Um tíðindi í stjórnmálum Valgerður Bjarnadóttir skrifar 10. júlí 2014 07:00 Það hefur ekki verið alveg tíðindalaust af stjórnmálum undanfarna daga. Tíðindin eru sannast að segja oft þeirrar tegundar að ekki er alveg augljóst hvort kona eigi að trúa sínum eigin eyrum.Um hreppaflutninga og nýja merkingu orða Sjávarútvegsráðherrann verður sennilega seint útnefndur til verðlauna fyrir stjórnkænsku eða diplómatíska umgengni við verkefni sín. Sá hinn sami er umhverfisráðherra og enn er í fersku minni þegar hann tilkynnti að hann hygðist afnema heilan lagabálk um náttúruvernd. Sem betur fer var komið í veg fyrir það og frestur á gildistöku lagabálksins lengdur. Tilkynning ráðherrans um hreppaflutninga Fiskistofu kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Af fréttum má skilja að fjármálaráðherrann, formaður Sjálfstæðisflokksins, vissi ekki af þessu fyrr en daginn áður en ákvörðunin var gerð opinber. Á síðasta kjörtímabili var stjórnarandstöðunni, sérstaklega þó sjálfstæðismönnum, tíðrætt um skort á samráði. Þá átti ríkisstjórnin að hafa samráð við stjórnarandstöðuna um frumvörp sem lögð voru fyrir Alþingi. Nú er ekkert samráð um stórar ákvarðanir innan ríkisstjórnarinnar. Framsókn ákveður að flytja vinnustað tuga manna á milli landshluta án þess svo mikið að ræða það. Án þess að athuga hvort það standist lög, án þess að vita hvað það kostar og síðast en ekki síst án þess að huga að því hvaða áhrif það hefur á líf starfsfólksins og fjölskyldna þeirra. Þetta þarf ekki að koma neinum á óvart segir Framsókn: það stendur í stjórnarsáttmálanum. Er stjórnarsáttmálinn þá ofar lögum í landinu? Og starfsmannavelta hefur nú fengið nýja merkingu. Samkvæmt Íslenskri orðabók merkir orðið: „það hve ört skiptir um starfsmenn á vinnustað“. Nú á það að ná yfir starfsmenn sem kjósa að láta ekki flytja sig hreppaflutningum. En þetta er svo sem ekki eina íslenska orðið sem hefur hlotið nýja merkingu í meðförum ríkisstjórnarinnar og stjórnarmeirihlutans. Forkastanlegast er þó kannski svar sjávarútvegsráðherrans við spurningu fréttamanns. Spurningin var eitthvað á þá leið hvort það hefði einhver áhrif á ákvörðunina, ef í ljós kæmi að ókostir við flutninginn væru fleiri en kostirnir –því það á víst að athuga eitthvað með það. Nei, ráðherrann átti ekki von á að það hefði nokkur áhrif. – Svoleiðis er nú það.Um hæfa lögfræðinga Það þurfti svo sem ekki að koma á óvart að staða seðlabankastjóra var auglýst laus til umsóknar. Lengst af hefur það verið svo að æðstu embættismenn hafa verið skipaðir í tíð ríkisstjórna sem stjórnarflokkarnir núverandi hafa staðið að. Kannski vonuðu samt einhverjir að sú tíð væri liðin að embættin skipuðu framsóknarmenn eða hlutlausir Varðarfélagar (les: sjálfstæðismenn). Sannarlega kemur þó skipan nefndarinnar sem á að meta hæfni umsækjanda á óvart. Það er löngu liðin tíð að flest menntað fólk hér á landi var eitt af þrennu, lögfræðingur, læknir eða prestur. Bæði bankaráð Seðlabankans og fjármálaráðherrann velja lögfræðinga í hæfnisnefndina. Það þykir mér skrýtið að tveir af þrem nefndarmönnum, meirihluti nefndarinnar sé skipaður lögfræðingum – og ég er sannarlega ekki ein um þá skoðun.Um endurritun sögunnar En það á ekki láta neitt koma sér á óvart. Heldur ekki að nú eigi að leggjast í sérstaka rannsókn um hvernig nágrannar okkar, stjórnvöld annars staðar á Norðurlöndunum og á Bretlandi, brugðust okkur í aðdraganda og upphafi samfélagshrunsins í október 2008. Ég man ekki betur en að í Rannsóknarskýrslu Alþingis komi fram að bankastjóri Englandsbanka hafi í svari til Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra á vordögum 2008 boðið fram aðstoð til að setja fram áætlun um að draga úr stærð íslenska bankakerfisins. Sú aðstoð var ekki þegin. – Er skrýtið að konu detti í hug að nú eigi að gera tilraun til að endurskrifa söguna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Það hefur ekki verið alveg tíðindalaust af stjórnmálum undanfarna daga. Tíðindin eru sannast að segja oft þeirrar tegundar að ekki er alveg augljóst hvort kona eigi að trúa sínum eigin eyrum.Um hreppaflutninga og nýja merkingu orða Sjávarútvegsráðherrann verður sennilega seint útnefndur til verðlauna fyrir stjórnkænsku eða diplómatíska umgengni við verkefni sín. Sá hinn sami er umhverfisráðherra og enn er í fersku minni þegar hann tilkynnti að hann hygðist afnema heilan lagabálk um náttúruvernd. Sem betur fer var komið í veg fyrir það og frestur á gildistöku lagabálksins lengdur. Tilkynning ráðherrans um hreppaflutninga Fiskistofu kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Af fréttum má skilja að fjármálaráðherrann, formaður Sjálfstæðisflokksins, vissi ekki af þessu fyrr en daginn áður en ákvörðunin var gerð opinber. Á síðasta kjörtímabili var stjórnarandstöðunni, sérstaklega þó sjálfstæðismönnum, tíðrætt um skort á samráði. Þá átti ríkisstjórnin að hafa samráð við stjórnarandstöðuna um frumvörp sem lögð voru fyrir Alþingi. Nú er ekkert samráð um stórar ákvarðanir innan ríkisstjórnarinnar. Framsókn ákveður að flytja vinnustað tuga manna á milli landshluta án þess svo mikið að ræða það. Án þess að athuga hvort það standist lög, án þess að vita hvað það kostar og síðast en ekki síst án þess að huga að því hvaða áhrif það hefur á líf starfsfólksins og fjölskyldna þeirra. Þetta þarf ekki að koma neinum á óvart segir Framsókn: það stendur í stjórnarsáttmálanum. Er stjórnarsáttmálinn þá ofar lögum í landinu? Og starfsmannavelta hefur nú fengið nýja merkingu. Samkvæmt Íslenskri orðabók merkir orðið: „það hve ört skiptir um starfsmenn á vinnustað“. Nú á það að ná yfir starfsmenn sem kjósa að láta ekki flytja sig hreppaflutningum. En þetta er svo sem ekki eina íslenska orðið sem hefur hlotið nýja merkingu í meðförum ríkisstjórnarinnar og stjórnarmeirihlutans. Forkastanlegast er þó kannski svar sjávarútvegsráðherrans við spurningu fréttamanns. Spurningin var eitthvað á þá leið hvort það hefði einhver áhrif á ákvörðunina, ef í ljós kæmi að ókostir við flutninginn væru fleiri en kostirnir –því það á víst að athuga eitthvað með það. Nei, ráðherrann átti ekki von á að það hefði nokkur áhrif. – Svoleiðis er nú það.Um hæfa lögfræðinga Það þurfti svo sem ekki að koma á óvart að staða seðlabankastjóra var auglýst laus til umsóknar. Lengst af hefur það verið svo að æðstu embættismenn hafa verið skipaðir í tíð ríkisstjórna sem stjórnarflokkarnir núverandi hafa staðið að. Kannski vonuðu samt einhverjir að sú tíð væri liðin að embættin skipuðu framsóknarmenn eða hlutlausir Varðarfélagar (les: sjálfstæðismenn). Sannarlega kemur þó skipan nefndarinnar sem á að meta hæfni umsækjanda á óvart. Það er löngu liðin tíð að flest menntað fólk hér á landi var eitt af þrennu, lögfræðingur, læknir eða prestur. Bæði bankaráð Seðlabankans og fjármálaráðherrann velja lögfræðinga í hæfnisnefndina. Það þykir mér skrýtið að tveir af þrem nefndarmönnum, meirihluti nefndarinnar sé skipaður lögfræðingum – og ég er sannarlega ekki ein um þá skoðun.Um endurritun sögunnar En það á ekki láta neitt koma sér á óvart. Heldur ekki að nú eigi að leggjast í sérstaka rannsókn um hvernig nágrannar okkar, stjórnvöld annars staðar á Norðurlöndunum og á Bretlandi, brugðust okkur í aðdraganda og upphafi samfélagshrunsins í október 2008. Ég man ekki betur en að í Rannsóknarskýrslu Alþingis komi fram að bankastjóri Englandsbanka hafi í svari til Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra á vordögum 2008 boðið fram aðstoð til að setja fram áætlun um að draga úr stærð íslenska bankakerfisins. Sú aðstoð var ekki þegin. – Er skrýtið að konu detti í hug að nú eigi að gera tilraun til að endurskrifa söguna?
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun