Freyr: Leikur upp á það hvort við ætlum okkur fyrsta sætið eða ekki Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. maí 2014 08:30 Freyr Alexandersson ræðir við stelpurnar okkar á æfingu í Nyon. Mynd/KSÍ/HIlmar Þór Guðmundsson „Ég er bara að klára að setja upp kvöldfundinn fyrir stelpurnar,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, þegar Fréttablaðið heyrir í honum hljóðið fyrir stórleikinn í undankeppni HM 2015 gegn Sviss sem fram fer í Nyon klukkan 17.00 í dag. „Mesta vinnan fer í að klippa þessa leiki saman og nú er ég að setja upp myndræna taktík fyrir stelpurnar. Ég er að reyna að færa það sem við höfum verið að gera á æfingavellinum yfir á power-point til að fara betur yfir það,“ bætir Freyr við. Sviss er í efsta sæti riðilsins með 16 stig, sjö stigum á undan Íslandi, en okkar stelpur eiga tvo leiki til góða á svissneska liðið.Treysta á framherjana Þegar liðin mættust á Laugardalsvellinum síðasta haust í fyrsta leik riðlakeppninnar var Freyr nýtekinn við liðinu en Sviss vann þá öruggan 2-0 sigur. Spilamennska stelpnanna okkar var hálfvandræðaleg en liðið hefur tekið ótrúlegum framförum síðan þá. Freyr hefur sett sitt mark á liðið, það endaði í þriðja sæti Algarve-bikarmótsins og er búið að vinna sex leiki í röð í öllum keppnum. „Við vorum andlega illa undirbúin fyrir þann leik. En ekki bara það. Við spiluðum líka lágpressu sem virkaði engan veginn. Núna ætlum við töluvert framar á völlinn. Sviss beitir löngum sendingum mikið þrátt fyrir að skora svona mikið (28 mörk í 6 leikjum). Þær sparka mikið langt og þetta er nokkuð einfaldur fótbolti. Við munum reyna að loka á fyrsta spil út frá vörn og á næstu línu,“ segir Freyr en svissneska liðið er lítið breytt frá sigrinum í Dalnum síðastliðið haust.Mynd/KSÍ/HIlmar Þór Guðmundsson Spila á sama liðinu nánast í öllum leikjum „Þær eru nánast á sama stað. Þær spila á sama liðinu nánast í öllum leikjum. Á sama tíma og við vorum í Algarve-bikarnum voru þær að keppa í Kýpur-bikarnum sem er svipað mót. Þar neyddust þær til að rúlla aðeins á liðinu því Ramona (Bachman, besti framherji liðsins) var aðeins meidd. Þeim gekk ekki vel á mótinu sem sýnir kannski hversu háðar þær eru þessu framherjapari sínu,“ segir Freyr. Stelpurnar hafa í viðtölum í aðdraganda leiksins mikið talað um að veikleikar Sviss séu fundnir og Freyr sé búinn að fara vel yfir það hvar íslenska liðið ætlar að ráðast á topplið riðilsins. Það er fyrst og fremst þessi hápressa sem Freyr talar um og að leyfa þeim ekki að vera rólegar á boltanum í öftustu línum. Þetta mun þó taka sinn toll af leikmönnunum. „Það verður mikil geðveiki í okkar leik og það verður rosaleg orka sem fer í þetta. En ég hef fulla trú á að þetta heppnist. Það er mikið sjálfstraust í liðinu og maður finnur líka fyrir mikilli samheldni. Þótt það sé samkeppni um allar stöður þá eru allir tilbúnir að gefa af sér og reyna að finna lausnir fyrir liðið til að vinna leiki,“ segir Freyr.Mynd/KSÍ/HIlmar Þór Guðmundsson Verðum að vinna Sviss er sem fyrr segir á toppi riðilsins með 16 stig, sjö stigum á undan Íslandi sem á tvo leiki til góða. Leikið er í sjö riðlum í Evrópuhluta undankeppni HM og fara sigurvegararnir sjö beint á heimsmeistaramótið í Kanada á næsta ári. Þau fjögur lið með bestan árangur í öðru sæti leika svo innbyrðis um síðasta sætið. „Þessi leikur er bara upp á það hvort við ætlum okkur fyrsta sætið eða ekki. Ef við töpum er Sviss komið áfram en ef við vinnum er þetta í okkar höndum. Ég er alveg meðvitaður um að við eigum eftir tvo leiki gegn Dönum en við höldum í þann draum að ná fyrsta sætinu og því munum við gera allt til þess að vinna á morgun,“ segir Freyr.Mynd/KSÍ/HIlmar Þór GuðmundssonMynd/KSÍ/HIlmar Þór GuðmundssonMynd/KSÍ/HIlmar Þór Guðmundsson Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Fleiri fréttir Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Sjá meira
„Ég er bara að klára að setja upp kvöldfundinn fyrir stelpurnar,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, þegar Fréttablaðið heyrir í honum hljóðið fyrir stórleikinn í undankeppni HM 2015 gegn Sviss sem fram fer í Nyon klukkan 17.00 í dag. „Mesta vinnan fer í að klippa þessa leiki saman og nú er ég að setja upp myndræna taktík fyrir stelpurnar. Ég er að reyna að færa það sem við höfum verið að gera á æfingavellinum yfir á power-point til að fara betur yfir það,“ bætir Freyr við. Sviss er í efsta sæti riðilsins með 16 stig, sjö stigum á undan Íslandi, en okkar stelpur eiga tvo leiki til góða á svissneska liðið.Treysta á framherjana Þegar liðin mættust á Laugardalsvellinum síðasta haust í fyrsta leik riðlakeppninnar var Freyr nýtekinn við liðinu en Sviss vann þá öruggan 2-0 sigur. Spilamennska stelpnanna okkar var hálfvandræðaleg en liðið hefur tekið ótrúlegum framförum síðan þá. Freyr hefur sett sitt mark á liðið, það endaði í þriðja sæti Algarve-bikarmótsins og er búið að vinna sex leiki í röð í öllum keppnum. „Við vorum andlega illa undirbúin fyrir þann leik. En ekki bara það. Við spiluðum líka lágpressu sem virkaði engan veginn. Núna ætlum við töluvert framar á völlinn. Sviss beitir löngum sendingum mikið þrátt fyrir að skora svona mikið (28 mörk í 6 leikjum). Þær sparka mikið langt og þetta er nokkuð einfaldur fótbolti. Við munum reyna að loka á fyrsta spil út frá vörn og á næstu línu,“ segir Freyr en svissneska liðið er lítið breytt frá sigrinum í Dalnum síðastliðið haust.Mynd/KSÍ/HIlmar Þór Guðmundsson Spila á sama liðinu nánast í öllum leikjum „Þær eru nánast á sama stað. Þær spila á sama liðinu nánast í öllum leikjum. Á sama tíma og við vorum í Algarve-bikarnum voru þær að keppa í Kýpur-bikarnum sem er svipað mót. Þar neyddust þær til að rúlla aðeins á liðinu því Ramona (Bachman, besti framherji liðsins) var aðeins meidd. Þeim gekk ekki vel á mótinu sem sýnir kannski hversu háðar þær eru þessu framherjapari sínu,“ segir Freyr. Stelpurnar hafa í viðtölum í aðdraganda leiksins mikið talað um að veikleikar Sviss séu fundnir og Freyr sé búinn að fara vel yfir það hvar íslenska liðið ætlar að ráðast á topplið riðilsins. Það er fyrst og fremst þessi hápressa sem Freyr talar um og að leyfa þeim ekki að vera rólegar á boltanum í öftustu línum. Þetta mun þó taka sinn toll af leikmönnunum. „Það verður mikil geðveiki í okkar leik og það verður rosaleg orka sem fer í þetta. En ég hef fulla trú á að þetta heppnist. Það er mikið sjálfstraust í liðinu og maður finnur líka fyrir mikilli samheldni. Þótt það sé samkeppni um allar stöður þá eru allir tilbúnir að gefa af sér og reyna að finna lausnir fyrir liðið til að vinna leiki,“ segir Freyr.Mynd/KSÍ/HIlmar Þór Guðmundsson Verðum að vinna Sviss er sem fyrr segir á toppi riðilsins með 16 stig, sjö stigum á undan Íslandi sem á tvo leiki til góða. Leikið er í sjö riðlum í Evrópuhluta undankeppni HM og fara sigurvegararnir sjö beint á heimsmeistaramótið í Kanada á næsta ári. Þau fjögur lið með bestan árangur í öðru sæti leika svo innbyrðis um síðasta sætið. „Þessi leikur er bara upp á það hvort við ætlum okkur fyrsta sætið eða ekki. Ef við töpum er Sviss komið áfram en ef við vinnum er þetta í okkar höndum. Ég er alveg meðvitaður um að við eigum eftir tvo leiki gegn Dönum en við höldum í þann draum að ná fyrsta sætinu og því munum við gera allt til þess að vinna á morgun,“ segir Freyr.Mynd/KSÍ/HIlmar Þór GuðmundssonMynd/KSÍ/HIlmar Þór GuðmundssonMynd/KSÍ/HIlmar Þór Guðmundsson
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Fleiri fréttir Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Sjá meira