Fitubollurnar Teitur Guðmundsson skrifar 10. júní 2014 00:00 Það hefur verið mikið fjallað um offitu og ofþyngd í gegnum árin, en merkilegt nokk þá virðumst við skella skollaeyrum við þeim boðskap og halda bara áfram að éta á okkur kílóin eins og ekkert væri sjálfsagðara. Nýlegar tölur sem birtar voru í læknatímaritinu Lancet fyrir örfáum dögum sýna skelfilega þróun. Þar kom meðal annars fram að engin þjóð hefði náð að lækka tíðnitölur á síðustu 33 árum síðan skipulagðar mælingar hófust. Þarna er verið að vitna í gögn frá 188 löndum á jörðinni. Þá kemur einnig fram að á þessum árum hafi fjöldinn aukist um 28% hjá fullorðnum og 47% hjá börnum. Við skilgreiningu á ofþyngd og offitu er notast við reiknistuðul sem kallast BMI, Body Mass Index, eða líkamsþyngdarstuðull á íslensku. Þar er reiknað hlutfall milli hæðar og þyngdar einstaklings á ákveðinn hátt. Þeir sem eru milli 25 og 30 eru of þungir, 30-35 eru með fyrstu gráðu offitu og þeir sem falla yfir 35 eru með annars stigs offitu. Um þriðjungur allra íbúa jarðar er of þungur eða offeitur samkvæmt þessum gildum, eða 2,1 milljarður manna. Bandaríkjamenn eru fremstir í flokki með 34% of feita, Mexíkó, Nýja-Sjáland, Ástralía, Bretland, Kanada, Írland, Síle og svo Ísland í níunda sæti með 20% of feita. Ansi góður árangur og stefnir í að við færumst jafnvel enn ofar á þessum skammarlista. Af mörgu getur maður verið stoltur sem Íslendingur, en ekki þessu. Nú geri ég mér fyllilega grein fyrir því að það er ekkert auðvelt að sigrast á aukakílóunum, en við eigum ekki að verma þetta sæti! Ofþyngd og offita eru leiðandi ástæður fyrir ótímabærum dauðsföllum; á heimsvísu er samkvæmt WHO talið að ríflega fjórar milljónir manna deyi árlega af þessum völdum. Þá er ekki talin með dauðsföll vegna lífsstílssjúkdóma. Ofþyngd og offita er talin hafa áhrif á tæplega 50% þeirra sem greinast með sykursýki, 25% í hjarta- og æðasjúkdómum og á bilinu 7-40% í illkynja sjúkdómum. Það má því með sanni segja að offita spili eitt aðalhlutverkið þegar kemur að þessum sjúkdómum að öðrum áhættuþáttum ólöstuðum. En hvað ætlum við að gera? Það þýðir greinilega ekki að vara fólk bara við, jafnvel þótt það sé gert á ágengan og myndrænan hátt eða með vinsamlegum tilmælum. Það bara virðist ekki virka neitt ef marka má þessar sláandi tölu. Það sem meira er, er að mesta aukningin virðist vera hjá börnum sem þýðir að við erum að missa tökin að vissu leyti. Þetta er okkur að kenna og það erum við sjálf sem verðum að laga þetta. Hin blákalda staðreynd er að við eyðum of litlum fjármunum í fræðslu og forvarnir og það sem við gerum nær ekki almennilega í gegn. Við erum of upptekin við að meðhöndla þá sem eru í vandræðunum – þetta er eins og flóðbylgja sem ekki verður stöðvuð. Rót vandans er hegðun og vani hvers og eins, þar þurfum við að vinna. Við höfum varla efni á að reka heilbrigðiskerfið núna, ekki frekar en nokkur önnur þjóð í sjálfu sér í dag og sannarlega ekki þegar of feitir af næstu kynslóðum með alla þá lífsstílssjúkdóma sem því fylgja fylla sjúkrahús og heilsugæslur landsins. Það er verk að vinna, koma svo! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið mikið fjallað um offitu og ofþyngd í gegnum árin, en merkilegt nokk þá virðumst við skella skollaeyrum við þeim boðskap og halda bara áfram að éta á okkur kílóin eins og ekkert væri sjálfsagðara. Nýlegar tölur sem birtar voru í læknatímaritinu Lancet fyrir örfáum dögum sýna skelfilega þróun. Þar kom meðal annars fram að engin þjóð hefði náð að lækka tíðnitölur á síðustu 33 árum síðan skipulagðar mælingar hófust. Þarna er verið að vitna í gögn frá 188 löndum á jörðinni. Þá kemur einnig fram að á þessum árum hafi fjöldinn aukist um 28% hjá fullorðnum og 47% hjá börnum. Við skilgreiningu á ofþyngd og offitu er notast við reiknistuðul sem kallast BMI, Body Mass Index, eða líkamsþyngdarstuðull á íslensku. Þar er reiknað hlutfall milli hæðar og þyngdar einstaklings á ákveðinn hátt. Þeir sem eru milli 25 og 30 eru of þungir, 30-35 eru með fyrstu gráðu offitu og þeir sem falla yfir 35 eru með annars stigs offitu. Um þriðjungur allra íbúa jarðar er of þungur eða offeitur samkvæmt þessum gildum, eða 2,1 milljarður manna. Bandaríkjamenn eru fremstir í flokki með 34% of feita, Mexíkó, Nýja-Sjáland, Ástralía, Bretland, Kanada, Írland, Síle og svo Ísland í níunda sæti með 20% of feita. Ansi góður árangur og stefnir í að við færumst jafnvel enn ofar á þessum skammarlista. Af mörgu getur maður verið stoltur sem Íslendingur, en ekki þessu. Nú geri ég mér fyllilega grein fyrir því að það er ekkert auðvelt að sigrast á aukakílóunum, en við eigum ekki að verma þetta sæti! Ofþyngd og offita eru leiðandi ástæður fyrir ótímabærum dauðsföllum; á heimsvísu er samkvæmt WHO talið að ríflega fjórar milljónir manna deyi árlega af þessum völdum. Þá er ekki talin með dauðsföll vegna lífsstílssjúkdóma. Ofþyngd og offita er talin hafa áhrif á tæplega 50% þeirra sem greinast með sykursýki, 25% í hjarta- og æðasjúkdómum og á bilinu 7-40% í illkynja sjúkdómum. Það má því með sanni segja að offita spili eitt aðalhlutverkið þegar kemur að þessum sjúkdómum að öðrum áhættuþáttum ólöstuðum. En hvað ætlum við að gera? Það þýðir greinilega ekki að vara fólk bara við, jafnvel þótt það sé gert á ágengan og myndrænan hátt eða með vinsamlegum tilmælum. Það bara virðist ekki virka neitt ef marka má þessar sláandi tölu. Það sem meira er, er að mesta aukningin virðist vera hjá börnum sem þýðir að við erum að missa tökin að vissu leyti. Þetta er okkur að kenna og það erum við sjálf sem verðum að laga þetta. Hin blákalda staðreynd er að við eyðum of litlum fjármunum í fræðslu og forvarnir og það sem við gerum nær ekki almennilega í gegn. Við erum of upptekin við að meðhöndla þá sem eru í vandræðunum – þetta er eins og flóðbylgja sem ekki verður stöðvuð. Rót vandans er hegðun og vani hvers og eins, þar þurfum við að vinna. Við höfum varla efni á að reka heilbrigðiskerfið núna, ekki frekar en nokkur önnur þjóð í sjálfu sér í dag og sannarlega ekki þegar of feitir af næstu kynslóðum með alla þá lífsstílssjúkdóma sem því fylgja fylla sjúkrahús og heilsugæslur landsins. Það er verk að vinna, koma svo!
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun