Dögun vill meiri jöfnuð og minna mas Eva Guðrún Gunnbjörnsdóttir skrifar 24. maí 2014 07:00 Það geta flestir sammælst um að Reykjavík er frábær borg. Einnig geta flestir sammælst um að það er gott að búa í velferðarsamfélagi þar sem hugsað er um náungann. Þeir sem verða fyrir atvinnumissi fá atvinnuleysisbætur og fólk sem ekki á rétt á atvinnuleysisbótum getur fengið fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu. Þessi fjárhagsaðstoð er þó ekki í takti við raunveruleikann. Okkur í Dögun finnst að fjárhagsaðstoðin mætti vera hærri. Þeir sem hafa enga atvinnu eða þurfa af öðrum ástæðum að þiggja fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg eiga mjög erfitt með að láta enda ná saman. Margir geta það hreinlega ekki. Það er sér í lagi afar erfitt fyrir einstæða foreldra að lifa af fjárhagsaðstoð. Húsaleiga í borginni er há og margir sem eru í eigin húsnæði þurfa að greiða háar fjárhæðir mánaðarlega af húsnæðislánum. Skuldugir fasteignaeigendur sem vilja selja húsnæði sitt og fara á leigumarkað hætta sér ekki til þess eins og staðan er í dag. Barnafólk berst í bökkum og í Reykjavík þurfa foreldrar t.d. að borga fyrir skólamáltíðir barna sinna, sem ekki var áður. Það má segja að reikningar hrannist upp hjá þeim sem hafa úr litlu að moða. Dögun í Reykjavík lítur ekki undan þeirri staðreynd að aukin fátækt er raunveruleiki fjölda fólks í borginni. Það er skýrt markmið Dögunar í Reykjavík að koma betur til móts við lágtekjufólk. Það þarf að bregðast við bráðavanda á húsnæðismarkaði. Dögun í Reykjavík vill að Félagsbústöðum hf. verði falið að byggja 300-400 bráðabirgðaíbúðir í borginni strax eftir kosningar. Dögun vill einnig að fjárhagsaðstoð til foreldra dugi fyrir framfærslu heimilisins með tilliti til fjölda barna. Einnig vill Dögun í Reykjavík að frístundakortið verði tekjutengt þannig að börn frá efnaminnstu heimilunum fái mestan styrk. Stefna Dögunar í Reykjavík er velferðar- og fjölskyldustefna. Meiri jöfnuð og minna mas, X-T. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Það geta flestir sammælst um að Reykjavík er frábær borg. Einnig geta flestir sammælst um að það er gott að búa í velferðarsamfélagi þar sem hugsað er um náungann. Þeir sem verða fyrir atvinnumissi fá atvinnuleysisbætur og fólk sem ekki á rétt á atvinnuleysisbótum getur fengið fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu. Þessi fjárhagsaðstoð er þó ekki í takti við raunveruleikann. Okkur í Dögun finnst að fjárhagsaðstoðin mætti vera hærri. Þeir sem hafa enga atvinnu eða þurfa af öðrum ástæðum að þiggja fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg eiga mjög erfitt með að láta enda ná saman. Margir geta það hreinlega ekki. Það er sér í lagi afar erfitt fyrir einstæða foreldra að lifa af fjárhagsaðstoð. Húsaleiga í borginni er há og margir sem eru í eigin húsnæði þurfa að greiða háar fjárhæðir mánaðarlega af húsnæðislánum. Skuldugir fasteignaeigendur sem vilja selja húsnæði sitt og fara á leigumarkað hætta sér ekki til þess eins og staðan er í dag. Barnafólk berst í bökkum og í Reykjavík þurfa foreldrar t.d. að borga fyrir skólamáltíðir barna sinna, sem ekki var áður. Það má segja að reikningar hrannist upp hjá þeim sem hafa úr litlu að moða. Dögun í Reykjavík lítur ekki undan þeirri staðreynd að aukin fátækt er raunveruleiki fjölda fólks í borginni. Það er skýrt markmið Dögunar í Reykjavík að koma betur til móts við lágtekjufólk. Það þarf að bregðast við bráðavanda á húsnæðismarkaði. Dögun í Reykjavík vill að Félagsbústöðum hf. verði falið að byggja 300-400 bráðabirgðaíbúðir í borginni strax eftir kosningar. Dögun vill einnig að fjárhagsaðstoð til foreldra dugi fyrir framfærslu heimilisins með tilliti til fjölda barna. Einnig vill Dögun í Reykjavík að frístundakortið verði tekjutengt þannig að börn frá efnaminnstu heimilunum fái mestan styrk. Stefna Dögunar í Reykjavík er velferðar- og fjölskyldustefna. Meiri jöfnuð og minna mas, X-T.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun