Ekki viss um hver sé mín sterkasta grein Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. júní 2014 06:30 Jóhann Björn hefur tekið miklum framförum á hlaupabrautinni í vor og stefnir í spennandi tímabil hjá honum í sumar. fréttablaðið/pjetur Jóhann Björn Sigurbjörnsson, nítján ára Sauðkrækingur, bætti nýverið tvö aldursflokkamet í 200 m hlaupi karla er hann hljóp vegalengdina á 21,36 sekúndum. Um leið náði hann lágmarkinu fyrir HM ungmenna sem fram fer í Oregon í Bandaríkjunum í sumar en þessi frábæri árangur kom honum sjálfum meira að segja á óvart. „Ég veit eiginlega ekki hvað gerðist,“ sagði Jóhann Björn í samtali við Fréttablaðið en metið bætti hann á frjálsíþróttavellinum á Sauðárkróki á sunnudag. „Ég var á heimavelli og því vanur að hlaupa á brautinni. Það var nýbúið að rigna og veðrið varð allt í einu mjög gott. Maður heyrði í fuglunum og ég hitti bara á eitthvert gott augnablik.“ Hann hafði aldrei farið undir 22 sekúndur áður og því átti hann ekki endilega von á að ná lágmarkinu fyrir HM, sem er 21,50 sekúndur. „Það var örugglega besta tilfinningin að ná því. Það var í raun alveg svakalegt,“ sagði hann í léttum dúr.Bætti 26 ára gamalt met Aðeins nokkrum dögum áður sló Jóhann Björn 26 ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í 100 m hlaupi í flokki 18-19 ára. Þá hljóp hann á 10,71 sekúndu en til að ná lágmarkinu fyrir HM í Eugene þarf hann að hlaupa á 10,55 sekúndum og bæta met Jóns Arnars í fullorðinsflokki um einn hundraðshluta úr sekúndu. „Ég verð bara að sjá til hvernig næsta hlaup gengur hjá mér og sjá svo til. Fyrir fram reiknaði ég ekki með að ná þessu en ef ég næ góðu hlaupi er aldrei að vita,“ segir hann af mikilli hógværð. Jóhann Björn hélt í gær til Georgíu þar sem hann keppir í 100 m hlaupi fyrir hönd Íslands í Evrópukeppni landsliða. Eftir það heldur hann til Gautaborgar í Svíþjóð þar sem hann tekur þátt í alþjóðlegu móti í öllum sínum greinum – 100 m, 200 m og 400 m hlaupum. En hver skyldi vera hans sterkasta grein? „Ég og þjálfarinn minn vorum alltaf að hugsa um HM-lágmarkið í 400 m hlaupi og við erum því ekki alveg vissir um hver mín sterkasta grein sé. Þjálfarinn minn segir að ég geti hlaupið allt mjög vel og því ætla ég að reyna að gera eins vel og ég mögulega get í öllum greinum,“ segir hann en hann er enn talsvert frá lágmarkinu í 400 m hlaupinu. „Ég held að ég þurfi ekki annað en að ná einu góðu hlaupi sem ég geri vonandi í Gautaborg.“Samkeppnin af hinu góða Akureyringurinn Kolbeinn Höður Gunnarsson er jafnaldri Jóhanns Björns og keppinautur í styttri vegalengdunum. Jóhann Björn segir þá hins vegar góða vini. „Það hefur verið mikil samvinna á milli okkar og við erum mjög góðir vinir. Samkeppnin er þar að auki nauðsynleg og verða litlar framfarir án hennar. Við njótum því góðs af þessu báðir.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Enski boltinn Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sjá meira
Jóhann Björn Sigurbjörnsson, nítján ára Sauðkrækingur, bætti nýverið tvö aldursflokkamet í 200 m hlaupi karla er hann hljóp vegalengdina á 21,36 sekúndum. Um leið náði hann lágmarkinu fyrir HM ungmenna sem fram fer í Oregon í Bandaríkjunum í sumar en þessi frábæri árangur kom honum sjálfum meira að segja á óvart. „Ég veit eiginlega ekki hvað gerðist,“ sagði Jóhann Björn í samtali við Fréttablaðið en metið bætti hann á frjálsíþróttavellinum á Sauðárkróki á sunnudag. „Ég var á heimavelli og því vanur að hlaupa á brautinni. Það var nýbúið að rigna og veðrið varð allt í einu mjög gott. Maður heyrði í fuglunum og ég hitti bara á eitthvert gott augnablik.“ Hann hafði aldrei farið undir 22 sekúndur áður og því átti hann ekki endilega von á að ná lágmarkinu fyrir HM, sem er 21,50 sekúndur. „Það var örugglega besta tilfinningin að ná því. Það var í raun alveg svakalegt,“ sagði hann í léttum dúr.Bætti 26 ára gamalt met Aðeins nokkrum dögum áður sló Jóhann Björn 26 ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í 100 m hlaupi í flokki 18-19 ára. Þá hljóp hann á 10,71 sekúndu en til að ná lágmarkinu fyrir HM í Eugene þarf hann að hlaupa á 10,55 sekúndum og bæta met Jóns Arnars í fullorðinsflokki um einn hundraðshluta úr sekúndu. „Ég verð bara að sjá til hvernig næsta hlaup gengur hjá mér og sjá svo til. Fyrir fram reiknaði ég ekki með að ná þessu en ef ég næ góðu hlaupi er aldrei að vita,“ segir hann af mikilli hógværð. Jóhann Björn hélt í gær til Georgíu þar sem hann keppir í 100 m hlaupi fyrir hönd Íslands í Evrópukeppni landsliða. Eftir það heldur hann til Gautaborgar í Svíþjóð þar sem hann tekur þátt í alþjóðlegu móti í öllum sínum greinum – 100 m, 200 m og 400 m hlaupum. En hver skyldi vera hans sterkasta grein? „Ég og þjálfarinn minn vorum alltaf að hugsa um HM-lágmarkið í 400 m hlaupi og við erum því ekki alveg vissir um hver mín sterkasta grein sé. Þjálfarinn minn segir að ég geti hlaupið allt mjög vel og því ætla ég að reyna að gera eins vel og ég mögulega get í öllum greinum,“ segir hann en hann er enn talsvert frá lágmarkinu í 400 m hlaupinu. „Ég held að ég þurfi ekki annað en að ná einu góðu hlaupi sem ég geri vonandi í Gautaborg.“Samkeppnin af hinu góða Akureyringurinn Kolbeinn Höður Gunnarsson er jafnaldri Jóhanns Björns og keppinautur í styttri vegalengdunum. Jóhann Björn segir þá hins vegar góða vini. „Það hefur verið mikil samvinna á milli okkar og við erum mjög góðir vinir. Samkeppnin er þar að auki nauðsynleg og verða litlar framfarir án hennar. Við njótum því góðs af þessu báðir.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Enski boltinn Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sjá meira