Körfubolti

Finnst ég eiga fullt í þessa gaura

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin fagnar með Brynjari Þór fyrirliða og öðrum leikmönnum KR. Martin fór á kostum í gær.
Martin fagnar með Brynjari Þór fyrirliða og öðrum leikmönnum KR. Martin fór á kostum í gær. fréttablaðið/andri
KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í annað skipti á fjórum árum og í fimmta sinn frá árinu 2000 eftir átta stiga sigur á Grindavík, 87-79, í Röstinni í Grindavík í gærkvöldi. KR vann úrslitaeinvígið því 3-1 og þar með 9 af 11 leikjum sínum í úrslitakeppninni í ár.

Það var sá reynsluminnsti í KR-liðinu sem átti sviðið í Grindavík í gærkvöldi því hinn 19 ára gamli Martin Hermannsson kvaddi KR með stórleik og var eftir leikinn kosinn besti leikmaður lokaúrslitanna. „Þetta var bara liðssigur,“ sagði Martin hógvær í leikslok.

„Ég tel mig ekkert vera einhvern 19 ára gutta að vera að reyna eitthvað að sýna hvað ég get. Mér finnst ég eiga fullt í þessa gaura, búinn að vera með í landsliðinu síðan síðasta sumar og er búinn að spila með Jóni Arnóri, Jakobi og öllum þessum hetjum. Ég er að reyna að taka skref fram á við og reyndi að sýna það í kvöld,“ sagði Martin.

Martin var ánægður með verðlaunin sem besti leikmaðurinn.

„Það er smá egóbúst að fá svona verðlaun, ég neita því ekki. Þetta eru samt bara liðsverðlaun og það hefði hver sem er í okkar liði getað fengið þetta. Pavel er búinn að vera frábær eins og Helgi og Darri,“ sagði Martin og það er hægt að taka undir þau orð. Pavel átti sinn langbesta leik í einvíginu í gær og Helgi Már og Darri voru allt í öllu á báðum endum vallarins.


Tengdar fréttir

Finnur trylltist af fögnuði | Myndband

"Við erum fokking Íslandsmeistarar," sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, skömmu eftir að hans menn tryggðu sér titilinn í Röstinni. Finnur réð sér vart fyrir kæti.

Bikarinn á loft hjá KR | Myndband

Það var mikil stemning í Röstinni í Grindavík í kvöld er Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, lyfti sjálfum Íslandsbikarnum á loft.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×