Íslendingar hugsi yfir hryðjuverkaógn Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. júlí 2014 11:00 Gunnar Pálsson Nokkuð hefur verið um það að Íslendingar hafi hringt í íslenska sendiráðið í Noregi undanfarna daga til þess að spyrja hvort óhætt sé að ferðast þangað til lands. Yfirvöld í Noregi skýrðu frá því á fimmtudag að hætta væri á hryðjuverkum á næstu dögum þar. „Það er afskaplega mikilvægt að fólk sem ætlar að koma hérna sé meðvitað um þetta og kynni sér það sem norsk stjórnvöld hafa sagt. Við verðum hins vegar að láta fólkinu það eftir að draga ályktanir líkt og við gerum sjálf,“ segir Gunnar Pálsson sendiherra. Hann bætir því við að ekki sé á þessari stundu talin nein ástæða til að gefa út viðvaranir til Íslendinga sem ætla að ferðast til Noregs. Gunnar var sjálfur að koma frá Íran á fimmtudagsmorgun, um það leyti sem norsk stjórnvöld upplýstu um hryðjuverkaógnina í fjölmiðlum. Hann segist ekki hafa orðið var við neitt óeðlilegt á Gardermoen-flugvelli. Gunnar segir mjög skiljanlegt að Norðmenn bregðist ákveðið við hryðjuverkaógn, því einungis þrjú ár séu liðin frá því að Breivik framdi ódæðin í Ósló og Útey. Norðmenn séu enn í sárum eftir það. „Þá voru stjórnvöld gagnrýnd fyrir að hafa ekki séð fyrir eða brugðist nógu skjótt við. Ég held að þeir vilji ekki þurfa að sæta slíkum ákúrum aftur og ætla þess vegna að vera fyrri á ferðinni og gera almenningi grein fyrir þeim vísbendingum sem þau hafa fengið,“ segir Gunnar. Gunnar segir að hafa verði í huga að margir Óslóarbúa séu núna í sumarleyfi utan Óslóar. Margir þeirra séu í sumarhúsum sínum. Göturnar séu því frekar tómlegar. „En því er ekki að leyna að fólk hérna er óttaslegið og vill hafa allan vara á,“ segir hann. Lífið gangi samt sem áður sinn vanagang þótt fólk ætli sér að fara varlega næstu daga. Gunnar segir að ýmsir velti vöngum yfir því hvort hugsanlegir hryðjuverkahópar kunni að láta til skarar skríða á mánudaginn þegar föstuhátíð múslima, Ramadan, lýkur. Þá bendir Gunnar á að viðvaranir stjórnvalda komi ekki alveg á óvart. „Öryggisþjónustan hér og varnarmálaráðuneytið hafa litið svo á, allavega undanfarin tvö ár, að hættan af völdum öfgasinnaðra samtaka múslima væri skæðasta ógnin,“ segir Gunnar. Þeir hljóti að hafa eitthvað fyrir sér í því þótt rétt sé að taka fram að ekki séu allir múslimar öfgasinnaðir. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Nokkuð hefur verið um það að Íslendingar hafi hringt í íslenska sendiráðið í Noregi undanfarna daga til þess að spyrja hvort óhætt sé að ferðast þangað til lands. Yfirvöld í Noregi skýrðu frá því á fimmtudag að hætta væri á hryðjuverkum á næstu dögum þar. „Það er afskaplega mikilvægt að fólk sem ætlar að koma hérna sé meðvitað um þetta og kynni sér það sem norsk stjórnvöld hafa sagt. Við verðum hins vegar að láta fólkinu það eftir að draga ályktanir líkt og við gerum sjálf,“ segir Gunnar Pálsson sendiherra. Hann bætir því við að ekki sé á þessari stundu talin nein ástæða til að gefa út viðvaranir til Íslendinga sem ætla að ferðast til Noregs. Gunnar var sjálfur að koma frá Íran á fimmtudagsmorgun, um það leyti sem norsk stjórnvöld upplýstu um hryðjuverkaógnina í fjölmiðlum. Hann segist ekki hafa orðið var við neitt óeðlilegt á Gardermoen-flugvelli. Gunnar segir mjög skiljanlegt að Norðmenn bregðist ákveðið við hryðjuverkaógn, því einungis þrjú ár séu liðin frá því að Breivik framdi ódæðin í Ósló og Útey. Norðmenn séu enn í sárum eftir það. „Þá voru stjórnvöld gagnrýnd fyrir að hafa ekki séð fyrir eða brugðist nógu skjótt við. Ég held að þeir vilji ekki þurfa að sæta slíkum ákúrum aftur og ætla þess vegna að vera fyrri á ferðinni og gera almenningi grein fyrir þeim vísbendingum sem þau hafa fengið,“ segir Gunnar. Gunnar segir að hafa verði í huga að margir Óslóarbúa séu núna í sumarleyfi utan Óslóar. Margir þeirra séu í sumarhúsum sínum. Göturnar séu því frekar tómlegar. „En því er ekki að leyna að fólk hérna er óttaslegið og vill hafa allan vara á,“ segir hann. Lífið gangi samt sem áður sinn vanagang þótt fólk ætli sér að fara varlega næstu daga. Gunnar segir að ýmsir velti vöngum yfir því hvort hugsanlegir hryðjuverkahópar kunni að láta til skarar skríða á mánudaginn þegar föstuhátíð múslima, Ramadan, lýkur. Þá bendir Gunnar á að viðvaranir stjórnvalda komi ekki alveg á óvart. „Öryggisþjónustan hér og varnarmálaráðuneytið hafa litið svo á, allavega undanfarin tvö ár, að hættan af völdum öfgasinnaðra samtaka múslima væri skæðasta ógnin,“ segir Gunnar. Þeir hljóti að hafa eitthvað fyrir sér í því þótt rétt sé að taka fram að ekki séu allir múslimar öfgasinnaðir.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira