Landsliðið kveikti neistann hjá Ragnari Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. apríl 2014 08:00 Ragnar Nathanaelsson er orðinn atvinnumaður. Vísir/Valli „Ég er auðvitað alveg gríðarlega spenntur. Það er ekkert annað hægt,“ segir RagnarNathanaelsson, hinn 218 cm hái miðherji íslenska landsliðsins í körfubolta, í samtali við Fréttablaðið um væntanleg vistaskipti sín til Svíþjóðar. Ragnar gekk á mánudaginn frá eins árs samningi við sænska úrvalsdeildarliðið Sundsvall Dragons en hlutirnir gerðust hratt. Fyrst var haft samband við hann á fimmtudaginn í síðustu viku. „Þá fékk ég símtal frá nýráðnum þjálfara liðsins, TommyHanson. Hann segist hafa heyrt um mig og hafi áhuga á að fá mig. Hann bað mig um að senda sér klippur af mér, eitthvað úr leikjum ef ég ætti. Ég gerði það og svo fékk ég póst á föstudaginn. Þá var hann búinn að taka annan fund með HlyniBæringssyni sem var búinn að selja þjálfaranum hugmyndina þannig að þeir sendu mér bara samning. Ég fékk nokkra til að lesa hann yfir með mér en svo leist mér bara svo svakalega vel á þetta,“ segir Ragnar.Báðir toppmenn Þessi ljúfi risi átti frábært tímabil með Þór í vetur, en hann var í fyrsta skipti lykilmaður í sterku liði í efstu deild. Hann skoraði að meðaltali 15,4 stig í leik í deildarkeppninni og tók 12,9 fráköst. Þórsliðið komst í úrslitakeppnina en tapaði fyrir Grindavík, 3-1, þar sem Ragnar hélt áfram að fara á kostum og skilaði að meðaltali 14,25 stigum og 14,5 fráköstum í leik. Eðlilega var hann farinn að láta sig dreyma um atvinnumennsku. „Það var auðvitað hugsunin en mig langaði líka að taka annað tímabil með Þór og horfa á strákana þar vaxa. En þetta var bara of gott til að sleppa,“ segir Ragnar, sem hlakkar til að spila með Íslendingunum í Sundsvall, Hlyni Bæringssyni og Jakobi Erni Sigurðarsyni. „Ég kynntist þeim aðeins í landsliðinu í fyrra. Þetta eru báðir toppmenn og þeir munu án efa hjálpa mér mikið, jafnvel meira en þjálfarinn, og kenna mér á evrópskan körfubolta. Vonandi kemur Ægir Þór Steinarsson bara aftur og við verðum fjórir þarna. Það yrði draumur í dós.“Landsliðið kveikti neistann Ragnar hefur átt mikilli velgengni að fagna síðustu 12-14 mánuði eða svo en hann var með íslenska landsliðinu í spennandi verkefnum síðasta sumar og átti svo þetta flotta tímabil í Dominos-deildinni í vetur. Hverju er að þakka? „Um leið og ég fann bragðið af landsliðinu langaði mig bara að verða betri. En það er svo mörgum að þakka. BenediktGuðmundsson gefur mér það traust hjá Þór að byrja í „fimmunni“ hjá úrvalsdeildarliði en ég var að koma úr 1. deildinni. Það hjálpaði mikið að fá þetta traust frá manni sem ég tel besta þjálfara íslands. Svo tók BaldurÞórRagnarsson líkamann á mér í gegn. Hann kenndi mér að lyfta og lenda eftir hopp. Landsliðsþjálfararnir Peter og Arnar hjálpuðu mér líka mikið síðasta sumar,“ segir Ragnar. Talandi um landsliðið. Þá verður Ragnar hluti af liðinu í sumar sem mætir Bosníu og Bretlandi í undankeppni EM 2015. „Ég er alveg gríðarlega spenntur fyrir því verkefni og vonandi fæ ég bara stærra hlutverk en í fyrra. Ég hef fulla trú á að við getum strítt þessum liðum og jafnvel unnið þau,“ segir Ragnar. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ragnar samdi við Sundsvall Dragons Ragnar Nathanaelsson verður fjórði Íslendingurinn í röðum Íslendingaliðsins Sundsvall Dragons í Svíþjóð en hann gekk frá samningi við liðið í kvöld. 28. apríl 2014 22:49 Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Fleiri fréttir Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Sjá meira
„Ég er auðvitað alveg gríðarlega spenntur. Það er ekkert annað hægt,“ segir RagnarNathanaelsson, hinn 218 cm hái miðherji íslenska landsliðsins í körfubolta, í samtali við Fréttablaðið um væntanleg vistaskipti sín til Svíþjóðar. Ragnar gekk á mánudaginn frá eins árs samningi við sænska úrvalsdeildarliðið Sundsvall Dragons en hlutirnir gerðust hratt. Fyrst var haft samband við hann á fimmtudaginn í síðustu viku. „Þá fékk ég símtal frá nýráðnum þjálfara liðsins, TommyHanson. Hann segist hafa heyrt um mig og hafi áhuga á að fá mig. Hann bað mig um að senda sér klippur af mér, eitthvað úr leikjum ef ég ætti. Ég gerði það og svo fékk ég póst á föstudaginn. Þá var hann búinn að taka annan fund með HlyniBæringssyni sem var búinn að selja þjálfaranum hugmyndina þannig að þeir sendu mér bara samning. Ég fékk nokkra til að lesa hann yfir með mér en svo leist mér bara svo svakalega vel á þetta,“ segir Ragnar.Báðir toppmenn Þessi ljúfi risi átti frábært tímabil með Þór í vetur, en hann var í fyrsta skipti lykilmaður í sterku liði í efstu deild. Hann skoraði að meðaltali 15,4 stig í leik í deildarkeppninni og tók 12,9 fráköst. Þórsliðið komst í úrslitakeppnina en tapaði fyrir Grindavík, 3-1, þar sem Ragnar hélt áfram að fara á kostum og skilaði að meðaltali 14,25 stigum og 14,5 fráköstum í leik. Eðlilega var hann farinn að láta sig dreyma um atvinnumennsku. „Það var auðvitað hugsunin en mig langaði líka að taka annað tímabil með Þór og horfa á strákana þar vaxa. En þetta var bara of gott til að sleppa,“ segir Ragnar, sem hlakkar til að spila með Íslendingunum í Sundsvall, Hlyni Bæringssyni og Jakobi Erni Sigurðarsyni. „Ég kynntist þeim aðeins í landsliðinu í fyrra. Þetta eru báðir toppmenn og þeir munu án efa hjálpa mér mikið, jafnvel meira en þjálfarinn, og kenna mér á evrópskan körfubolta. Vonandi kemur Ægir Þór Steinarsson bara aftur og við verðum fjórir þarna. Það yrði draumur í dós.“Landsliðið kveikti neistann Ragnar hefur átt mikilli velgengni að fagna síðustu 12-14 mánuði eða svo en hann var með íslenska landsliðinu í spennandi verkefnum síðasta sumar og átti svo þetta flotta tímabil í Dominos-deildinni í vetur. Hverju er að þakka? „Um leið og ég fann bragðið af landsliðinu langaði mig bara að verða betri. En það er svo mörgum að þakka. BenediktGuðmundsson gefur mér það traust hjá Þór að byrja í „fimmunni“ hjá úrvalsdeildarliði en ég var að koma úr 1. deildinni. Það hjálpaði mikið að fá þetta traust frá manni sem ég tel besta þjálfara íslands. Svo tók BaldurÞórRagnarsson líkamann á mér í gegn. Hann kenndi mér að lyfta og lenda eftir hopp. Landsliðsþjálfararnir Peter og Arnar hjálpuðu mér líka mikið síðasta sumar,“ segir Ragnar. Talandi um landsliðið. Þá verður Ragnar hluti af liðinu í sumar sem mætir Bosníu og Bretlandi í undankeppni EM 2015. „Ég er alveg gríðarlega spenntur fyrir því verkefni og vonandi fæ ég bara stærra hlutverk en í fyrra. Ég hef fulla trú á að við getum strítt þessum liðum og jafnvel unnið þau,“ segir Ragnar.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ragnar samdi við Sundsvall Dragons Ragnar Nathanaelsson verður fjórði Íslendingurinn í röðum Íslendingaliðsins Sundsvall Dragons í Svíþjóð en hann gekk frá samningi við liðið í kvöld. 28. apríl 2014 22:49 Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Fleiri fréttir Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Sjá meira
Ragnar samdi við Sundsvall Dragons Ragnar Nathanaelsson verður fjórði Íslendingurinn í röðum Íslendingaliðsins Sundsvall Dragons í Svíþjóð en hann gekk frá samningi við liðið í kvöld. 28. apríl 2014 22:49