Markmiðið er að taka næsta skref Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. júní 2014 07:00 Kolbeinn Sigþórsson Fréttablaðið/Daníel „Það er aldrei gaman að tapa þannig að það var fínt fyrir liðið að ná jafntefli. Við gátum stolið þessu í lokins en við áttum ekki skilið að vinna,“ segir Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsframherji í knattspyrnu, í samtali við Fréttablaðið, rétt áður en hann skokkar út á æfingu liðsins í Þorlákshöfn í gær. Kolbeinn og strákarnir okkar mæta Eistum klukkan 19.15 á Laugardalsvellinum í kvöld í síðasta æfingaleik liðsins fyrir átökin í undankeppni EM 2016 sem hefst í haust. „Þessi lið eru svipuð að styrkleika og sum þeirra sem eru í riðlinum. En við einbeitum okkur að okkar leik. Við erum að byggja upp okkar leik og vonandi skilar það sér eftir tvo til þrjá mánuði þegar undankeppnin hefst,“ segir hann.Ajax vill greiðslu Kolbeinn varð Hollandsmeistari með stórliði Ajax þriðja árið í röð á nýliðnu tímabili. Svo virðist þó sem tíma hans í Amsterdam sé lokið og má fastlega búast við að hann finni sér nýtt lið í sumar. „Staða mín er augljós. Ég á eitt ár eftir af samningnum og bæði ég og Ajax viljum fá eitthvað fyrir mig. Það er í boði, fyrst ég á eitt ár eftir, að vera áfram og spila minna. Hugmyndafræði Ajax er þannig að það vill fá eitthvað fyrir mennina sem það kaupir,“ segir Kolbeinn, sem er líka tilbúinn að prófa eitthvað nýtt. „Ég er búinn að vera sjö ár í Hollandi og það hefur verið markmið frekar lengi að taka næsta skref. Ef eitthvað spennandi kemur upp í sumar þá mun ég klárlega skoða það,“ segir hann. En er stefnan sett eitthvert ákveðið? „Ég er opinn fyrir þessum helstu deildum Evrópu; Englandi, Þýskalandi, Spáni og Ítalíu. Ef það koma tilboð frá liðum sem heilla mun ég skoða það en það er ekkert að gerast núna,“ segir Kolbeinn.Meiðslin tafið fyrir Kolbeinn var mikið meiddur fyrstu tvö tímabilin hjá Ajax en skilaði marki í öðrum hverjum leik (14 leikir, sjö mörk bæði tímabilin). Í heildina spilaði Kolbeinn 30 leiki í hollensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og skoraði tíu mörk. Hann var ekki alltaf í byrjunarliðinu og kom inn á tíu sinnum sem varamaður. „Þjálfarinn var að prófa eitthvað nýtt. Ég var heldur ekkert alltaf frammi heldur á kantinum. Maður fékk ekkert alltaf að vera í sinni stöðu. En ég er búinn að verða hollenskur meistari þrisvar sinnum og er ánægður með það. Það voru bara þessi meiðsli sem settu strik í reikninginn og töfðu kannski fyrir mér,“ segir Kolbeinn sem segir það gott að vera að skora áfram með landsliðinu upp á framhaldið. „Ég er mjög sáttur í landsliðinu þar sem ég er að skora í hverjum leik. Ég er ánægður með hvernig strákarnir eru að spila upp á mig. Það er eitthvað sem ég hef ekki verið ánægður með úti. Þessi mörk telja og það er fínt að vera að skora með landsliðinu. Glugginn er opinn núna þannig að allt getur gerst,“ segir Kolbeinn. Íslenski boltinn Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Sjá meira
„Það er aldrei gaman að tapa þannig að það var fínt fyrir liðið að ná jafntefli. Við gátum stolið þessu í lokins en við áttum ekki skilið að vinna,“ segir Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsframherji í knattspyrnu, í samtali við Fréttablaðið, rétt áður en hann skokkar út á æfingu liðsins í Þorlákshöfn í gær. Kolbeinn og strákarnir okkar mæta Eistum klukkan 19.15 á Laugardalsvellinum í kvöld í síðasta æfingaleik liðsins fyrir átökin í undankeppni EM 2016 sem hefst í haust. „Þessi lið eru svipuð að styrkleika og sum þeirra sem eru í riðlinum. En við einbeitum okkur að okkar leik. Við erum að byggja upp okkar leik og vonandi skilar það sér eftir tvo til þrjá mánuði þegar undankeppnin hefst,“ segir hann.Ajax vill greiðslu Kolbeinn varð Hollandsmeistari með stórliði Ajax þriðja árið í röð á nýliðnu tímabili. Svo virðist þó sem tíma hans í Amsterdam sé lokið og má fastlega búast við að hann finni sér nýtt lið í sumar. „Staða mín er augljós. Ég á eitt ár eftir af samningnum og bæði ég og Ajax viljum fá eitthvað fyrir mig. Það er í boði, fyrst ég á eitt ár eftir, að vera áfram og spila minna. Hugmyndafræði Ajax er þannig að það vill fá eitthvað fyrir mennina sem það kaupir,“ segir Kolbeinn, sem er líka tilbúinn að prófa eitthvað nýtt. „Ég er búinn að vera sjö ár í Hollandi og það hefur verið markmið frekar lengi að taka næsta skref. Ef eitthvað spennandi kemur upp í sumar þá mun ég klárlega skoða það,“ segir hann. En er stefnan sett eitthvert ákveðið? „Ég er opinn fyrir þessum helstu deildum Evrópu; Englandi, Þýskalandi, Spáni og Ítalíu. Ef það koma tilboð frá liðum sem heilla mun ég skoða það en það er ekkert að gerast núna,“ segir Kolbeinn.Meiðslin tafið fyrir Kolbeinn var mikið meiddur fyrstu tvö tímabilin hjá Ajax en skilaði marki í öðrum hverjum leik (14 leikir, sjö mörk bæði tímabilin). Í heildina spilaði Kolbeinn 30 leiki í hollensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og skoraði tíu mörk. Hann var ekki alltaf í byrjunarliðinu og kom inn á tíu sinnum sem varamaður. „Þjálfarinn var að prófa eitthvað nýtt. Ég var heldur ekkert alltaf frammi heldur á kantinum. Maður fékk ekkert alltaf að vera í sinni stöðu. En ég er búinn að verða hollenskur meistari þrisvar sinnum og er ánægður með það. Það voru bara þessi meiðsli sem settu strik í reikninginn og töfðu kannski fyrir mér,“ segir Kolbeinn sem segir það gott að vera að skora áfram með landsliðinu upp á framhaldið. „Ég er mjög sáttur í landsliðinu þar sem ég er að skora í hverjum leik. Ég er ánægður með hvernig strákarnir eru að spila upp á mig. Það er eitthvað sem ég hef ekki verið ánægður með úti. Þessi mörk telja og það er fínt að vera að skora með landsliðinu. Glugginn er opinn núna þannig að allt getur gerst,“ segir Kolbeinn.
Íslenski boltinn Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Sjá meira