Reynslusaga úr stórborginni Hildur Sverrisdóttir skrifar 28. júní 2014 00:01 Ég samþykki deitbeiðnina eftir að hafa njósnað á Facebook og kortlagt sameiginlega vini okkar. Um leið og við göngum inn á veitingastaðinn sé ég þrjá kunningja mína sem forvitnum augum fylgjast laumulega með okkur. Við borðhaldið grípum við til þjóðlegu samtalshækjunnar og spyrjum út í skólagöngu hvort annars sem er í raun inngangur að þjóðaríþróttinni „þekkir þú þá þennan?“. Við erum í miðju kafi við að tengja saman að gamall bekkjarbróðir hans vinnur með mér og að vinkona mín sé barnsmóðir vinnufélaga hans þegar inn kemur kona sem ég þekki úr lagadeildinni. Mér til skelfingar gengur hún askvaðandi til okkar og ekki batnar það þegar í ljós kemur að þau þekkjast greinilega líka. Svo kemur spurningaflóð þar sem hún spyr æst hvenær við höfum byrjað saman. Við muldrum að við séum nú ekki saman; skömmustuleg þögnin sem fylgir kemur henni í skilning um hvað klukkan slær og glottið breiðist út á kinnar hennar. Svo stendur hún yfir okkur kankvís og útlistar hátt og snjallt möguleika okkar á hamingjusamri framtíð meðan við reynum að flýja aðstæður inn í eftirréttaseðilinn. Dómur fellur og við ku eiga séns þó við séum ólík. Þá vitum við það. Á rölti eftir matinn kemur hann auga á fyrrverandi kærustu sína (sem ég man eftir frá því í grunnskóla) og við afstýrum hugsanlega vandræðalegum endurfundum með því að stinga okkur inn í fyrsta leigubíl sem silast niður Laugaveginn. Undir stýri situr Gunni frændi og heilsar með virktum. Kveðjustundin í Vesturbænum var því skiljanlega með eindæmum óþægilega dönnuð. Ég geri ráð fyrir að öll móðurfjölskyldan hafi svo heyrt af piltinum sem skutlaði Hildi heim. Næstu daga barst mér fjöldi skilaboða frá spyrjandi vinum, því eins og góðu sjávarþorpi sæmir þá flýgur fiskisagan. Við kauði hins vegar sammæltumst um að vera ekkert í frekari samskiptum okkar í milli. Það er þó aldeilis gott að ég get gert ráð fyrir að rekast á hann alls staðar það sem eftir er. Það vantar fleira fólk á þetta land. Slökum á innflytjendastefnunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Ég samþykki deitbeiðnina eftir að hafa njósnað á Facebook og kortlagt sameiginlega vini okkar. Um leið og við göngum inn á veitingastaðinn sé ég þrjá kunningja mína sem forvitnum augum fylgjast laumulega með okkur. Við borðhaldið grípum við til þjóðlegu samtalshækjunnar og spyrjum út í skólagöngu hvort annars sem er í raun inngangur að þjóðaríþróttinni „þekkir þú þá þennan?“. Við erum í miðju kafi við að tengja saman að gamall bekkjarbróðir hans vinnur með mér og að vinkona mín sé barnsmóðir vinnufélaga hans þegar inn kemur kona sem ég þekki úr lagadeildinni. Mér til skelfingar gengur hún askvaðandi til okkar og ekki batnar það þegar í ljós kemur að þau þekkjast greinilega líka. Svo kemur spurningaflóð þar sem hún spyr æst hvenær við höfum byrjað saman. Við muldrum að við séum nú ekki saman; skömmustuleg þögnin sem fylgir kemur henni í skilning um hvað klukkan slær og glottið breiðist út á kinnar hennar. Svo stendur hún yfir okkur kankvís og útlistar hátt og snjallt möguleika okkar á hamingjusamri framtíð meðan við reynum að flýja aðstæður inn í eftirréttaseðilinn. Dómur fellur og við ku eiga séns þó við séum ólík. Þá vitum við það. Á rölti eftir matinn kemur hann auga á fyrrverandi kærustu sína (sem ég man eftir frá því í grunnskóla) og við afstýrum hugsanlega vandræðalegum endurfundum með því að stinga okkur inn í fyrsta leigubíl sem silast niður Laugaveginn. Undir stýri situr Gunni frændi og heilsar með virktum. Kveðjustundin í Vesturbænum var því skiljanlega með eindæmum óþægilega dönnuð. Ég geri ráð fyrir að öll móðurfjölskyldan hafi svo heyrt af piltinum sem skutlaði Hildi heim. Næstu daga barst mér fjöldi skilaboða frá spyrjandi vinum, því eins og góðu sjávarþorpi sæmir þá flýgur fiskisagan. Við kauði hins vegar sammæltumst um að vera ekkert í frekari samskiptum okkar í milli. Það er þó aldeilis gott að ég get gert ráð fyrir að rekast á hann alls staðar það sem eftir er. Það vantar fleira fólk á þetta land. Slökum á innflytjendastefnunni.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun