Spilar í sokkunum þó svo þeir séu forljótir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. apríl 2014 07:45 Jóhann Árni segir að svokallaðir "compression“-sokkar geri það að verkum að hann nái sér fyrr eftir erfiða leiki. fréttablaðið/stefán Það er komið að ögurstundu fyrir leikmenn Grindavíkur í lokaúrslitarimmu Dominos-deildar karla um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. KR vann fyrsta leik liðanna í rimmunni og með sigri í kvöld geta Reykvíkingar tryggt sér titilinn með því að vinna á heimavelli á mánudagskvöldið. „Við lítum á þennan leik sem algjöran lykilleik fyrir okkur,“ sagði Jóhann Árni Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, við Fréttablaðið í gær. Hann segir að hans menn eigi ýmislegt inni eftir slaka frammistöðu í fyrsta leik. „Í raun kom okkur á óvart hvað við áttum góðan möguleika á sigri miðað við hvernig við spiluðum. Við vorum enn í bullandi séns þegar fjórar mínútur voru eftir og höfðum þá spilað vel undir getu,“ segir Jóhann Árni. Grindvíkingar hafa notað vikuna til að undirbúa leikinn í kvöld en þó fyrst og fremst til að hvílast og safna kröftum. „Það voru mörg lítil atriði sem fóru úrskeiðis í fyrsta leiknum og þau má alltaf laga með meiri dugnaði og krafti. Við höfum engan áhuga á að lenda 2-0 undir og munum því leggja allt í sölurnar til að jafna rimmuna.“Sokkarnir hafa hjálpað til Það hefur sífellt borið meira á því að körfuboltamenn klæðist svörtum sokkum og undirbuxum í leikjum í úrslitakeppninni og hefur borið mikið á því í liði Grindavíkur. Jóhann Árni er einn þeirra sem hafa notað þennan fatnað og segir það gert af illri nauðsyn. „Þetta eru svokallaðir „compression“-sokkar sem eiga að hjálpa manni að jafna sig á milli leikja,“ útskýrir Jóhann Árni. „Maraþonhlauparar hafa notað þetta mikið og mér skilst að þessari tækni hafi fleygt fram á síðustu árum,“ segir hann og bætir við að hann hafi í fyrstu ekki haft mikla trú á þessu. „Ég hef ekki haft mikla trú á svona löguðu en ég finn mikinn mun á mér eftir að ég byrjaði að nota þetta. Ég hef því látið mig hafa það að klæðast þessu þótt þetta sé forljótt,“ segir hann og hlær. Meðal annarra leikmanna sem hafa klæðst sokkunum eru Ólafur Ólafsson, Earnest Clinch, Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Daníel Guðni Guðmundsson en framan af tímabili létu þeir nægja að nota búnaðinn á æfingum. „Það er nokkuð hár meðalaldur í liðinu og því hefur þetta hjálpað við að koma mönnum í gang eftir erfiða leiki. En það hefur svo reynst vel að klæðast þessu í úrslitakeppninni með auknu leikjaálagi.“Fær margar spurningar Jóhann Árni segir að sokkarnir og buxurnar hafi vakið mikið umtal. „Það er mikið spurt um þetta,“ segir hann í léttum dúr. „En það truflar mig ekki. Svo lengi sem þetta hjálpar okkur að vinna leiki þá skiptir útlitið mig engu máli.“ Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Jóhann Árni segir að Grindvíkingar muni ekki breyta neinu í sínum leik í kvöld og notast áfram við þau vopn sem hafi reynst liðinu vel í vetur. „Við höfum náð góðum árangri með okkar spilamennsku í vetur og breytum henni ekki úr þessu,“ sagði hann. Dominos-deild karla Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Fleiri fréttir Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Sjá meira
Það er komið að ögurstundu fyrir leikmenn Grindavíkur í lokaúrslitarimmu Dominos-deildar karla um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. KR vann fyrsta leik liðanna í rimmunni og með sigri í kvöld geta Reykvíkingar tryggt sér titilinn með því að vinna á heimavelli á mánudagskvöldið. „Við lítum á þennan leik sem algjöran lykilleik fyrir okkur,“ sagði Jóhann Árni Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, við Fréttablaðið í gær. Hann segir að hans menn eigi ýmislegt inni eftir slaka frammistöðu í fyrsta leik. „Í raun kom okkur á óvart hvað við áttum góðan möguleika á sigri miðað við hvernig við spiluðum. Við vorum enn í bullandi séns þegar fjórar mínútur voru eftir og höfðum þá spilað vel undir getu,“ segir Jóhann Árni. Grindvíkingar hafa notað vikuna til að undirbúa leikinn í kvöld en þó fyrst og fremst til að hvílast og safna kröftum. „Það voru mörg lítil atriði sem fóru úrskeiðis í fyrsta leiknum og þau má alltaf laga með meiri dugnaði og krafti. Við höfum engan áhuga á að lenda 2-0 undir og munum því leggja allt í sölurnar til að jafna rimmuna.“Sokkarnir hafa hjálpað til Það hefur sífellt borið meira á því að körfuboltamenn klæðist svörtum sokkum og undirbuxum í leikjum í úrslitakeppninni og hefur borið mikið á því í liði Grindavíkur. Jóhann Árni er einn þeirra sem hafa notað þennan fatnað og segir það gert af illri nauðsyn. „Þetta eru svokallaðir „compression“-sokkar sem eiga að hjálpa manni að jafna sig á milli leikja,“ útskýrir Jóhann Árni. „Maraþonhlauparar hafa notað þetta mikið og mér skilst að þessari tækni hafi fleygt fram á síðustu árum,“ segir hann og bætir við að hann hafi í fyrstu ekki haft mikla trú á þessu. „Ég hef ekki haft mikla trú á svona löguðu en ég finn mikinn mun á mér eftir að ég byrjaði að nota þetta. Ég hef því látið mig hafa það að klæðast þessu þótt þetta sé forljótt,“ segir hann og hlær. Meðal annarra leikmanna sem hafa klæðst sokkunum eru Ólafur Ólafsson, Earnest Clinch, Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Daníel Guðni Guðmundsson en framan af tímabili létu þeir nægja að nota búnaðinn á æfingum. „Það er nokkuð hár meðalaldur í liðinu og því hefur þetta hjálpað við að koma mönnum í gang eftir erfiða leiki. En það hefur svo reynst vel að klæðast þessu í úrslitakeppninni með auknu leikjaálagi.“Fær margar spurningar Jóhann Árni segir að sokkarnir og buxurnar hafi vakið mikið umtal. „Það er mikið spurt um þetta,“ segir hann í léttum dúr. „En það truflar mig ekki. Svo lengi sem þetta hjálpar okkur að vinna leiki þá skiptir útlitið mig engu máli.“ Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Jóhann Árni segir að Grindvíkingar muni ekki breyta neinu í sínum leik í kvöld og notast áfram við þau vopn sem hafi reynst liðinu vel í vetur. „Við höfum náð góðum árangri með okkar spilamennsku í vetur og breytum henni ekki úr þessu,“ sagði hann.
Dominos-deild karla Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Fleiri fréttir Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Sjá meira