Markmiðið er að taka næsta skref Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. júní 2014 07:00 Kolbeinn Sigþórsson Fréttablaðið/Daníel „Það er aldrei gaman að tapa þannig að það var fínt fyrir liðið að ná jafntefli. Við gátum stolið þessu í lokins en við áttum ekki skilið að vinna,“ segir Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsframherji í knattspyrnu, í samtali við Fréttablaðið, rétt áður en hann skokkar út á æfingu liðsins í Þorlákshöfn í gær. Kolbeinn og strákarnir okkar mæta Eistum klukkan 19.15 á Laugardalsvellinum í kvöld í síðasta æfingaleik liðsins fyrir átökin í undankeppni EM 2016 sem hefst í haust. „Þessi lið eru svipuð að styrkleika og sum þeirra sem eru í riðlinum. En við einbeitum okkur að okkar leik. Við erum að byggja upp okkar leik og vonandi skilar það sér eftir tvo til þrjá mánuði þegar undankeppnin hefst,“ segir hann.Ajax vill greiðslu Kolbeinn varð Hollandsmeistari með stórliði Ajax þriðja árið í röð á nýliðnu tímabili. Svo virðist þó sem tíma hans í Amsterdam sé lokið og má fastlega búast við að hann finni sér nýtt lið í sumar. „Staða mín er augljós. Ég á eitt ár eftir af samningnum og bæði ég og Ajax viljum fá eitthvað fyrir mig. Það er í boði, fyrst ég á eitt ár eftir, að vera áfram og spila minna. Hugmyndafræði Ajax er þannig að það vill fá eitthvað fyrir mennina sem það kaupir,“ segir Kolbeinn, sem er líka tilbúinn að prófa eitthvað nýtt. „Ég er búinn að vera sjö ár í Hollandi og það hefur verið markmið frekar lengi að taka næsta skref. Ef eitthvað spennandi kemur upp í sumar þá mun ég klárlega skoða það,“ segir hann. En er stefnan sett eitthvert ákveðið? „Ég er opinn fyrir þessum helstu deildum Evrópu; Englandi, Þýskalandi, Spáni og Ítalíu. Ef það koma tilboð frá liðum sem heilla mun ég skoða það en það er ekkert að gerast núna,“ segir Kolbeinn.Meiðslin tafið fyrir Kolbeinn var mikið meiddur fyrstu tvö tímabilin hjá Ajax en skilaði marki í öðrum hverjum leik (14 leikir, sjö mörk bæði tímabilin). Í heildina spilaði Kolbeinn 30 leiki í hollensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og skoraði tíu mörk. Hann var ekki alltaf í byrjunarliðinu og kom inn á tíu sinnum sem varamaður. „Þjálfarinn var að prófa eitthvað nýtt. Ég var heldur ekkert alltaf frammi heldur á kantinum. Maður fékk ekkert alltaf að vera í sinni stöðu. En ég er búinn að verða hollenskur meistari þrisvar sinnum og er ánægður með það. Það voru bara þessi meiðsli sem settu strik í reikninginn og töfðu kannski fyrir mér,“ segir Kolbeinn sem segir það gott að vera að skora áfram með landsliðinu upp á framhaldið. „Ég er mjög sáttur í landsliðinu þar sem ég er að skora í hverjum leik. Ég er ánægður með hvernig strákarnir eru að spila upp á mig. Það er eitthvað sem ég hef ekki verið ánægður með úti. Þessi mörk telja og það er fínt að vera að skora með landsliðinu. Glugginn er opinn núna þannig að allt getur gerst,“ segir Kolbeinn. Íslenski boltinn Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira
„Það er aldrei gaman að tapa þannig að það var fínt fyrir liðið að ná jafntefli. Við gátum stolið þessu í lokins en við áttum ekki skilið að vinna,“ segir Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsframherji í knattspyrnu, í samtali við Fréttablaðið, rétt áður en hann skokkar út á æfingu liðsins í Þorlákshöfn í gær. Kolbeinn og strákarnir okkar mæta Eistum klukkan 19.15 á Laugardalsvellinum í kvöld í síðasta æfingaleik liðsins fyrir átökin í undankeppni EM 2016 sem hefst í haust. „Þessi lið eru svipuð að styrkleika og sum þeirra sem eru í riðlinum. En við einbeitum okkur að okkar leik. Við erum að byggja upp okkar leik og vonandi skilar það sér eftir tvo til þrjá mánuði þegar undankeppnin hefst,“ segir hann.Ajax vill greiðslu Kolbeinn varð Hollandsmeistari með stórliði Ajax þriðja árið í röð á nýliðnu tímabili. Svo virðist þó sem tíma hans í Amsterdam sé lokið og má fastlega búast við að hann finni sér nýtt lið í sumar. „Staða mín er augljós. Ég á eitt ár eftir af samningnum og bæði ég og Ajax viljum fá eitthvað fyrir mig. Það er í boði, fyrst ég á eitt ár eftir, að vera áfram og spila minna. Hugmyndafræði Ajax er þannig að það vill fá eitthvað fyrir mennina sem það kaupir,“ segir Kolbeinn, sem er líka tilbúinn að prófa eitthvað nýtt. „Ég er búinn að vera sjö ár í Hollandi og það hefur verið markmið frekar lengi að taka næsta skref. Ef eitthvað spennandi kemur upp í sumar þá mun ég klárlega skoða það,“ segir hann. En er stefnan sett eitthvert ákveðið? „Ég er opinn fyrir þessum helstu deildum Evrópu; Englandi, Þýskalandi, Spáni og Ítalíu. Ef það koma tilboð frá liðum sem heilla mun ég skoða það en það er ekkert að gerast núna,“ segir Kolbeinn.Meiðslin tafið fyrir Kolbeinn var mikið meiddur fyrstu tvö tímabilin hjá Ajax en skilaði marki í öðrum hverjum leik (14 leikir, sjö mörk bæði tímabilin). Í heildina spilaði Kolbeinn 30 leiki í hollensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og skoraði tíu mörk. Hann var ekki alltaf í byrjunarliðinu og kom inn á tíu sinnum sem varamaður. „Þjálfarinn var að prófa eitthvað nýtt. Ég var heldur ekkert alltaf frammi heldur á kantinum. Maður fékk ekkert alltaf að vera í sinni stöðu. En ég er búinn að verða hollenskur meistari þrisvar sinnum og er ánægður með það. Það voru bara þessi meiðsli sem settu strik í reikninginn og töfðu kannski fyrir mér,“ segir Kolbeinn sem segir það gott að vera að skora áfram með landsliðinu upp á framhaldið. „Ég er mjög sáttur í landsliðinu þar sem ég er að skora í hverjum leik. Ég er ánægður með hvernig strákarnir eru að spila upp á mig. Það er eitthvað sem ég hef ekki verið ánægður með úti. Þessi mörk telja og það er fínt að vera að skora með landsliðinu. Glugginn er opinn núna þannig að allt getur gerst,“ segir Kolbeinn.
Íslenski boltinn Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira