muni breytast. Í nútímanum er það þó svo að læknar og heilbrigðisstarfsfólk reiðir sig meir og meir á rannsóknir af ýmsu tagi og treystir tækjum og tólum oft betur en frásögn og skoðun.Sjúklingi stungið í samband Það er auðvitað öfugsnúið að tæknin sem stuðningur sé farin að hafa jafn mikil áhrif á læknislistina og raun ber vitni, tímaskortur og aukið álag getur líka verið hluti af vandanum. Öllum er þó ljóst hversu mikilvæg tækni er og þróun nýrra aðferða í greiningu og meðferð hefur skilað okkur gífurlegum framförum á undanförnum áratugum. Þá er deginum ljósara að framhald verður á þessari þróun og mögulega kemur að því á einhverjum tímapunkti að læknar geta stungið sjúklingi í samband við einhvers konar tölvu sem spýtir út úr sér greiningu og tillögu að meðferð. Það mun breyta læknisstarfinu umtalsvert og ég er ekki viss um að það sé eins spennandi og það hljómar.Smáatriðin skipta máli Í dag eru gerðar miklar og vaxandi kröfur til fagfólks, ekki bara lækna, um að það viti hvað það er að fást við. Það er skiljanlegt, ég tala nú ekki um þegar hætta steðjar að lífi og limum viðkomandi sjúklings og ákvarðanir eru teknar með hraði og lítill tími gefst til umhugsunar. Mistök eiga sér stað í læknisþjónustu líkt og í annarri þjónustu, en það er lítið svigrúm fyrir slíkt og sömuleiðis lítið umburðarlyndi að teknu tilliti til viðfangsefnisins. Það má hins vegar ekki koma í veg fyrir að um það sé rætt, það tilkynnt og unnið fyrir opnum tjöldum eða notað til að betrumbæta þjálfun, færni og skilning. Góð samskipti eru þarna lykilatriði og oft eru það smáatriðin sem skipta mestu máli, tæki og tól gagnast þarna iðulega lítið. Það er hægt að flokka sjúklinga niður í mismunandi hópa ef kalla má og sumir eru þægilegri að eiga við en aðrir. Þann sem hefur sjaldan eða aldrei leitað læknis og hefur litla innsýn í eigin líkamsstarfsemi getur verið jafn flókið að annast og þann sem er nánast orðinn sérfróður sjálfur vegna krónísks krankleika síns. Sumir koma og segja manni hvað er að þeim og hafa oft á tíðum rétt fyrir sér, aðrir eru á kolrangri leið og þarfnast verulega að láta vísa sér veginn. Svo eru þeir sem geta ekki komið sér beint að efninu og þurfa að fara í marga hringi áður en hið eiginlega vandamál er tilgreint. Eðli málsins samkvæmt eru mismunandi ástæður og aðstæður hjá hverjum og einum og þarf maður því að setja sig í þær stellingar svo viðtalið gangi upp. Oftast veit maður ekki um hvað viðtalið snýst fyrr en sjúklingurinn er sestur inn á stofu.Sá mállausi á öllum aldri Ein sérstök tegund sjúklings er sá mállausi, en eins og kom fram að ofan er afar mikilvægt að eiga samskipti til að nálgast greiningu og þá mögulega meðferð. Sá mállausi getur verið á öllum aldri, en er oftast í yngri kantinum, hann getur verið meðvitundarlaus og ófær um að tala þess vegna, eða sökum veikinda, áfalls eða viðlíka. Í flestum tilvikum er sá mállausi hins vegar barn sem foreldrar koma með til læknis og eina merkið sem sá sjúklingur tjáir um vanlíðan sína er grátur. Í öllum tilvikum verður læknirinn að koma með einhvers konar lausn á vandanum, sem getur orðið býsna snúið, en að sama skapi það sem gerir starfið jafn skemmtilegt og raun ber vitni. Það er líklega þess vegna sem talað er um læknislist og má svosem bera hana saman við leiklist að því marki að nauðsynlegt er að setja sig í ákveðin hlutverk allt eftir því hvaða sjúkling og vandamál er verið að glíma við hverju sinni. Þessi nálgun verður alltaf persónuleg og einstaklingsbundin og væri synd að glata henni í framtíðinni þrátt fyrir að við gætum stungið sjúklingi í samband og fengið allar upplýsingar sem við þyrftum. Þannig yrðu allir sjúklingar „mállausir“.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun